Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Blaðsíða 1
1 afnaðarstefnan er stefna alþýðunnar ALÞYDUBLAD Verzlið við þá, sem auglýsa í Alþýðu- blaði Hafnarfjarðar IHIAJF fcl Aim IFJJ AIRHD) AIRÍ XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 23. FEBRÚAR 1962 3. TÖLUBLAÐ Sólvangur er óbrotgjarn minnisvarði um farsæla stjórn Alþýðnflokksins í bæjarmál- um Hafnarf jarðar Ilvít, tígulleg og stílhrein bygging blasir við auguin vegfarandans, sem leggur leið sína upp með læknum í Hafnarfirði. Þetta er Sólvangur, stofnun, sem stendur nærri hjarta hvers Hafnfirðings. Þarna er athvarf fjölda gamalmenna. Þarna fá þau ágæta aðbúð og aðhlynn- ingu og njóta hvíldar eftir oft langt og strangt ævistarf. Þarna eru yngstu borgararnir í heiminn bornir og þarna starfar heilsuverndarstöð og er það ómetanlegt heil- brigðislegu öryggi bæjarbúa. En hverjum er það að þakka, að Hafnarfjörður á þennan Sólvang í orðsins fyllstu merkingu? Það er fyrst og fremst framsýni hinna fjölmörgu Hafnfirðinga, sem fólu Alþýðuflokknum mál- efni sín. Þeir treystu Alþýðuflokknum og sagan sýnir að þeim varð að trú sinni. Það voru Alþýðuflokksmenn sem hófu baráttu fyrir byggingu Sólvangs og báru hitann og þungann af því veglega verki. Árið 1944 var kosin byggingarnefnd elliheimilis, sjúkrahúss og fæðingar- deildar og var Guðmundur heitinn Gissurarson formaður þeirrar nefndar og hafði hann alltaf alla umsjón með byggingarframkvæmdunum. Árið 1947 var svo hafizt handa um bygginguna og hinn 25. október 1953 var hið nýja hjúkrunarheimili Hafnarfjarðar vígt. Þá höfðu margir mætir menn lagt gjörva hönd að verki og eiga þeir þakkir fyrir það. Ekki er hægt að nefna svo byggingu Sólvangs, að ekki sé um leið nefnt Bæjar- bíó. Bæjarbíó var eitt af þrætueplum Alþýðuflokksins og íhaldsins. Sjálfstæðismenn- irnir sögðu: Ekkert Bæjarbíó. Alþýðuflokksmennirnir settu það á stofn. Sjálfstæðis- nienn reyndu með öllum ráðum að knésetja þennan rekstur, en Alþýðuflokksmenn stýrðu Bæjarbíói gegn um brimrót og boða íhaldsins og kornu því heilu í höfn. Og nú hefur Bæjarbíó, t. d. á 7 ára tímabili, getað lagt af mörkum til Sólvangs 1 millj. 430 þús. kr. Þannig hefur Bæjarbíó verið einn af meginþáttunum í því, að gera Sólvangsdrauminn að veruleika. Sagan hefur þegar dæmt þetta og önnur verk Alþýðuflokksins og sagan er réttlátur dómari. Sólvangur hefur átt því láni að fagna að þangað liefur ráðist gott starfsfólk °g stjórn hans liefur alltaf verið í höndum valinkunnra sæmdarmanna, fyrst fyrrv. forseta bæjarstjórnar Guðmundar heitiris Gissurarsonar og síðar Jóhanns Þorsteins- sonar núverandi forstjóra Sólvangs. Alþýðublað Hafnarfjarðar sneri sér til Jóhanns °g lagði fyrir hann nokkrar spurningar um reksturinn á síðastliðnu ári og er við- talið við hann á 3. síðu. Sólvangur í jólabúningi. Framkvæmdir í varan- legri gatnagerð - Reykja- vík að baki Hafnarfirði Á árunum 1954—1962 var meðaltal íbúafjölda í Reykja- vík 10,6 sinnum hærri en í Hafnarfirði. Þess vegna liefði það verið eðlilegt, að Reykjavík liefði 10,6 sinnum meiri framkvæmdir t. d. í varanlegri gatnagerð en Hafnarfjörð- ur. En hverjar eru staðreyndirnar í þessu máli? Þær eru í stuttu máli þessar: Á þessu árabili frá 1954—1962 hafa verið steyptar og malbikaðar götur sem hér segir: Hafnarfjörður hefur í ferm. Malbikað .. 11.990 Steypt ....... 3.620 Alls 15.610 Reykjavík Reykjavík átti að gera vantaði upp á Reykjavík í ferm. í sam- í ferm. í sam- hefur í ferm. anb. við Hf. anb. við Hf. 105.783 127.094 21.319 15.671 38.372 22.701 121.454 165.466 44.020 Á árinu 1961 voru 253 íbúðir í smíðum Nýlega hefur Alþýðublaði Hafnarfjarðar borizt í hendur yfirlitsskýrsla byggingarfulltrú- ans í Hafnarfirði um byggingar- framkvæmdir í bænum á árinu sem leið. Þar kemur í ljós, að 161 stcinhús hafa verið í smíð- um sl. ár. og í þeim hafa verið 252 íbúðir að stærð samtals 102.725 rúmmetrar. Eitt timbur- hús var í smíðum og var það ein íbúð. Á árinu 1961 var lok- ið við 22 steinhús með 39 íbúð- um samtals að stærð 15.117 rúmmetrar. Þannig varð liver íbúð að meðaltali 687 rúmmetr- ar. Stærð íbúðanna skiptist þann ig miðað við fjölda herbergja auk eldhúss: 1 íbúð með 1 her- bergi, 2 íbúðir með 2 herbergj- um, 1 íbúð með 3 herbergjum, 14 íbúðir með 4 herbergjum, 17 íbúðir með 5 herbergjum, 3 íbúðir með 6 herbergjum og 1 íbúð með 7 herbergjum. Á ár- inu var byrjað á 13 íbúðarhúsa- byggingum með 14 íbúðum samtals 6.415 rúmmetrar að stærð. Iðnaðar-, verzlunar- og skóla- hús, sem voru í smíðum á árinu voru samtals 21 og voru 68.226 (Framlrald á bls. 4) Reykjavík vantar þannig rúma 44 þúsund fermetra til þess að þola samanburð við Hafnarfjörð í varanlegri gatna- gerð á þessum árum. Flokksskrifstofa Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu er opin á hverju kvöldi frá klukkan 8—10. Flokksfólk er hvatt til að hafa sam- hand við skrifstofuna, sími 50499.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.