Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.01.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.01.1956, Blaðsíða 1
010 Aífo ALÞYÐUBLAD HAFNARFJARÐAR XV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 7. JANÚAR 1956 1. TÖLUBLAÐ ARAMOTIN Það er venja við áramót að líta yfir farinn veg og reyna að shjggnast inn í framtíðina. Hið fyrra er mun auðveldara en það síðara, þó að hvorttveggja geti verið æði mndasamt. Arið sem leið var í mörgu erfitt einkuni þeim, sem búskap ráku á Suður- og Vesturlandinu. Oðrum var það í mörgu hagstætt. j Afli mun hafa verið góður, al- mennt, nema síldveiðin fi/rir Norðurlandinu. Síldaraflinn hér við Faxaflóa var ágætur. Atvinna hefur verið nægileg a. m. k. hér í bæ. Byggingar munu hafa verið meiri hér í bæ, en nokkurn tím- ann áður og afkoma bæjarbúa góð, almennt séð. Bæjarreikningar Hafnarfjarð- ar, sem ræddir eru hér á öðrum stað 'i blaðinu, sýna mjög góða útkomu ársins 1954. Bera þeir með sér að haldið er á ffármál- um bæjarins af festu og gætni og þó leitast við að koma til móts við óskir bæjarbúa eftir því, sem tekjur bæjarfélagsins framast leyfa. Menn virðast almennt ekki gera sér Ijóst, að kröfur á hend- ur bæjarfélaginu ásamt stækk- un og útþenslu bæjarins þijða aukin útgjöld úr þeirra eigin vasa. Þegar menn því gera kröf- ur til -bæjarfélagsins um fram- kvæmdir eða fjárframlög, þurfa þeir fyrst að gera upp við sig sjálfa, hvort þeir vilji borga sinn hluta þess kostnaðar, sem fram- kvæmdin hefur í för með sér. A síðastliðnu ári hefur bærinn haft með höndum f\árfrekar um- bætur á gatnakerfinu. Hófust að- gerðir þessar á árinu 1954 með malbikun nokkurs hluta Reykja- víkurvegarins. Var framkvæmd- um þessum haldið áfram á árinu 1955 og þá malbikaður hluti Strandgötunnar, frá læknum og langleiðina suður að skipasmíða- stöðinni Dröfn. Auk þess hefur verið unnið mikið í nýju bæjar- hverfunum við lagningu gatna. Gatnagerð hér í bæ er að lík- indum erfiðari og því dýrari en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Veldur því hraunið, sem bærinn er byggður á. Er því mik- ið átak framundan í því efni. Á þessu nýbyrpða ári mun verða haldið áfram á þeirri braut, sen\ liðna árið markaði með fram kvæmdir bæjarfélagsins, bygg- ingu fiskiðjuvers bæjarútgerðar- innar, bókasafnið og önnur þau verkefni, sem að kalla, eftir því sem fé og aðrar aðstæður leyfa. Við skulum vona, að hið ný- byrjaða ár megi færa bæjarbúum bætta aðstöðu í lífsbaráttunni, aukna hagsæld og velmegun. Gleðilegt nýtt ár! Reikningar bæiarsjjóðs Hafnarfjarðar og- foaejarfyrirtaekja 1954 Skuldlaus eign bæjarins í árslok rúmlega 35 millj. - aukizt um 10 millj. síðan 1949 Reikningar bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og btejarfyrirtækja fyrir árið 1954 voru til 2. umræðu á fundi bæjarstjórnar hinn 20. des. s. 1. Sýna þeir, að hagur bæjarins er með ágætum. Tekjur bæjar- sjóðs árið 1954 var um 9,7 milljónir króna, en rekstrarútgjöld kr. 8,7 milljónir. Skuldlaus eign bæjarins er rúmlega 35 milljónir króna í árslok 1954, en var í árslok 1949 kr. 25 milljónir og hef- ur þannig aukizt um 10 milljónir kr. á s. I. fimm árum. Þó erui flestar eignir bæjarins mjög lágt metnar og sumar þær eignir, sem mörg önnur bæjarfélög taka inn á reikninga sína eru alls ekki uppfærðar á reikninga Hafnarf jarðarbæjar, t. d. gatnagerð og aðrar slíkar fjárfrekar framkvæmdir. Raunverulegar eignir bæj- arins eru því langt umfram það, sem tölur þessar gefa til kynna. Hverjir voru stofnendur „Lýsi & Mjöl?" Hamar er að reyna að koma því inn hjá lesendum sínum 12. des. s. 1., að það hafi ekki verið Jón Sigurðsson, Ásgeir G. Stefánsson og Adolf Björnsson, sem áttu frumkvæðið að því, að I-iýsi & Mjöl var stofnað, heldur Jón Gíslason og Ingólfur Flygenring!! Hver er sannleikurinn í máli þessu? Hann er sá, að Jón Sigurðsson átti hugmyndina að stofn- un fyrirtækisins, eins og allir þeir vita, sem til þekkja. Hins vegar var það Asgeir G. Stefánsson, sem beitti sér fyrir því, í Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðarbæjar, að hugmynd Jóns yrði að veruleika. I fundargerð Atvinnumálanefndar frá 2. nóv. 1945 segir orðrétt: „Formaður (þ. e. Ásgeir G. Stefánsson) vakti máls á, að nauðsyn bæri til að rannsaka möguleíka á að byggja hér beinamjölsverksmiðju og lifrarbræðslu. Var ákveð- ið í því sambandi að kalla saman fund með forráða- mönnum mótorbáta þeirra, sem gerðir eru út hér í bæ eða væntanlega verða starfræktir héðan, og ennfremur forráðamenn frystihúsanna hér og S. f. Malir og ræða þar slíkan möguleika til úrvinnslu úr fiskiúrgangi. Fund- ur þessi ákveðinn n. k. miðvikudag 7. þ. m. kl. 9 f. h., til að ræða þetta mál." Þetta frumkvæði Ásgeirs G. Stefánssonar og Atvinnumála- ^efndar varð síðan til þess, að Lýsi & Mjöl var stofnað. Auk Jóns og Asgeirs unnu þeir manna mest að málinu Adolf Björnsson, Óskar Jónsson og Jón Halldórsson, sem var kosinn í fyrstu stjórn félagsins, en var síðar bolað þaðan burtu af íhaldinu, sem vildi koma þar að sínum manni. Þetta er sannleikurinn í málinu, hvað svo sem málgagn Lysi & Mjöl lögbrjótanna, Hamar, segir. Of angreindar tölur sýna traust- an fjárhag bæjarins. Hinn öri vöxtur skuldlausra eigna bendir á örugga fjármálastjórn Alþýðu- flokksins Góður fjárhagur bæjarins er persónuleriur hagur hvers ein- asta bæjarbúa. Þess vegna hafa Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ávallt lagt mikla áherzlu á heilbrigðan og traust- an fjárhag bæjarins. Þrátt fyrir mikla erfiðleika, sem bæjar- og sveitarfélög eiga við að etja, til þess að geta látið þær tekjur, sem þeim eru nauðsynlegar nægja fyrir þeirri margvíslegu þjón- ustu, sem þeim ber að veita, þá hefur Alþýðuflokknum tekizt að standa öruggan vörð um f járhag Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn hefur beitt sér fyrir mörgum stórfelldum fram- kvæmdum, eins og kunnugt er, á undanförnum árum. Mörg verkefni bíða úrlausnar í sam- bandi við stækkun og útþenslu bæjarins, svo sem varanleg gatnagerð, hafnargerð og margt fleira. Þetta allt verður bærinn að framkvæma. Hins vegar er fjárhagsleg geta bæjarbúa tak- mörkuð. En meirihluta bæjarstjórnar mun takast, hér eftir sem hingað til, að samræma og tryggja þetta tvennt, framkvæmdir bæjarins annars vegar og f járhag hans í heild hins vegar. Bæjarútgerðin Árið 1954 varieitt það erfið- asta hjá Bæjarútgerðinni og nam tap útgerðarinnar um 1,7 millj. Hins vegar var starfsemi útgerð- arinnar og umsetning mjög mikil. Auk útgerðar togaranna þriggja hafði útgerðin með höndum salt- fiskverkun, harðfiskverkun og annaðist kolasölu í bæinn, en skorti tilfinnanlega aðstöðu til hraðfrystingar á fiski, en úr þeirri þörf er nú verið að bæta með byggingu hraðfrystihússins. Óbeinn hagnaður af bæjarút- gerðinni er mikill, þegar litið er LANDSBuk'ASAFN 212995 -íslands á þá atvinnu, sem hún veitir. Voru á árinu greidd í vinnulaun alls 10 til 12 millj. kr. auk þeirr- ar atvinnu, sem skapaðist við verkun afla af bæjarskipunum á öðrum vinnustöðum. Bæjarút- gerðin er því enn sami bjarg- vættur bæjarbúa í atvinnulegu tilliti og ávallt áður, en hins veg- ar er það staðreynd að rekstur- inn gengur nú orðið ískyggilega erfiðlega, sem og hjá öðrum út gerðarfyrirtækjum. Hafnarsjóður Tekjur af höfninni aukast nú árlega og er afkoma hafnarsjóðs 1954 mjög góð. Hrein eign hafn- arinnar er nú um 10 milljónir króna. Rafveitan Raf veitan er það f yrirtæki bæj- arins, sem veitir almennasta þjónustu. Sú starfsemi og þjón- usta snertir hvert einasta manns- barn í bænum dag hvern allt ár- ið um kring. Vegna útþenslu í bænum og mikilla byggingafram kvæmda verður rafveitan að verja stórum upphæðum í aukn- ingu á rafveitukerfinu, árlega, jafnframt því, sem verð á að- keyptu rafmagni og annar kostn- aður eykst hröðum skrefum. Reksturshagnaður hjá Rafveit- unnni árið 1954 var rúmar 60 þús. kr., en skuldlaus eign tæp- ar 4 milljónir. Eru ýmsar eignir fyrirtækisins lágt metnar. Bæjarbíó Rekstur Bæjarbíós gekk nieð ágætum árið 1954. Bíóið sýndi þá hverja myndina annarri betri, þ. á m. Önnu, sem gekk stöðugt í 13 vikur og sóttu hana yfir 30 þús. manns. Á árinu 1953 hóf Bíóið sjálft innflutning á mynd- um og hefur flutt inn margar úrvalsmyndir, sem vakið hafa gífurlega athygli, ekki aðeins hér í Hafnarfirði, heldur og í Reykja- vík og annars staðar. Aðsóknin hefur verið með ágætum og er það í röð f remstu Bíóhúsa á land- inu. Hagnaður af rekstri Bíósins árið 1954 var rösk 400 þús. krón- ur og runnu af því til sjúkrahúss- ins Sólvangs rúmar 300 þús. kr. Sólvangur Það var almennt reiknað með því, að rekstur hjúkrunarheimil- isins Sólvangur yrði allnokkur baggi á bæjarsjóði, en raunin varð sú, að stofnunin var rek- in án nokkurs halla árið 1954 og má það gott heita. Byggingin sjálf og öll-tæki og innbú hefur kostað, samkvæmt reikningi, rúmar 5,5 milljónir króna, og bendir það til að gætt hafi ver- ið þar mikillar hagsýni. Mest er þó um vert þægindi þau og ör- yggi, sem stofnun þessi er öldr- uðu og sjúku fólki í Hafnarfirði. Ber að þakka og meta það mikla mannúðarstarf, sem þar hefur verið unnið. Skuldlaus eign stofn unarinnar er um 3,3 milljónir króna. Af þessu stutta yfirliti um reikninga bæjarins og bæjar- fyrirtækjanna fyrir árið 1954, má sjá, að vel hefur verið á málunum haldið og í hvívetna gætt fyrirhyggju og hagsýni. Jóiatrésskemmtanir Alþýðuflokksíélaganna Eins og að undanförnu héldu Alþýðuflokksfélögin jólatrés- skemtanir fyrir börn og eldra fólkið. Voru skemmtanir þessar afar vel sóttar og skemmti fólk sér hið bezta. Jólatrésskemmtanir barnanna á 3. í jólum voru þær fjölsótt- ustu, sem Alþýðuflokksfélögin hafa nokkurn tímann haft. Voru börnin mjög ánægð og prúð og skemmtu sér hið bezta. Jólasveinninn kom og heim- sótti börnin. Sýnd var kvikmynd og síðan dansað. Á jólatrésskemmtun eldra f ólksins, 29. desember, voru flutt- ar margar stuttar ræður og ávörp, sungið, dansað, spilað og lesið upp. Þeir, sem mál fluttu þar, voru: Magnús M. Lárusson, Jó- hann Þorsteinsson, síra Guð- brandur Björnsson, Eyjólfur Stef ánsson, Guðlaugur Einarsson og Vilbergur Júlíusson. Guð- mundur Gissurarson stjórnaði jólatrésskemmtununum öllum af mikilli prýði. Voru samkomu- gestir hinir ánægðustu.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.