Afturelding - 01.06.1954, Síða 15
AFTURELDING
jtsós opinbstslsl lér.
Eg lá nótt eina og gai ekki sot'ið. l»á opinberaðist Jesús
mér. Ó, það var óviðjafnanlegt! Ég bað hann þess, að
Iiann vildi nota mig á einhvern hátt í þjónustu sína. Já.
ég bað hann að gera mikið fyrir mig, því þuð stendur svo
í Ritningunni, að við eiguin að ljúka upp munni okkar. og
hann vilji fylla liann. Guði séu þakkir fyrir það!
En þá talaði Jesús til mín, mjög alvarlega, og spurði:
„Ertu reiðubúin að fórna einhverju fvrir mig?“
Ég svaraði: „Já, Drottinn minri.“
Á sama augahragði kom það mjög greinilega fyrir mig.
að ég skyldi fasta og biðja næsta dag. Og blessað var það
fyrir sál mína, að ég gat aftur sagl já.
í föstunni og bæninni sýndi Jesús mér það, að hann
gæti ekki notað mig í þeirri þjónustu, sem ég hafði óskað
að hann vildi nota mig, eins og ég var, ineð klippt og
krullað hár. Ég heyrði, að hann sagði við mig greinilega:
„Viltu gera þig ánægða með það að vera eins og ég
hef skapað þig? Einnig í því, sem viðkemur hári þínu?“
Vegna þess, að það var Jesús, sem sagði þessi orð við
mig, þá varð það svo létt fyrir mig að segja já. Um þetta
atriði, hafði ég aldrei viljað heyra talað. En það er
undursamlegt, þegar Jesús kemur sjálfur og mætir mann-
inum. Þá verður allt svo létt, og maðttr gerir það með
gleði, sem annars var svo erfitt.
Nú bið ég Jesúm þess, að hár mitt megi vaxa sem fljót-
ast, svo að ]iað megi verða eins og hann óskar. Það lief-
ur orðið svo ljóst fyrir mér nú, að þegar ég var að klippa
°g leggja hárið milt eftir tízkunni, var það ekki til þess
að gera hár mitt fagurt í augum Frelsara míns, heldur til
þess að verða falleg í augum manna, og það er fáfengi-
legt. Þá getur Jesús ekki notað okkur í sína þjónustu.
Hve mikið hefur í rauninni skeð í hjarta mínu, getið
þið bezt skilið á því, að ég varð eiginlega alltaf reið,
þegar einhver talaði um það við mig, að kristin kona ætti
ekki að klippa sig. Margar afsakanir hafði ég jafnan á
reiðum höndum. Meðal annars sagði ég, að fólk vildi ekki
láta frelsast, ef við frelsuðu stúlkurnar liéldum fast við
það að ganga með uppsett hár.
Nú lofa ég Jesúm fyrir það, að hann hefur opnað augu
mín. En um leið og ég beygði mig fyrir þessu, fann ég
aðra breytingu verða í hjarta mínu. Ég fann, hvernig ég.
allt í einu, fór að elska Guðs orð meira en áður og það
varð unaður minn að lesa það. Nú fékk ég líka allt í einu
löngun til að fara á biblíuskóla, en áður var ég jafnvel
undrandi yfir því, hvernig ungt, trúað fólk sæktist svo
inikið eftir því. Nú finn ég það betur og betur, hvernig
Jesús er að móta mig meira og meira eftir sínum vilja.
Og nú er bæn mín, að ég megi hvíla kyrrlát í hönd Meist-
ara míns.
Og þelta skeði allt á örlítilli stuudu aðfaranóli sunnu-
dagsins 2. marz 1952. Það er óviðjafnanlegt að eiaa slík-
an Erelsara!
Lilly Christensen.
ur .,Korsets Evangeliu/n
Þakkarávarp.
Ég undirritaður, og fólk mitt allt hér í kirkjulækjarkoti.
þökkum hjarlanlega þeim sveitungum okkar, sem veittu
okkur hina mjög svo drengilegu hjálp, er hrann hjá okkur
síðastl. haust, við að ráða niðurlögum eldsins og bjarga
því sem bjargað var. Einnig þökkum við fyrir stóra pen-
ingagjöf til endurbyggingarinnar. Mest gladdi okkur, að
finna hinn einlæga vinarhug, sem stóð á bak við þetta allt.
Sérstaklegar þakkir viljum við færa Sveinbirni Högnasyni
prófasti á Breiðabólsstað og Guðmundi Erlendssyni hrepp-
stjóra á Núpi, sem fyrslir manna komu lil að volta okkur
sainúð sína, og áttu frumkvæði að hinni miklu hjálp, seni
.sveitungar okkar veittu okkur. Við þökkum lika Fíladelfíu-
söfnuðinum í Reykjavik og Betelsöfnuðinum í Vestmanna-
eyjum og mörgum fleiri vinum víðsvegar að af landinu
fyrir beinar peningagjafir til endurbyggingarinnar. Við
trúum því, að Guð, sem ekki lætur einn vatnsdrykk ólaun-
aðan, blessi og launi öllum þeim, sem hafa veitt okkur
hjálp í þessum kringumstæðum.
Kirkjulœkjarkoti 10/4. 1954.
Fyrir hönd okkar allra,
GuSni Murkússon.
fJú stendur sjálfur á lœgra þrepi AS vera heilagur, er aS keppa GerSu vel til óvinar þíns, þá eign-
vn sú, sem þú ert aS reyna aS draga enn meira eftir helgun. astu vin.
niSur.
47