Barnablaðið - 01.04.1900, Page 2

Barnablaðið - 01.04.1900, Page 2
14 flygi ekki upp í loftið. Hvorttveggja festi klærnar í annað; örninn bjó með hvassa neflnu sínu í síðuna á kettinum, og kötturinn reyndi að bíta örninn á háls. Loks gat kisa klórað úr erninum bæði augun, og þá var hann óvígur orðinn, en kisa, sem var mjög sár, var álitin sigur- vegarinn. Síðan vóru tveir ákaflega stórir krókó- dílar í stórum aflöngum vatnskcrum born- ir fram á leiksviðið, og svo var dauðum grís kastað fram fyrir þá. Krókódílarnir höfðu ekki fongið mat í máuuð, og vóru svo syfjaðir og máttlausir, að þeir lágu grafkyrrir í sólskininu og flatmöguðu i vatnskorunum. Þ>á stökk dálítill drcng- hnokki fram og kitlaði annan krókódílinn á neflnu með spjóti. Krókódíllinn sperti upp stóra ginið sitt og fór að klifrast heldur þunglamalega upp úr kerinu til að gleypa drenginn; hann brá sér fim- lega undan, en krókódíllinn var stirður í snúningunum. Þegar drengurinn sá að krókódíllinn var vel vaknaður, þá vakti hann hinn á sama hátt, og forðaði sér svo út um dálitlar dyr á grindunuin. Nú tóku báðir krókódílarnir eftir dauða grís- num og stukku báðir upp til að gleypa hann, en urðu þó ósáttir um skiftin á honum. Þeir réðust þá hvor á annan í óttalega órustu ; hvorugur gat bitið gegn- um skrápinn á hinum. En loksins valt annar þeirra á hrygginn og hinn reif hann á hol, og hélt svo grísnum á eftir sem sigurvegari. Á eftir varð . orusta milli sex stórra arabskra hunda og sex sjakala frá eyði- mörkunum í Túran. Sjakalinn er af hunda- kyni, eins og úlfurinn, en mildu huglaus- ari. Sjakalarnir vildu með öllu móti komast undan, en vóru reknir aftur, og neyddust svo til að verja sig. Það varð blóðugur bardagi; og bráðum lágu fimm huudarnir dauðir á vígvellinum, en að eins einn sjakali hafði faliið. Þá heyrð- ist einhver siga á áhorfendabekkjunum. Það var hinn ungi og hrausti kóngssonur Abderraman, sem hvatti uppáhaldshund- inn sinn, Valledivan. Hundurinn þekti róm húsbónda síns og varð kjarkbetri. Hann réðst á móti sjakölunum og feldi þá alla, hvern á fætur öðrum, svo að nú var honum heilsað sem sigurvegara. Nú var, til að breyta um, otað saman hýenum og úlfum. Og þegar búið var að horfa á það, þá leóparð og panþer- dýri, og fyrir framan þau var fieygt nýjuin kjötbita. Bæði ætluðu þau að grípa kjötbitann, en panþerinn, scm var bæði sterkari og fimari, særði leóparðinn ban- vænu sári og náði svo kjötbitanum. Síðan var leiddur fram stór indverskur fíll, með dálítinn turn á bakinu, og í turninnm vóru fjórir bogmenn. Stórtgul- flekkótt kóngtígrisdýr átti að vera ámóti honum. Það var óvcnjulega fallegt og stórt, og var kallað eftir myrkrahöfðing- janum Ahriman. Tígrisdýrið sat á löpp- um sínum; það dinglaði rófunni, og var sem eldur brynni úr augum þess, þegar bogmennirnir vóru að skjóta á það til að reyta það til reiði. En það leit-út sem það hefði ákvarðað að berjast ekki. En þá kom ein örin í nefið á því, og rak það þá upp ógurlegt öskur. Ahriman þyrlaði snöggvast upp sandinum með skottinu, en alt í einu stökk hann á ranann á fílnum. Fíllinn öskraði af sársaukanuin, veifaði rananum, lyfti tígrisdýrinu upp og fleygði því með slíku afli langt burtu,

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.