Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Þettn víll Alþýðuflobkurinn í biejArmálum Hafnnrfjnrðnr; Aivinnumál - ‘Jjármál Á þessu kiörtímabili bæjarstjórnar hafa orðið alger þáttaskil í hafnarmálum Hafnfirðinga með hinum miklu hafnarframkvæmdum. Þetta á ekki aðeins við um alla afgreiðslu á bátum og togurum, heldur einnig og ekki síður að nú er kominn hér hin prýðilegasta að- staða til afgreiðslu á kaupskipaflota landsmanna. Nú koma hér nær daglega kaupskip og Hafnarfjörður er á hraðri leið að verða önnur stærsta inn- og útflutningshöfn landsins. Þessa þróun mun Alþýðu- flokkurinn styðja af alefli, m. a. með stækkun hafnarbakkanna og með byggingu vel staðsettra vöruskemma. Jafnframt verði aðstaða fiskiskipa bætt með auknu afgreiðslu- og viðleguplássi, ásamt smíði smábátabryggju og verbúða. Þá mun Alþýðuflokkurinn vinna að eflingu Bæjarútgerðarinnar, með því að tryggja henni aukið hráefni til vinnslu, auka fjölbreytni í framleiðslu og treysta fjárhag hennar. Alþýðuflokkurinn mun halda áfram að vinna að eflingu iðnaðar- ins og vill stuðla að því, að nýjar iðngreinar rísi hér upp, m. a. stál- skipasmíði og fiskiðnaður svo sem niðursuða og reyking ýmissa fisk- tegunda o. fl. Þá verði iðnaðinum ávallt tryggt nægilegt athafna- svæði. Umfangsmiklar boranir og rannsóknir hafa verið gerðar í Krýsu- vík á síðasta bæjarstjórnarkjörtímabili, en árangur þeirra hefur orð- ið minni en vonir stóðu til. Alþýðuflokkurinn vill vinna að því, að hraðað verði frekari hita- og jarðvegsrannsóknum í Krýsuvík, svo að hægt verði að hefja sem fyrst framkvæmdir á nýtingu jarðhitans í Krýsuvík. Jafnframt leggur Alþýðuflokkurinn, enn sem fyrr, míkla áherzlu á það, að hagsmuna bæjarins í Krýsuvík sé vel gætt og að þessi verðmæti verði ekki tekin úr höndum Hafnfirðinga. Alþýðuflokkurinn mun eins og áður vinna að traustri og öruggri stjórn fjármála bæjarins og mun beita sér fyrir að gerð verði 4 ára framkvæmdaáætlun Hafnarfjarðarbæjar og verði liún unnin í sam- ráði við sérmenntaða menn á þessum sviðum. tycrklegar framkvœmdir Á undanförnum árum hefur bæjarfélagið eignazt margar stór- virkar og fullkomnar vinnuvélar til jæss að auðvelda og gera hag- kvæmari hinar ýmsu verklegu framkvæmdir á vegum bæjarins. Einn- ig var gert verulegt átak í varanlegri gatnagerð. Alþýðuflokkurinn telur að þarna hafi verið vel að unnið og vill vinna að áframhald- andi þróun verklegra framkvæmda bæjarins, að þar verði haldið áfram að taka upp þær nýjungar og tækni, sem tímarnir hverju sinni hafa upp á að bjóða. Þannig verði unnið markvisst og ákveðið að varanlegri gatnagerð í bænum, gangstéttir lagðar, gangandi fólki til öryggis. Þá verði nýbyggingu gatna í nýjum bæjarhverfum hrað- að eftir því sem frekast eru tök á. Þá vill Alþýðuflokkurinn, að bænum sé tryggð fullkomin verk- fræðileg þjónusta og að ráðinn verði sérstakur byggingafulltrúi. ‘Jélagsmálin og Alþýduflokkurinn Á því bæjarstjórnarkjörtímabili, sem nú er að enda, hefur Al- þýðuflokkurinn mjög beitt sér fyrir framförum á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Má þar til nefna, að heilsuverndarstöðin á Sólvangi hóf starfsemi sína og er það eitt út af fyrir sig ómetanlegt í heil- brigðisöryggi Hafnfirðinga. Ungbarnaeftirlitið er líka mjög þýðingar- mikið hafnfirzkum mæðrum, en eins og kunnugt er fer hjúkrunar- kona um bæinn og fylgist með heilsufari ungbUrnanna fyrstu mán- uðina eftir fæðinguna. Síðan fylgist Heilsuverndarstöðin með heilsu barnanna til fimm ára aldurs, en hún hefur í Jjjónustu sinni sérmennt- aðan barnalækni. Vandleg athugun fari fram á því, á hvern hátt bezt verði komið til móts við þarf ir fólks, sem komið er á eftirlauna- aldur og hætt vinnu, en ekki Jjarfnast hjúkrunar. Kæmi þar til álita bygging lítilla leiguibúða. Rannsakað verði, hvort og á livern hátt slíkar íbúðir mætti tengja Sólvangi. Verði þessum málum hraðað og framkvæmdir hafnar þegar fært þykir. Þá eiga líka áreiðanlega mörg hafnfirzk heimili eftir að njóta góðs af samjjykkt bæjarstjórnar í vetur um heimilishjálp, en með henni var hafnfirzkum heimilum rétt hjálpandi hönd, þegar veikindi og aðrir erfiðleikar steðja að. AlJjýðu- flokkurinn mun halda áfram þessari umbótastarfsemi sinni og leit- ast við að efla og auka allt, sem verða má málum þessum til fram- dráttar. Um nokkurra ára skeið hafa hafnfirzkar liúsmæður átt þess kost að fá ókeypis sumardvöl á vegum Hafnaifjarðarbæjar. Alþýðuflokk- urinn vill halda þeirri starfsemi áfram og auka hana eftir því, sem jjörf gerist og aðstæður leyfa. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að aukinni húsmæðrafræðslu í bæn- um, m. a. með Jjví, að bærinn stuðli að Jjví, að komið verði á fót nám- skeiðum í ýmsu Jjví, sem húsmæðrum má að gagni koma. Nám- skeið Jjessi verði haldin á Jjeim tíma, sem húsmæðrum er hentug- astur. Frá upphafi hefur Alþýðuflokknum verið Ijóst, hve menningar- starfsemi hinna ýmsu félaga er afar mikilvæg hverju bæjar- félagi. Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn hér eftir sem hingað til gera sitt til þess að styðja og stuðla að góðu starfi þessara félaga, m. a. með beinum fjárframlögum bæjarins til þeirra. Stækkun Vógsagnarumdœmis bœjarins Hin öra fólksfjölgun í bænum hefur skapað briýna þörf fyrir aukið landrými bæjarins og þótt lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar hafi á kjörtímabilinu verið stækkað að mun, þá leggur Alþýðuflokk- urinn áherzlu á, að lögsagnarumdæmi bæjarins verði enn stækkað, til þess að fá nægilegt landrými til að taka á móti vaxandi flutningi fólks og fyrirtækja til bæjarins. Skipulagsmál - Almenningsgarðar Alþýðuflokkurinn hefur á undanförnum árum gert mikið átak í skipulagsmálum Ilafnarfjarðar og er skemmst að minnast nýafstað- innar hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins. Alþýðuflokk- urinn fagnar því, að þegar hefur verið ráðinn hinn hæfasti maður til að Ijúka skipulagi miðbæjarins með hliðsjón af þeim fjölmörgu skynsamlegu tilhögum, sem fram komu í hugmyndasamkeppninni og væntir þess að sem fyrst verði hægt að hefjast handa um fram- kvæmd skipulagsins. Alþýðuflokkurinn vill að hraðað verði skipulagi nýrra íbúðar- hverfa og iðnaðarsvæða í bænum, þar sem ekki er hægt á annan veg að mæta óskum fólks og fyrirtækja, sem sækir eftir að flytjast til Hafnarfjarðar, auk þess sem hin eðlilega fjölgun í bænum gerir þetta nauðsynlegt. Ný fiskvinnslu- og fiskiðnaðarfyrirtæki hafa ijmist risið eða eru að rísa upp hér í Hafnarfirði og er fyrirsjáanlegt að Hafnarfjörður mun í vaxandi mæli verða eftirsóttur staður fyrir slíkan atvinnu- rekstur. Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn að hið fyrsta verði skipu- lagt ríflegt athafnasvæði fyrir þennan ört vaxandi atvinnuveg bæj- anns. Bæjarstæði og umhverfi Hafnarfjarðar er bæði fagurt og sér- kennilegt og verður mörgum ógleymanlegt augnayndi. Alþýðuflokk- urinn vill Jjví tryggja að Hafnfirðingum gefist kostur á því í fram- tíðinni að njóta fegurðar nágrennis síns í friðsælum og sérkenni- legum almenningsgörðum, með Jjví að láta skipuleggja þá sem fyrst, áður en byggðin fer að Jjrengja bæjarlandið um of. (Framhald á bls. 5)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.