Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.04.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.04.1962, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 4 ■ ■ . -................... ■■■ ... =3* ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: ALÞÝÐUF'LOKKURINN í IIAFNARFIRÐI Hitstjóri og ábtjrgðarmaður: IIÖRÐUR ZÓPIIANÍASSON Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu, stmi 50499 PHENTSMIÐJA HAFNAHFJARDAH H.F. L-...:■ .._......- . ■ ■ ■ J N0KKR5R jSTADREyNOlR Hofnormól íhaldið seldi gömlu bryggjuna, einu bryggjuna, sem þá var í bænum, úr eigu bæjarins til einstaklinga. Þetta var 1919, en enn þann dag í dag er það sama sinnis og varði þetta opinberlega sl. sumar í málgagni sínu Hamri. íhaldið hefur því sýnilega ekkert lært af reynsl- unni í þessum málum öll þessi ár. Þegar Alþýðuflokkurinn komst til valda 1926 hófst hann þegar handa í hafnarmálunum og 1930 var nýja bryggjan smíðuð. Hún hefur gegnt góðu og mikilvægu hlutverki í hafnarmálum Hafnfirðinga, en er í dag ónóg bátaflotanum. Enda er undirbúningur að bygg- ingu nýrrar smábátabryggju í fullum gangi og verður hafizt handa um sjálfa bryggjusmíðina nú á næstunni. Þegar íhaldið lét af stjórn bæjarins 1926, átti bærinn ekkert hafnannannvirki, (gamla bryggjan var seld), dýr- mætar lóðir við höfnina höfðu ýmist verið seldar eða leigðar einstaklingum með erfðafesturéttindum til langs tíma fyrir ákaflega lítið gjald. Þegar Alþýðuflokkurinn fær svo völdin er breytt um stefnu. Bæjarfélagið stefnir að því að eignast fasteignir við höfnina, ný bryggja er byggð og „gamla bryggjan“ keypt. Síðan voru hafnargarðarnir gerðir, og nú á síð- asta kjörtímabili núverandi bæjarstjórnar er byggður nýi hafnarbakkinn, sem kostaði rúrnar tíu milljónir króna. — Þá fyrst förum við að verða samkeppnis- færir við aðrar hafnir, eins og glöggt hefur sézt á hinum auknu skipakomum til Hafnarfjarðar. Það hefur því kostað þrjátíu og fimm ára þrotlaust erfiði að vinna upp skeytingarleysi íhaldsins í hafnarmálum Hafnfirð- inga. Svo dýr varð ráðsmennska íhaldsins í bæjarmál- efnum Hafnarfjarðar. „Hags/ónirnAr" n borði ihnldsins í sumar sagði Hamar, að sjálfsagt hefði verið fyrir bæjarfélagið að selja gömlu bryggjuna, „til þess að losa um það fjármagn, sem þar var fast.“ Sömuleiðis hefur Sjálfstæðisflokkurinn vafalaust haft það sama í huga, þegar íhaldsforkólfarnir ætluðu að selja sjálfum sér verðmikil hlutabréf í Lýsi & Mjöl á lágu verði og létu sér ekki segjast að þetta væri rangt bæði siðferðilega og lagalega, fyrr en Hæstiréttur staðfesti það. Þegar strætisvagnaferðir innan bæjar voru til um- ræðu í bæjarstjórninni í vetur, sagði einn Sjálfstæðis- fulltrúinn að sjálfsagt væri hægt að fá duglega einstakl- inga til að starfrækja fjölförnustu leiðirnar í bænum, en hina fáfarnari leiðir í „útskeklana“ yrði bærinn senni- lega að taka í sínar hendur, því að þær munu aldrei borga sig. Sem sagt einstaklingarnir fá gróðaleiðirnar en bærinn að hirða tapið. Það er ekkert undarlegt að flokkur með þessar hugmyndir gefi út kjörorð rétt fyrir kosningar svo hljóðandi: „Engin ábyrgð bara brögð“. Þetta er virðingarverð hreinskilni, en það sama verður ekki sagt um hugsunarháttinn, sem að baki liggur. Senni- lega er hvergi á öllu landinu til aumara íhald en hér í Hafnarfirði. En þó skal það ekki fullyrt hér að óreyndu Hugmyndasamkeppni um skipnlag mið- bæjarins lokið (Framhald af bls. 1) frá íbúða- og iðnaðarhverf- um, ásamt tengingu þeirra og hafnarinnar. 2. Stærð miðbæjarkjarnans í hlutfalli við væntanlegan íbúafjölda Hafnarfjarðar, nýtnihlutfalla og bifreiða- stæða. 3. Staðsetning opinberra bygg- inga, torgmyndana og af- stöðu til umferðar. 4. Núverandi byggðar og var- anlegra mannvirkja á sam- keppnissvæðinu. 5. Viðhorf til hafnarmann- virkja. Miðbærinn er tengdur Reykja víkurvegi að norðan og Reykja- nesbraut að sunnan með Strand- götu, sem í dag er meginum- ferðaræð miðbæjarins. Með sí- aukinni bílaumferð er fyrirsjá- anlegt að Strandgatan verður ófullnægjandi og óheppileg sem aðalæð í gegn um miðbæjar- i kjarnann. Eitt veigamesta at- riði samkeppninnar er því að sýna lausn á þessu máli og tengingu svæðisins í austur. Miðbæjarsvæði Hafnarfjarð- I ar er nálega 6,7 ha., ef með er tekinn sá hluti svæðisins sunn- an Lækjar, sem gegnt getur miðkjarnaþjónustu og er ca. 1,7 ha. Miðað við að síðastnefnt svæði verður ódrjúgt, þykir hæfa að gera ráð fyrir nýtnihlutfalli 0,6 og miðbæjarþörfum sem svara 2 m2 gólfflatar á íbúa. Umrætt svæði mun því nægja 20.000 manna byggð. Með tilliti til íbúafjölgunar í Hafnarfirði undanfarin ár, má ætla að miðbæjarsvæði þetta rnuni fullnægja þróun bæjarins næstu tvo til þrjá áratugina. Til að fullnægja þessum þörfum mun þurfa 40.000 m2 gólfflatar verzlunar- og skrifstofuhúsnæð- is. Miðað við hliðstæða bæi má ætla að 40% þurfi undir skrif- stofur og 60% undir verzlanir, samkomuhús og opinberar bygg- ingar. 16.000 m2 skrifstofuhús- næði krefur 160 bílastæði (100 m2 pr. bílastæði). 24.000 m2 verzlunarhúsnæði krefur 480 bílstæði (50 m2 pr. bílstæði), eða samtals 640 bifreiðastæði á þessu svæði, þegar það er full- byggt- Um opinberar byggingar og torgmyndanir hefur dómnefnd- in einkum lagt til grundvallar legu að umferðaræðum, aðgrein- ingu og fagurfræðileg atriði. Varðandi 4. atriði skal þess getið, að dómnefndin hefur tal- ið sjálfsagt að meta viðleitni þeirra, er samkvæmt 4. atriti skilmálanna, alm. upplýsingar., kafla B, hafa tekið „hæfilegt til- lit til varanlegra mannvirkja, sem fyrir eru“, með tilliti til kostnaðar í sambandi við frarn- kvæmd skipulagsins. Hinar 8 tillögur, sem borizt hafa: Flestar tillögurnar eru gerðar af alúð og virðingu fyrir hinu fagra bæjarstæði og hafa sam- merkt um það að nota núver- andi verzlunarkjarna sem uppi- stöðu. Fjórir höfundanna leggja til að viðhalda Strandgötunni sem aðalæð, það eru tillögurnar nr. 2, 4, 7 og 8. Hinir fjórir höfundarnir að tillögunni nr. 1, 3., 5 og 6, liafa í stórum dráttum sömu sjónar- mið um vegakerfi og hafa flutt aðalbrautina út fyrir kjarnan á uppfyllingu. Með því að nota Strandgöt- una sem framtíðarumferðaræð, má fá friðsæla viðbót kjarnans milli Strandgötu og sjávar, enda leyst í sumum tillögum á fal- legan hátt. Hin aðferðin — að flytja ak- brautir út á uppfyllinguna — rífur að vísu samband lands og sjávar, en leysir samtímis umferðarvandamál miðbæjar- ins, og klýfur ekki sundur mið- bæinn, eins og Strandgatan, sem aðalumferðaræð, gerir í enn rík- ari mæli, þegar uppfyllingar- svæðið er tekið undir miðbæjar- þarfir bæjarins. Með því að gera nýja urn- ferðaræð, má breyta núverandi Strandgötu í göngugötu, án bíla- umferðar, eins og tillögur nr. 1, 3 og 5. Dómnefndin telur að nýting í nr. 3 svari til þarfa 10.000 manna byggðar, og tel- ur þá nýtingu of lága, en að höfundur að nr. 5 geri hins veg- ar of miklar kröfur til miðbæj- arkjarna, enda áætlar hann mið- bæjarþarfir 3 m2 pr. íbúa. Nokkrir hinna höfundanna, svo sem nr. 1, 6 og 7 virðast hafa haft hliðsjón af þessurn atriðum, án þess að gera nægj- anlega grein fyrir þeim. Höf- undar hafa allir gert einhverja grein fyrir framtíðarhafnarmann virkjum. Tenging þeirra við hinn nýja miðbæ er mjög mismun- andi og einnig hversu mikil aukniug er ráðgerð, svo sem eðlilegt er, þar sem ekki var slíkt tilgreint í skilmálum.- Nú þegar er höfnin skipt í tvo meg- in hluta, norðan og sunnan fjarðarbotnsins. Má gera ráð fyrir að svo verði enn um hríð og því nauðsynlegt að gera sér ljóst á hvern liátt höfnin getur orðið starfhæf, einnig annað hvort með vegatengingu eða nýjum hafnarmannvirkjum. I öll- um tillögum er ráðgerð urnferð- aræð fyrir fjarðarbotni, Strand- gata eða ný hafnargata, en þeirn flestum að einhverju áfátt í tengingu umferðargatna frá hafnarsvæðinu við aðalumferð- aræðar. 1. VERÐLAUN — 50 ÞÚSUND KRÓNUR Höfundur: Jón Haraldsson, arkitekt. Aðstoðannenn: Bene- dikt Bogason, verkfræðingur, Sigurður Thoroddsen, stud. arch. Höfundur leggur aðalumferð- aræð á uppfyllingu utan mið- bæjarkjarna, og breytir núver- andi Strandgötu í göngugötu. Aðalumferðaræðar eru vel leyst- ar, en breiddir þeirra ófullnæg]- andi. Sambandið við athafnar- svæði norðurhafnarinnar mætti vera betri. Not höfundar af Austurgötu í sambandi við mið- bæjarkjarnann er ágæt fyrir að- keyrslu og bílastæði. Aðgrein- ing miðbæjarkjarnans með gróð- urbelti er fallega leyst, er kostn- aðarsamt í framkvæmd. Nýting miðbæjarkjarnans virð ist ekki vera meiri en svo að nægja myndi 10.000 manna bæ, og þar sem liver er sínum hnútum kunnugastur spyr Alþýðublað Hafnarfjarðar hér með blað Sjálfstæðis- flokksins Ilamar: Er nokkurs staðar hér á íslandi til aumara íhald en hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði og ef svo er þá hvar? Btejarbíó 09 Sólvnngur Alþýðuflokksmenn ákváðu byggingu og rekstur Bæj- arbíós, með það fyrir augum að ágóðanum af rekstri kvikmyndahússins yrði varið til byggingar elliheimilis í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn þessari hugmynd með hnúum og hnefum. Hann lét meira að segja bóka það, að Hafnfirðingar hefðu ekkert með tvö kvikmyndahús að gera. En þeirra sjónarmið réðu ekki. Þeir voru í minnihluta. Alþýðuflokkurinn neytti meirihlutavalds og kom Bæj- arbíói á stofn. Bæjarbíó gerði byggingu Sólvangs mögu- lega. Elli- og hjúkrunarheimilið Sólvangur komst á fót m. á. vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki að ráða stefnu bæjarmálanna. Bæjarbíó liefur t. d. lagt til Sólvangs nú á sjö ára tímabili hvorki meira né minna en 1 milljón 430 þúsund krónur. Það munar um minna. Bæjarbíó og Sólvangur eru því heiðursvarðar Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.