Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Leikfélag'lð sýnir brsiðlegra enskan gfamanleik Fyrir skömmu síðan var blaðamönnum við hafnfirzku blöðin boðið að vera viðstaddir æfingu á enskum gamanleik, sem Leikfélag Hafnarfjarðar hyggst hefja sýningar á í enda þessa mánaðar eða um næstu mánaðarmót. Hér er um að ræða verk eftir enska leikrita- höfundinn Philip King, og nefn- ist það á frummálinu „See how they run“, en ekki hafði því ver- ið gefið íslenzkt nafn, er síðast til fréttist. Þýðingu hefur annazt Ævar R. Kvaran, leikari. Þótt suinum kunni að finnast undarlegt svona í fyrsta bragði, þá er það nú svo, að æfingar fara fram í spennistöðinni við Oldugötu. Aðstaðan er þar ágæt til æfinga. Er hér um mikla bót að ræða frá því, sem áður var, þegar leikfélagið hafði engan fastan aðseturstað til að venda. Urðu leikendur þá oft að æfa í Bæjarbíói eftir sýningar á kvöldin, og stóðu æfingar þá stundum fram undir morgun. Var sú aðstaða skiljanlega mjög erfið, þar sem leikstarfsemin er aukastarf leikendanna, og þurfa þeir að fara til vinnu á morgnanna. Bæði leikstjóri og leikendur sögðu, að rafveitu- stjóri ætti miklar þakkir skilið fyrir sérstaka velvild og hjálp- scmi í sambandi lán húsnæðis til leikfélagsins. LEIKURINN Eins og að ofan getur, er hér um að ræða gamanleik. Er hann í þremur þáttum. Okkur blaða- mönnunum gafst kostur á að sjá fyrstu tvo þættina. Fyrsti þátturinn er fremur hægur, en síðari þættirnir einkennast af gáska og gríni, og skemmtu þessir fáu áhorfendur sér kon- unglega við að horfa og hlusta á leikinn. Sem sagt, hér er á ferð einkar skenuntilegt stykki, sem á vafalaust eftir að létta skapið í fólki nú í skanundeg- inu. Leikstjóri er Steindór Hjör- leifsson, og er þetta jafnframt annað leikritið, sem hann setur á svið hjá leikfélaginu. I fyrra stjórnaði hann sýningum á Hringekjunni, en það var fyrsta | Jeikritið, sem hann setti á svið á sinni leikstjórnartíð. Steindór hefur getið sér gott orð sem leikari bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Karl Sigurðsson kemur fram sem séra Lionel Toop, hinn virðulegi prestur, sem lendir í skemmtilegum „ævintýrum“. Sigurður Kristinsson leikur bisk- up, sem eigi lieldur fer varhluta af ýmsu skenuntilegu. Hina gáskafullu vinnustúlku Idu leik- ur Svana Einarsdóttir. Hér kem- ur einnig fram virðuleg pipar- jómfrú, sem Margrét Magnús- dóttir leikur. Með hlutverk prestsfrúarinnar, Penelopu, fer Auður Guðmundsdóttir. Ragn- ar Magnússon gerist hermaður í leiknum og bregður sér í hlut- verk Clive Winton Corporals. Sverrir Guðmundsson leikur strokufanga, sem hefur í frammi ýmis bellibrögð. Valgeir OIi Gíslason leikur séra Arthur Humprey, Gunnlaugur Magnús- son leikur liðþjálfa. Það er ekki rétt að svo komnu máli, að geta atburðarásarinnar í leiknum, en því mun verða gert skil eftir að sýningar hafa haf- izt. Það má teljast fullvíst, að þeir, sem ánægju hafa af léttu efni, munu ekki verða fyrir von- brigðum með þetta stykki. Karl Sigurðsson og Margrét Magnússon leika með sem gest- ! ir, en þess má geta, að þau hafa bæði leikið áður með leikfélag- inu. Leiksviðsstjóri er Guðmundur Þorleifsson, ljósameistari Gunn- laugur Magnússon, hvíslari Sína Arndal, en leiktjöld hefur málað Bjarni Jónsson. LEIKFÉLAGIÐ Leikfélag Hafnarfajrðar varð 25 ára á síðasta ári. Sýningar Sitjandi frá vinstri: Svdna Einarsdótiir, Auður Guðmundsdóttir, Margrót Magnúsdóttir. — Standandi frá vinstri: Sína Arndal (hvíslari), Ragnar Magn- ússon, Sverrir 'Guðmundsson, Sigurður Kristinsson, Karl Sigurðsson og Steindór Hjörlcifsson (leikstjóri). — A myndina vantar Valgeir Óla Gíslason og Gunnlaug Magnússon. hafa verið alls frá byrjun 572, og er þetta leikrit 42. i röðinni. Félagsmenn í félaginu eru ekki margir, eða um 36, og er Sig- urður Kristinsson nú formaður. Æfingar á hverjum leik eru á milli 40 og 50. Síðustu vikurnar fyrir frumsýningu eru æfingar að jafnaði 6 kvöld í viku. Fer mikill tími í þetta hjá leikend- um, og þess skal getið, að þeir leika endurgjaldslaust. Til marks um það, hve áhuginn er mikill, má geta þess, að Auður Guðmundsdóttir, sem er 5 barna móðir, mætir á allar æfingar. Hér leggur þetta fólk mikinn og óeigingjarnan skerf til menn- ingar okkar Hafnfirðinga. Fjárhagur leikfélagsins er þröngur. Uppsetning leikrita kosta mikið fé, en aðsóknin er ekki svo góð, sem æskilegt væri. | Hafnfirðingar eru hvattir til að styðja og efla þetta félag, sem gegnir svo stóru hlutverki í okk- ar bæjarfélagi eftir mætti, en það verður bezt gert með auk- inni aðsókn að leiksýningum þess. Leikfélagið hefur oft sýnt í nágrenni bæjarins þau leikrit, sem til meðferðar hafa verið, og hefur þá aðsókn oft verið mun betri en hjá Hafnfirðingum sjálfum. Það má benda á, að verða aðgöngumiða er mjög í hóf stillt, t. d. er aðgöngumiða- verð hjá Þjóðleikhúsinu mun hærra. Leikfélagið fær kr. 10 þús. styrk frá bænum og kr. 8 þús. frá ríki. Leikstjóri lét þess getið að lokum, að æskilegt væri, að leikfélagið tæki fleiri en eitt leikrit til meðferðar á ári hverju. Það hlýtur að vera von sem flestra, að svo megi verða hið fyrsta. veljið vegnft þér kftupid ngjft bifreid þér Simcft eftirtftlimift kostn: Bergur Lurusson 1. Simca er falleg í útliti 2. Simca er sterkbyggð 3. Simca er sparneytin 4. Simca er rúmgóð miðað við stærð 5. Simca er þægileg í akstri 6. Simca er ódýr Brautarholt 22 - Reykjavík - Sími 17379

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.