Barnablaðið - 01.02.1900, Page 3

Barnablaðið - 01.02.1900, Page 3
7 örnuauga. Sönn saga, sem skráð liefir Zak. Topelius. NlOurl. ^&ýbyggmn svaraði engu, en fór þegar út ^ ^ og beitti aftur hestinuui fyrir sleðaun. Svo fór hann til Murru í kotinu, tók hana nauðuga með sér upp í sleðann og neyddi bana til að fara með sér og sýna sér hvar hún hefði látið barnið. Þau fóru á stað upp að fjallinu; þar stigu þau út úr sleðanum og gengu á skíðum yíir hjarn- breiðurnar. Þegar þau komu þangað, sem Murra hafði skilið barnið eftir, þá sáu þau ofurlitla laut í snjóinn, þar sem það hafði legið í fönninni, og skamt þaðan skíðaför, en Stjörnuauga sáu þau ekki. Uún var horfin. Þau leituðu lengi að bfinni, en fundu hana ekki, og urðu að bverfa aftur við svo búið. Nýbygginn rann á skíðum sínum á undan og Murra sPottakorn á eftir. Þá hoyrði nýbygginn bljóð. Hann leit um öxl sér meðan hann fann á fleygiferð ofan snarbratta fjalls- bliðina, og sá þá hvernig hcill hópur af hungruðum úlfum rifu Murru sundur efst a fjallsbrúninni. En hann gat ekki hjálp- uð henni, því brekkan var svo brött, og þugar hann hefði verið kominu aftur upp a fjallið, þá heíðu úlfarnir verið löngu ^únir að éta Murru. Hann hélt því ^ryggur heimleiðis, og kom heim að bæn- u,u sínuin á jólamorguninn, þegar byrjað Vaf að hringja klukkunum til messu. Nýbyggjakonan sat heima mjög sorg- úitin og kvíðandi og iðraðist eftir öllu Sanian. Hún þorði ckki að fara í kirk- Juna til að lofa guð, því um morguninn, j^gar hún kom í fjárhúsið til að gefa kindunum, sá hún að úlfarnir höfðu iíka brotist þar inn um nóttina og étið upp hverja skepnu. Þar var engin einasta kind lifandi eftir. „Nú byrjar okkar syndahegning11, sagði nýbygginn. „Yið skulum fara með börnin í kirkjuna ; við þurfum þess fremur en áður, því við höfum drýgt stórsynd, sem við verðum að biðja guð að fyrirgefa okkur“. Frá þeim degi vissi enginn hvað orðið hafði af Stjörnuauga. Skíðaförin á fjall- inu, þar sem hún hafði legið í snjónum, sýndust benda á það, að góður engill hefði leitt einhvern ferðamann á þessa eyðimörk til þess að bjarga barninu og taka það með sér. Við verðum að vona að svo hafi verið, en enginn veit hver sá ferðamaður var eða hvert hann fór með Stjörnuauga, eða hvar nýja hcimilið henn- ar er nú. En við vonum, að það sé betra heimili en hún átti áður, og að hún flytji guðsblessun með sér þangað og sjái þar meira en aðrir sjá; að hún sjái þar í gegnum sjöfalda veggi, inn í hjörtn mann- anna, upp fyrir stjörnurnar og hinn bláa himingeim og upp í sælunnar bústaði. Nú veit enginn hvar Stjörnuauga er að finna. Það er ekki langt síðan hún týndist, svo hún hlýtur að vera ung, ef hún lifir enn þá. Verið því vingjarnleg við alla. Yera má að einhver, semþið hittið, sé Stjörnuauga. Það var sagt, að hún væri svarthærð og móeyg, eins og önnur börn Lappa, en þú skalt ckki reiða þig á það. Hún er nú ef til vill orðin öðru vísi, t. d. bjarthærð og bláeyg. Taktu eftir, hvort hún getur lesið í huga þér, lægt storminn eða séð leyndarmál í gegnum sjö ullardúka. Ef hún getur þetta, þá er

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.