Afturelding - 01.06.1954, Síða 10

Afturelding - 01.06.1954, Síða 10
AFTURELDING för sína til Grænlands, ásamt Ásblóm og konu hans. Vona 'þau að geta verið komin til Grænlands í júlí. Um leið og ég er að skrifa þessar línur, rifjast upp fyr- ir mér það sem Eric Ericson sagði mér fyrir mörgum ár- um síðan. Þegar hann var ungur maður heima í Sví- þjóð, fannst honum Drottinn leggja Grænland svo oft á hjarta sitt. Hann bað því mikið fyrir landinu, að það mætti opnast fyrir frjálsu trúboði. Telur hann sennilegt, að hann hefði farið þangað, sem trúboði, en ekki til ís- lands, ef landið hefði verið opið þá. Daginn. sem Ericson gifti sig, var Grænland einnig í huga hans, eins og oft endranær. í hrúðkaupsveizlunni var talað um andleg mál og trúboð í ýmsum löndum. Þá var það, að boðskap- ur kom fram í Heilögum Anda í þessum litla vinahóp. Þar sagði Drottinn fyrir Andann, að þegar Grænland opn- aðist, þá mundi hann senda menn þangað frá íslandi. Síðan þetta var borið fram í tugutali og útþýðingu eru nú um 30 ár. í dag sjáum við þetta fyrir augum okkar ganga í uppfyllingu. Tvær fjölskyldur, sem eru búsettar á Islandi, enda þótt þær séu ekki íslenzkar, fara nú sem trúboðar til Grænlands. Við minnumst orða Heilagrar ritningar, sem segja: ..einum veitist fyrir Andann að mæla af speki ...“ o.s.frv. Meðal þeirra náðargáfna, sem tald- ar eru upp á þessum lista er tungutalsgáfan og útlegg- ingargáfan. Við þetta tækifæri, sem hér er nefnt, sannar guðdómleikinn sig í gáfunni, með því að þetta skuli nú, þrjátíu árum síðar, ganga á eftir. seni sagt var fyrir Heil- agan Anda. Annað dæmi má líka nefna i sambandi við þetta. Sum- arið 1952 var Rune Ásblóm á heimsmóti Hvítasunnu- manna, sem þá var haldið í London. Var það þá einhverju sinni, að boðskapur kom til hans þar fyrir Hcilagan Anda gegnum tungutalsgáfu með útþýðingu eða gegnum spá- dómsgáfu. — Ég man ekki hvort heldur var. I gegnum þennan boðskap talaði Drottinn mörg ujjpörvunarorð til Ásblóms í sambandi við kall hans til Grænlands, en land- ið var þá alveg harðlokað. Eitt með öðru var það, að þegar stundin kæmi, sagði Drottinn, þá skyldi hann hafa það til marks um kall sitt, að hann fengi frítt far til Grænlands. Einmitt þetta skeði í ágúst síðastl., þegar Ásblóm fór. Eftir að hann fékk leyfið að mega flytja inn í landið, reyndi hann margar leiðir til að komast þangað, bæði sjóleiðis og loftleiðis, en allt virtist vera lokað. Þeg- ar bandaríska flugþjónustan hafði neitað honum um far, vegna þess að þeim var harðbannað að flytja farþega til Grænlands, þá var eins og einn yfirmannanna fengi skyndi- lega innblástur. „Jú, með einu móti getum við flntt yður, að þér kaupið engan farmiða og þér fáið frítt far með okkur.“ Sagt og gert. Hvað heldur þú, kristinn lesari, að 42 Helga Arngrímsdóttir heitir konu. Ilún hýr ú Guðrúnargötu 7, Reykjavík. Ilelga hefur heðið Aftureldingu að flytja þann vitnis- burð, sem hér fer á eftir. Er það vitnishurður um guðdómlega lækningu á meinsemd, sem hún var húin að ganga með í 40 ár. Helga hafði oft ætlað að láta skera sig upp við þessari mein- semd, en aldrei gat hún haft sig upp í það. Hún var líka sjaldnast mikið þjáð af því, en hafði þó stöðuga óhægð. Oft fylgdi því svo mikil fylli, að hún gat ekki hneppt að sér pils- og svuntustrengnum, sem annars var þó nægilega víður. Jafnan stöfuðu eymzli frá þessu utan á síðunni, neðan til. I fyrra vetur varð hún mikið veik af innflúenzu og lá með 40 'stiga hita. Eðlilega sagði þá meinsemdin undir síðunni meira til sín líka. Hún leitaði þá til Fíladelfíusafnaðarins og hað um fyrir- hæn. Sjálf er Helga innilega trúuð kona, þó að hún standi ekki í Fíladelfíusöfnuðinnm. Kvöld eitt þegar henni leið sem verst, þá var hitinn 41 stig, hað hún konuna, sem sat hjá henni, að slökkva Ijósið. Datt henni í hug, að hún kynni að fá meiri hvíld yfir sig þannig, svo að hún gæti sofnað. En áður en það varð, að hún gæti sofnað, sá hún sýn. Hún sá í rúminu hjá sér sollna meinsemd, svarbláa á lit. Hún sér að það er eins og fótur undir meinsemdinni og allsstaðar út úr fætinum standa smáangar eða rætur, sem ’ienni virðist eins og sjálf meinsemdin hafi vaxið upp af. Hún virðir þetta fyrir sér með miklum hryllingi, og óskar, að hnn hefði mátt til að fjarlægja þetta úr rúminu. En þegar hún er að hugsa um þetta, hverfur sýnin. Urn leið verður henni á að taka á síðunni á sér, og hregður þá undarlega við, að hún kennir engan sársauka. Einnig er þunginn og fyllan farin, sem alltaf lá þarna undir síðunni og hún hafði liðið af í 40 ár. Hún skynjar undir eins að Drottinn hafi la:knað hana með kraftaverki og hafi leyft henni að sjá, hvað meinsemdin var illkynjuð, um leið og hann læknaði hana. Eftir þetta komst Helga fljótt á fætur og hefur aldrei kennt meinsins síðan, en það er komið á annað ár síðan þetta skeði. Hún vegsamar Guð sinn og Frelsara íyrir lækningu þessa og óskar að þetta meg'. verða til trúaruppörfunar fyrir aðra, sem þjáðir eru, til að treysta Drottni. Ásblóm hafi hugsað, þegar flugþjónustumaðurinn vék sér að honum með þessa úrlausn á málinu. Hlýir hugir og margar bænir munu fvlgja þessum vinum okkar, þegar þau fara nú alfarin til þess lands, sem þau eru viss um að Drottinn hefur kallað þau til. ()I1 hafa þau kynnt sig mæta vel hér á landi þau ár, sem þau hafa starfað meðal okkar. Og þökkum við þeim öllum fyrir gott og innilegt samstarf. Góður Guð fylgi þeim og fvlli allar þarfir þeirra í dýrð! Ásmundur Kiríksson. J

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.