Barnablaðið - 01.12.1897, Síða 4

Barnablaðið - 01.12.1897, Síða 4
2 sem föng eru til. Allar íslen/.kar mæður, :sem nokkur efni hafa til að kaupa handa börnum slnum citthvað að lesa, ættu að kaupa Barnabladid eitt ár til reynslu. Jeg skal gjöra mitt til, að þær iðri þess ekki. Fái Barnabladid marga kaupendur og hylli litlu lesendanna, mun það sjá sjer fært nð stækka áður cn langt líður. I.æt jeg svo Barnab/adid frá mjer fara með óskum gleðilegra jóla og góðs árs til allra, sjerstaklega kaupenda þess og vina. Reykjavík, 28. nóvcmber 1897. Virðingatfyllst. Bríet Bjarnbjeðinsdóttir. Aumingja Leó. (Þýtt). fólin voru.komin, Börnin höfðu lengi talað urn þau og hlakkað til þeirra, og talið dagana þangað til þau kæmu. Og nú var aðfangadagurinn loksins kominn. En þó var enn þá vel bjart, svo.þau máttu ekki kveykja nærri strax, og ekki fara að klæða sig í sparifötin. Eldri systkinin voru hingað og þangað að snúast, og sum að pukra með jólagjafir handa mömmu og pabba. En Gerða litla var svo lítil, bara 4 ára, svo hún mátti til að vera inni 1 stof- unni eða frammi í eldhúsinu hjá mömmu og stúlkunum. Engin komst til að leika við hana. Það varð auðvitað grátur og leiðindi í Gerðu, að mega ekki vera úti með systkin- um sínum. En hún huggaðist þó vonum bráðar, þegar mamma gaf henni eitt epli og fáeinar fíkjur, og svo fjekk hún að elta mömmu fram í eldhúsið, og sitja uppi á eldhúsborðinu hjá henni og horfa á, hvern- ig hún fór að því að búa til jólaköku með rúsínum 1, og hvað kleinurnar Voru fínar og fallegar, þegar búið var að skera þær með kleinujárninu og snúa þeim við. En þó var bezt að mega borða þær, þegar bú- ið var að sjóða þær í flotinu í pottinum. Þetta þótti Gerðu óttalega gaman. Svo fór hún inn í húsið stúlknanna. Þar var Lína að sljetta Ijósleiia kjóla, sem telpurnar áttu að vera í um kveldið. Gerða skreið upp í gluggann hjá borð- inu, sem verið var að sljetta kjólana á. Henni þótti gaman að horfa á; það var líka svo ógn hlýtt og notalegt þar inni. Svo fór hún að spyrja um ýmislegt: „Verða allar telpur að vera í hvítum kjólum með rauðum silkiborðum á jóla- nóttina ?“ „Nei, ]>ær geta verið 1 öðru vísi kjólum, ef þeir eru fallegir". „Já, en þeir verða víst að vera ósköp fallegir". »Ja — á«. »Fá þær engar jólagjafir ef þær eru ekki í ósköp fallegum kjólum ?« »Nei«, sagði Llna. Hún tók ekki eftir, hvað Gerða sagði, því hún var 1 óða önn að sljetta blúndu, sem var neðan á kjóln- um, og það varð hún að gjöra gætilega. En Gerða var alltaf mcð þessar spurningar, svo maður varð bara ruglaður að hlusta á hana. Gerða hugsaði sig um stundarkorn. »Já, en ef einhver á engan fallegan kjól, fær hún þá enga jólagjöf, og bara leið- inlega jólanóttr« »Já, það getur vel verið«, sagði Lína. Járnið var nú orðið kalt, og Lína fór fram með það. En Gerða horfði út um gluggan ofan í garðinn, þar sem piltarnir voru að gjöra ýmislegt. Þar voru líka tóm- ar tunnur og ýmislegt fleira af skrani, sem gott var að fela sig 1. En mest gaman þótti Gerðu að skríða inn í tómu tunnurn- ar. Þar fundu systkinin hennar hana ekki. — Þar var lfka hunda kofinn, þar sem hann Leó var bundinn inni. Hann var óttalega stór og loðinn, svartur hundur. Börnin Ijeku sjer við hann eins og þau vildu; hann gjörði þeim aldrei neitt, en rauk upp með urri og ólátum, og ætlaði að bíta ókunnuga, ef þeir komu nálægt honum. Nú kom Lína inn aftur. „Ætli Leó leiðist á jólanóttina?"

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.