Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ' í STUTTU MÁU UNDIRBÚNINGUR að bijggingu smábáta- bryggju er í fullum gangi. Vitamálasljóri hefur verið beðinn að panta nauðsynlegt efni til bryggjugerðarinnar. Þá hafa menn á vegum vitamálaskrifstofunriar verið liér að undanförnu að at- huga botnlag liafnarinnar fyrir innan nýju bryggjuna framundan verkamannaskýlinu með byggingu smábátabryggju fyrir augum. ★ ÆSKULÝÐSRÁÐ hefur fengið aukið liúsrúm til afnota, en pað er í nýja Öldutúnsskólanum. Þess vegna hefur verið hægt að auka á fjölbreytni þessarar starfsemi. Nú eru t. d. nýbyrjuð þar tvö sjóvinnunámskeið og tvö námskeið í mósaik- vinnu, svo að eitthvað sé nefnt. Yngvi Rafn Baldvinsson hefur verið formaður æskulýðsráðs frá upphafi þess. ★ ÞAÐ VAKTI ALMENNA ATIIYGLI hér í bæn- Þakkað fyrir 50 ára Þrastasöng Hinn 19. fehrúar 1912 komu saman 10 menn í barnaskólahúsinu (gamla) í Hafnarfirði og stofnuðu Karlakórinn Þresti. Forgöngumaður að stofnun kórs pessa var Friðrik Bfarnason, kennari og tónskáld, og átti hann tillöguna að nafni kórs- ins. Friðrik Bjarnason tókst þegar á hendur söngstfórn kórsins og var söngstfóri Þrasta 12 ár samfleytt. í dag lifir ennþá Karlakórinn Þrestir góðu lífi og átti því 50 ára afmæli sl. mánudag. Það er mikil gæfa hverfu hæfarfélagi að eiga slíka menningarstofnun starf- andi, sem góður karlakór vissulega er. Þeir eru ekki ófáir Hafnfirðingarnir, sem notið hafa hamingju góðs félagsskap- ar í Þröstum, notið þess að ganga á vit sönggyðfunnar í hópi glaðra félaga, not- ið þess að eignast hlutdeild i því mikla starfi sem liggur að haki 50 ára sögu kórs- ins. Þó eru hinir Hafnfirðingarnir ennþá fleiri, sem notið hafa ávaxtanna af því starfi sfálfum sér til ánægju og þroska. Því segja allir hæjarhúar einum munni: Heill ykkur Þrestir á 50 ára heiðursdegi, — hjartans þakkir fyrir allan sönginn, — megi hamingfa og heill fylgfa störfum ykkar hér eftir sem hingað til. um, þegar bæjarfulltrúar Sjódfstæðisflokksins undir forystu Páls V. Daníelssonar greiddu, allir sem einn, atkvæði gegn því að fjárveitingin til skólabygginga á fjárhagsáætluninni í ár, væri hækkuð í eina milljón krónur, þrátt ftyrir það, að öllum sé Ijóst, að stórt átak þarf að gera í þe'ssum málum, — og það fljótt, — ef hin öra fólksfjölgun í bænum á ekki að setja bæjarfélagið í óhugnanlegan vanda í húsnæðismálum skólanna. Menn velta því mjög fyrir sér þessa dagana, hver sé eiginlega þáttur fræðslu- ráðsmannsins Páls V. Daníelssonar í skólamálum Hafnfirðinga. ★ Á SÍÐASTA bæjarstjórnarfundi var samþykkt að veita til Hellisgerðis 85 þusund krónum, en Ilellisgerði hefur löngum verið stolt og augnayndi bæjarbúa. ★ Á ÞESSUM sama bæjarstjórnarfundi var sam- þykkt að heimila bæjarstjóra að taika lán til vatrisveitufram- kvæmda að upphæð kr. 1.000.000.00 hjá Tryggingarstofnun ríkis- ins. ★ IIUGMYNDASAMKEPPNI um skipulag bæjar- ins lauk í byrjun þessa mánaðar. Dómnefndinni munu liafa bor- ist 8 tillöguuppdrættir. Þeim verður öllum komið fyrir í nýju Öldutúnsskólanum, en þar mun dómnefndin skoða þá og kveða upp úrskurð sinn. Þegar dómnefndin hefur lokið störfum munu tillöguuppdrættirnir verða almenningi til sýnis í skólanum. ★ LANDLEIÐIR liafa nú breytt ferðum sínum í bænum og tekið upp fdstar ferðir að Sólvangi, eins og auglýst er annars staðar í blaðinu, Er þetta til mikils liagræðis fyrir bæjarbúa. ★ ÞAÐ HEFUR VAKIÐ nokkra athygli í bænum, að Hamar hefur ekki sagt eitt aukatekið orð um þær upplýsing- ar Vegamóta, að Páll V. Daníelsson þiggi 15 þúsund krónur í bílastyrk hfá vinnuveitenda sínum. „Er það kannski ekki sama lwer það er, sem bílastyrkinn fær?“ spyrja menn.“ Eða er hag- speki hagstjóraris eitthvað öðruvísi í Reykjavík en í Hafnarfirði og þá hvers vegna?“ Mjór er mikils vísir. Eins og áður er sagt voru 10 menn á stofnfundi Þrasta, en 12 voru þeir orðnir, eins og postularnir, þegar þeir héldu fyrstu opinberu söngskemmtun sína hinn 4. apríl 1912 í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði. I dag, 50 árum seinna, þegar Karlakórinn þrestir er orðinn elzti starfandi karlakór á land- inu, eru söngmenn orðnir 47, en styrktarfélagar kórsins um eða yfir 500. Þó ekki væri nema þetta nefnt talar það sínu máli um það, hvernig kórinn hefur leyst hlutverk sitt af hendi. Á ýmsu hefur gengi'Ö í 50 ára starfi. I stuttri blaðagrein er ekki hægt að rekja 50 ára sögu Þrasta, nema aðeins stikla á því allra stærsta. Það ber margt við í styttri sögu. Eitt af þeim vandamálum, sem oft hefur ver- ið erfitt að leysa, er að ná í góðan söngstjóra, enda mun tala söngstjóra ná töluvert á annan tuginn á þessu tímabili. Meðal þeirra má finna marga af kunn- ustu tónlistarmönnum landsins. Lengst hafa þeir stjórnað kórn- um, Friðrik Bjamason, fyrsti söngstjóri hans, og Jón Isleifs- son, sem oft og iðulega liefur stjórnað kórnum og er söngstjóri hans í dag. Fyrsti formaður Þrasta var Salómon Heiðar og var hann formaður fyrstu fimm árin, en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Hann varð síðar formaður Sam- bands íslenzkra karlakóra um skeið. Bjarni Snæbjörnsson læknir var lengi formaður Þrasta og hélt m. a. uppi söngæfingum kórsins um nokkurra ára skeið, þegar Þrestir voru söngstjóra- lausir. Árið 1936 verður svo Guðmundur heitinn GissurarSon formaður Þrasta og hefst undir forystu hans mikið blómaskeið hjá kórnum. Vann hann mikið og fórnfúst starf í þágu kórsins og eiga Þrestir honum mikið að þakka. Núverandi formaður Þrasta er Stefán Jónsson. Hann hefur reynst ötull og duglegur forustumaður kórsins og á stór- an þátt í því, hve myndarlega kórinn minnist þessara tíma- móta. Þótt ekki séu aðrir nefnd- ir hér að sinni, liggur þó í aug- um uppi, að hinir ýmsu menn, sem setið hafa í stjórn Þrasta á ýmsum tímum, hafa skilað FriSrik Bjarnason, tónskáld, og stofnandi Karlakórsins Þrasta. bæði góðu og gagnmerku verki, sem aldrei verður ofmetið. — Stjórn Karlakórsins Þrestir er nú skipuð þessum mönnum: Stefán Jónsson, formaður, Benedikt Einarsson, Páhni Ágústsson, Magnús Guðjónsson, Stefán (Framhald á hls. 5) Fremsta rtið, frá vinstri: Sigurður Stefánsson, Btiðvar B. SigurSsson, Geir Þorsteinsson, Páll Þorleifsson, Pálmi Agústsson, SigurSur Þorláks- son, Stefán Jónsson, form., Jón ísleifsson, söngstjóri, Benedikt Eirtars- son, Magnús Guðjónsson, Stefán Sigurðsson, Þórður B. Þórðarson, Vigfús Sigurðsson, Þorleifur Guðmuiulsson, AðalsteiUn Þórðarson. — Miðrtið: Ingvi Guðmundsson, Guðni Kristjánsson, Bjarni Þórhallsson, Ólafur Ei/jólfsson, Hinrik V. Jónsson, Jón Ingi Sigursteinsson, Bjtirn Jónsson, Ólafur Norðfjtirð, Magnús Magnússon, Marinó Þorbjörnsson, Kristinn Guðjónsson, Páll Ilelgason, Svavar Júliusson, Þórður Stef- ánsson, Júlíus Sigurðsson, Magnús Sig. Kristinsson, Jóhann Kr. Bjtirns- son. — Aftasta rtið: Pétur Þorbjörnsson, lltirður Vigfússon, Btiðvar J. Guðmundsson, Gunnar Bjarnason, Skidi lngvarsson, Sigursteinn Jóns- son, Ragnar Jónsson, Pétur Asgeirsson, Friðgeir Kristjánsson, Jónas Guðvarðsson, Kristinn Jóhannsson, Hafsteinn Sigurþórsson, Einar lngvarsson, Brynjólfur ÞorbjörnssOn, Ingvar ívarsson, Agúst Jónsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.