Barnablaðið - 01.04.1900, Qupperneq 4

Barnablaðið - 01.04.1900, Qupperneq 4
16 fleygði sér sem kólfi væri skotið í veg fyrir tígrisdýrið, greip í blóðuga bringuna á því og barðist við það, til að reyna að hrífa herfangið úr klóm þess. En tígrisdýrið beit hægra handlegginn af hon- um og kóngssonurinn fell særður í valinn, áður en nokkur kom að hjálpa honum. En Ahrimann stökk yfir girðingarnar með Ljómalind í gininu og hvarf óðara. Mikil var sorg gamla kóngsins, og mik- il var sorg allra borgarbúanna í Ispahan og í öilu kóngsríkinu. Allt iið kóngsins, þær fimtíu þúsundir riddaranna með gulibeizlin, flýttu sér að fara að leita að kóngsdótturinni. Leir leituðu 1 hverri gjá og klettaspruugu í Turan, þar sem grimma tígrisdýrið var veitt. Þeir feldu með spjótum sínum mörg þúsund villidýr, en alt var árangurslaust. Þegar þeir höfðu leitað ekki einungis í Turan, heldur í hálfri Asíu, þá urðu þeir að fara við svo búið heirn aftur til Ispahan með þær sorg- arfréttir, að þeir hefðu ekki fundið kóngs- dóttnrina, eða neinar menjar hennar. Kóngurinn reif af sér gráa hárið sitt og formælti sextugasta fæðingardegi sín- um, sem hefði svift hann því sem liann elskaði mest á jörðunni, henni Ljómalind dóttur hans. Ilann skipaði öllum í ríkinu að kiæðast sorgarklæðum, eins og þegar drotningin hefði dáið, og að í ölluin must- erum skyldi biðja fyrir kóngsdótturinni Ljómalind, að hún fyndist aftur. Svo lét hann það boð út ganga, að bver mað- ur, sem gæti fært honum dóttur sína aft- ur lifandi, skyldi fá hana fyrir konu og verða kóngur yfir Persalandi, en sá sem færði kónginum hana dauða, hann skyldi fá að launum sextíu asna klifjaða með gull og gersemar. Margir tígnir kóngar og kóngasynir fóru nú af stað til að vinna sér til svo mikilla launa, og leita að hinni týndu kóngsdóttur. En allir urðu þeirfyrr eða síðar að koma tómhentir aftur. — All- ir nema einn, og það var Abderraman kóngssonur. Hann hafði heitstrengt, að lcita að kóngsdótturinni í fimtán ár, og finna hana og frelsa hana með vinstri hendinni eða deyja ella. Ef það hefði nú verið virkilega tígris- dýrið Ahriman, sem hafði tekið kóngsdótt- urina, þá yrði víst þessi saga ekki lengri. Pví kóngstígrisdýr hlíflr engu, ekki einu sinni þeirri inndælustu kóngsdóttur, sem til er á jörðinni. En nú var það ekki svo. Það var galdrakarlinn Hirmu, sem hafði notað sér dýraatið til þess að framkvæma skipun húsbónda síns fyrir sjálfan sig. Hann hafði skift sínu hjarta við tígris- dýrið, og meðan hans hjarta lifði, gat tígrisdýrið ekki dáið. En nú leizt hon- um svo vel á kóngsdótturina, að hann vildi ekki láta slíkan fjársjóð sér úr greip- um ganga, og ásetti sér að eiga. hana heldur sjálfur. Og í stað þess að flytja hana til Bom Bali, risakóngsins í Túran, flutti hann hana moð sér heim norður til Lapplands Nú var haust og myrkur i Lapplandi. Lappake.rlingin Piinpedora sat við eldinn inni í tjaldinu og sauð graut, en sonur hennar Pimpepantore beið eftir grautn- um, og horfði altaf ofan á hrcinskinns- stigvélin sin. Pimpepanture var mesta meinleysisgrey, en bæði heimskur og latur. Hirmu pabbi hans hafði viljað gera úr honum galdrakarl, en það dugði ekki. Svo vildi Pimpepanturo miklu heldur éta og sofa, heldur en læra að vinna neitttil

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.