Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
3
MTNNINQftR -
§
JÓLIN 1913
Allir Hafnfirðingar kann-
ast við Gísla Sigurgeirsson
fyrrv. verkstjóra, enda er
hann fæddur og uppalinn
hér í bæ, og hefur alið hér
ailan sinn aldur. í eftirfar-
andi þætti segir Gísli frá
reijnslu, er hann hlaut ung-
ur maður, og haft hefur var-
anieg áhrif á viðhorf hans
til iífsins.
Vorið 1913, þegar Runólfur
sál. Þórðarson organisti varð að
láta af störfum sem organisti við
Garðakirkju sökum veikinda, þá
sótti ég um það starf og var ráð-
inn organisti við kirkjuna. Eg
fann það þá, að ég var ekki þessu
starfi vaxinn, hvað menntun
snerti, en hugsaði mér að auka
á þekkingu mína í þeim efnum,
enda þá aðeins 20 ára gamall.
Um haustið fór ég svo að æfa
söngflokk kirkjunnar eftir beztu
getu, og eftir ósk séra Árna
Björnssonar, er þá var nýtekinn
við Garðaprestakalli, fór ég að
æfa hátíðasöngva séra Bjarna
Þorsteinssonar. Var nú æft af
kappi jólasöngvar og hátíðasvör.
Þetta sumar var Fríkirkjan í
Hafnarfirði byggð, og fór vígsla
hennar fram þann 14. des. Þann
dag hljómuðu kirkjuklukkur í
fyrsta sinn í Hafnarfirði og köll-
uðu íbúana til guðsþjónustu.
Organisti í hinni nýju kirkju var
Friðrik Bjarnason tónskáld, og
hafði hann æft fjölmennan kór
fyrir vígsluna og jólahátíðina.
Um þetta leyti er langt komið
söngæfingum hjá mér fyrir jóla-
hátíðina, en þann 17. des. er söng
æfing hjá mér í Gamla barnaskól-
anum, þar sem nú er Suðurgata
10, en þar fórú æfingar fram fyr-
ir Garðakirkju. Undanfarna daga
hafði ég verið hálflasinn.
I mér var einhver ónotahroll-
ur og skjálfti, og mér fannst alls
staðar kallt, þar sem ég kom. Að
æfingu lokinni, um kl. 10—11
um kvöldið, þegar ég var á leið
heim, var ég var við, að eldur
var uppi einhvers staðar í bæn-
um. Brunalúðrarnir gjalla og
kalla alla verkfæra karlmenn í
bænum til starfa. Mér fannst ég
verða að fara, enda þótt ég væri
svona lasinn. Þegar ég fór að
gæta betur að, kom í ljós, að
Böðvarsbræðrabúðin, þ. e. hús-
ið Strandgata 50 eins og það er
nú kallað, er að brenna. Ég er
við bruna þennan að bera sjó og
færa til vörur o. fl., þangað til
tekizt hafði að ráða niðurlögum
eldsins, en það var um kl. 2 um
nóttina. En þegar ég kem heim
er ég orðinn heldur aumingja-
legur, og er ég hef mælt í mér
hitann, kemur í Ijós, að hann er
41°. Næsta dag er svo læknis
vitjað, og segir hann mig vera
kominn með brjósthimnubólgu.
Er nú ekki að orðlengja það. Ég
ligg þarna með ofsahita, óþol-
andi takverk og fyrirsjáanlegt er.
að ég verð ekki kominn á fætur
fyrir jól, hvað sem öðru líður.
Ég ætla ekki að lýsa hugsunum
mínum daga og nætur fram til
blessaðra jólanna. Nótt og dag
var ég að hugsa um kirkjuna í
Görðum og jólasönginn. Dagarn-
ir líða. Hitinn er alltaf um 39
til 40°.
Nú geri ég boð fyrir Jóel Ingv-
arsson skósmíðameistara, en
hann var einn af kórfélögunum
og fer að ráðgast við hann, hvað
gera skuli, því að hann var sá
eini, er ég í augnablikinu sá lík-
legan til að leysa þennan vanda
fyrir mig. Varð það svo að ráði,
að liann spilaði fyrir mig og
stjórnaði söngnum um hátíðirn-
ar, en hátíðasöngvar Bjarna
Þorsteinssonar voru ekki sungn-
ir þar þessi jól, og ég held að
þeir hafi aldrei verið sungnir í
Gísli Sigurgeirsson
Garðakirkju eða Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði síðan, nema þá að
mjög litlu leyti. Nú kveið ég fyr-
ir jólunum, en áður höfðu þau
verið mér mikið tilhlökkunarefni.
Ég var í góðum foreldrahúsum
og foreldrar og systkini vildu
allt fyrir mig gera til að létta
mér byrðina. Móðir mín flutti
legubekk inn í herbergi mitt og
vék ekki frá mér nótt eða
dag, og vinur minn, Jón
Einarsson, sat hjá mér öll-
um stundum, þegar hann
var ekki við störf.
Svo komu blessuð jól-
in. Klukknr Fríkirkjunn-
ar sendu í fyrsta sinni á
jólum hljóma sína út yfir
Hafnarfjörð. Ég hlustaði
á þá hljóma í hrifningu,
en í stað þeirrar gleði er
þeir undir öðrum kring-
um stæðum hefðu vakið
í huga mér, þá grét ég nú.
Mig langaði svo til að vera frísk-
ur og geta verið við aftansönginn -ý
í Garðakirkju. Ég bað guð að
gefa mér þrótt, svo að ég gæti ^v
sem fyrst komizt á fætur og tek- js
ið til starfa. . vv
Aðfangadagskvöldið líður. Jól- \
in líða. Mér batnar ekki sjúkdóm-
urinn, og á milli jóla og nýárs
kveður Þórður læknir Edilons-
son upp úr með það, að skennnd
sé komin í annað lungað. Ég er
mjög veikur um nýárið og á ann- ^
an í nýári er ákveðið af læknin- \
um, að ég verði að fara á heilsu-
hælið að Vífilsstöðum, og kveðst
hann þegar vera búinn að útvega
hælisvist fyrir mig, og eigi ég að
vera í herbergi með ungum pilti
af Vestf jörðum. Einhvern veginn ^
hefur þessi ákvörðun um hælis- <é
vist þau áhrif á mig, að næstu
nótt sofna ég ekki dúr, og mér
leið afar illa. Alls konar hugsan- >v
ir flugu um huga minn. Hinar 'v
glæstu vonir, sem ég hafði gert
mér um lífið voru fallnar í rúst.
Ég fann það, að ég myndi aldrei
verða organisti í Garðakirkju
framar. Mér fannst, að allir
myndu verða hræddir við mig,
forðast mig, þar sem ég væri
komirin með berkla, enda var
litið til slíkra sjúklinga öðrum
augum fyrir rúmum 40 árum
heldur en gert er í dag. Þar sem
ég áður sá ljós í öllu og alls stað- \
ar, fannst mér nú komið myrkur, 'v
myrkur vonleysis og vanmáttar. 'v
Morguninn, sem ég átti að fara A
á Hælið, kom Þórður læknir til
mín, en hann kom á hverjum degi
alla mína legu. Hann var glaður
og reifur að vanda og spyr
hvernig líði. Móðir mín segir eins
og er, að líðan mín sé mjög bág- jt
borin. Segir læknir Jrá að bata-
von sé minni, ef leiðindi setjist
að sjúklingi og telur því bez.t,
að ég verði kyrr heima og sjá svo
til hverju fram vindí.
Verður þetta að ráði. Eru all-
ar rúður í glugga herbergis míns
(Framhald á bls. 5)
(jleiiley jcl!
Farsælt nýár!
Þökkum viöskiptin
á liðna árinu.
Olíufclagið h.í.
(jleliiey jci!
Landssmiðjan
GLEÐILEG JOL!
Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar.
' ■ >»»
'■ ■■
.
» ■'■p !'A
: ■"■■■: .'■:' '■■■■;; ; í ■;:.■;;■■
,
■'■■■■'■.v; i ■.
V • ;
V*
HAMARSKOTMOL
ÁRIÐ 1884.
A miðri mijndinni sést Böðv-
arsbræðrabúðin, sem getið
er um t grein Gísla Sieur-