Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Prófraun fyrir Ilantur Nú, þegar ekki er nema- um þrjár vikur til kjördags í kosn- ingum þeim, sem nú fara í hönd, vill Alþýðublað Hafnarfjarðar skora á blað Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, Hamar, að gangast undir eitt lítið próf fyrir hafnfirzka kjósendur, svo að þeir eigi hægara með að gefa Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði rétta einkunn við kjörborðið hinn 27. maí næst komandi. Telji Sjálf- stæðisflokkurinn sig hafa góðan og hreinan skjöld í eftirfarandi atriðum mun ekki standa á skýrum og einarðlegum svörum, en reyni Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að koma við kjörorði því, sem hann valdi sér í upphafi þessarar kosningabaráttu, það er að segja „engin ábyrgð, bara brögð“, þá er það líka svar, sem hafnfirzkir kjósendur taka áreiðanlega eftir. Þá hefst hér verk- efnið., sem Hamri er falið að leysa: 1. Arið 1919 seldi íhaldið í Hafnarfirði einu hafskipabryggjuna, sem til var í Hafnarfirði úr eigu bæjarins til einstaklinga. Nú er langt um liðið síðan þetta var, en síðast í sumar vildi Hamar réttlæta þetta verk. Þess vegna er spurt: Telur Sjálf- stæðisflokkurinn í Hafnarfirði í dag, að þetta hafi verið rétt gert, og ef svo er hvað vill hann þá ganga langt í þessum efnum í dag varðandi eignir og fasteignir bæjarins? 2. Bæjarútgerðin var stofnuð af Alþýðuflokknum á tímum kreppu og atvinnuleysis til þess að auka atvinnu í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði barðist hatrammlega gegn bæjarútgerðinni í orði og verki og hvað heiftarlegast þegar illa áraði með útgerð landsmanna yfirleitt. Svo þegar betur áraði fyrir íslenzka útgerð, þá linaðist Sjálfstæðisflokkurinn allur í mótstöðu sinni við bæjarútgerðina og tók jafnvel bæjarútgerð upp á stefnuskrá sína. Nú þegar íslenzk togara- útgerð á í óskaplegum erfiðleikum vegna aflabrests undan- farinna ára, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn aftur árásir á bæjarútgerðina. Eru svona vinnubrögð rétt eða röng og er Sjálfstæðisflokkurinn í dag með eða móti bæjarútgerð yfir- leitt? 3. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti byggingu og rekstri Bæjar- bíós. Er sú afstaða hans óbreytt í dag og er þá Bæjarbíó eitt af því, sem hann myndi selja í einstaklings eigu, til þess „að losa um það fjármagn, sem þar er fast“, eins og Ham- ar komst að orði um sölu gömlu bryggjunnar á sl. sumri, eða er Sjáffstæðisflokkurinn kominn á þá skoðun, að Al- þýðuflokkurinn hafi gert rétt, þegar hann lióf rekstur Bæj- arbíós í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn? 4. Sjálfstæðisflokkurinn studdi þá menn, sem ætluðu að nota sér aðstöðu sína í fyrirtækinu Lýsi og Mjöl hf. til þess að selja sjálfum .sér verðmikil hlutabréf á lágu verði. Alþýðu- flokkurinn var á öðru máli og þess vegna fór málið fyrir Hæstarétt. Þar gekk dómur í málinu bæjarfélaginu í vil. Sið- gæðisvitund Alþýðuflokksins og Hæstaréttar fór saman. Hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn í dag skipt um skoðun í málinu? Viðurkennir hann, að Alþýðuflokkurinn liafi rétt fyrir sér í þessu máli og Sjálfstæðisflokkurinn rangt, eða er liann reiðubúinn.. ef hann fær aðstöðu til, að reyna að leika sama leikinn enn á ný? 5. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virtust telja það bæði fjar- stæðu og móðgun við Landleiðir hf., þegar bæjarfulltrúar meirihlutans í vetur héldu því fram, að ekki væri óeðlilegt að fyrirtæki eins og það, sem hefur aðaltekjur sínar frá Hafnfirðingum, flytti starfsemi sína til Hafnarfjarðar og greiddi þar skatta sína og skyldur, jafnframt sem það veitti Hafnfirðingum bætta þjónustu. Einnig lét einn fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins uppi þá skoðun sína, að bærinn ætti að sjá um strætisvagnaferðir um þau úthverfi bæjarins, sem væru svo fámenn að slíkur rekstur bæri sig ekki, þar og livergi annars staðar ætti bæjarrekstur við í þessu tilfelli. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn enn þessa skoðun, eða vill hann viður- kenna að það álit Alþýðuflolcksins, að ekki sé sjálfsagt að lúta boðum og banni Reykjavíkurvaldsins í stóru og smáu, sé rétt? 6. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur hneykslazt á því, að nokkrir starfsmenn Hafnarfjarðai'bæjar fái bílastyrk, sem er mun lægri en sambærilegir starfsmenn Reykjavíkurbæjar hafa. Síðan hefur verið upplýst og því ekki mótmælt að Páll V. Daníelsson fær 15 þúsund krónur bílastyrk árlega fyrir Skrifum Hamars um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar svarað (Framhald af hls. 6) sínu félagi. Þess vegna liggur ljóst fyrir, að hafi eitthvað tap- azt á viðskiptum bæjarútgerð- arinnar við Austfirðing h.f., þá hlýtur hagnaðurinn í togara- kaupunum að nema svipaðri upphæð, annars gæti nákvæm- lega sambærileg og að öllu leyti sams konar eign eins og Norðlendingur og Apríl eru, ekki hafa kostað svipað í árs- lok 1960. Hitt er svo einnig rétt að muna, að Stefán Jónsson, stjórnarmaður í Lýsi 6- Mjöl h.f. stóð að þvi á árinu 1960 að láta Lýsi ó- Mjöl li.f. bjóða í togarann Norðlending 8.100 þús. kr., og hefur þá bæði Stefán Jónsson sjálfur persónu- lega og aðrir stjórnarmenn tal- ið það vera, — eftir beztu upp- lýsingum —, rétt verð fijrir Norðlending, en það er eins og áður segir nær sama upp- hæð og Apríl er uppfærður á. Hafi því eitthvað tapazt þá, hefur sama upphæð græðzt — og allt tal um stórtap fyrir „trassaskap" er því út í bláinn. Kaupverð Maí Eitt af tortryggnismálum Hamars er uppfærsla á kaup- verði b/v Maí og jafnvel kostn- aður við reynsluferð o. fl. Það er ritað langt mál um að þessi eða liinn liðurinn eigi að færast á rekstur, en ekki eign o. s. frv. Oll eru þessi skrif með endem- um. Ég vil hér og nú aðeíns stuttlega geta þess, að skipting og færsla á öllum þessum lið- um er gert á fullkomlega venju- legan hátt. Eg vil ennfremur geta þess, að þessi skipting milli reksturskostnaðar og eignaliða í sambandi við kaup b/v Maí, er að öllu leyti ákvörðuð af hinum löggilta endurskoðenda bæjar- útgerðarinnar, en liann hefur verið sá sami frá stofnun henn- ar. Og svo vill til, að sami lög- gilti endurskoðandi er einnig liinn löggilti endurskoðandi Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Trúir því nokkur maður, að þegar hann metur og flokkar færsluliði fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, þá geri hann það á rangan hátt, en hins vegar þegar hann vinnur fyrir Bæjar- útgerð Reykjavíkur ár eftir ár og ákvarðar þar um færslu kaupa á togaranum o. fl., þá séu ÖII hans vinnubrögð á einhvem óskiljanlegan hátt miklu full- komnari? Ég held ekki. Og ekki minnist ég þess að hafa séð verk hans gagnrýnd í blöðum Reykja- víkur, hvorki málgögnum Sjálf- stæðisflokksins né annarra flokka. En liðsoddar Sjálfstæðis- flokksins liér þykjast þess um- komnir að betrum-bæta störf þessa löggilta endurskoðenda á allan veg. En svo eitthvert dæmi sé tekið af málflutningi Ham- ars um þetta atriði, þá segir blaðið, að „jafnvel kostur skip- vei'ja“ sé færður á kaupverð b/v Maí. Hér er um að ræða uppihalds- og dvalarkostnað þeirra af á- höfn skipsins, sem sóttu það og unnu við að taka á móti veiðar- færum o. fl. við yfirtöku skips- ins. Þetta er kostnaður við skip- ið áður en hinn eiginlegi rekst- ur þess hefst og er í samræmi við venju að færa það á heildar- kostnaðarverð togarans. Og standa hér þess vegna annars vegar áratuga formföst vinnu- bi-ögð og starfshættir hins lög- gilta endurskoðenda bæjarút- gerðaiinnar og hins vegar full- yrðingar Stefáns Jónssonar og félaga lians. „Reikningar og fylgiskjöl“ Þá tala Ilamarsmenn um, að nauðsynleg fylgiskjöl með reikn- ingum frá umboðsmanni bæjar- útgerðarinnar í Bremerhaven vanti. Mér er það ekkert undr- unarefni, þótt segja megi að eitt- hvert eitt og eitt fylgiskjal af þeim þúsundum fylgiskjala og reikninga, sem árlega verða til við rekstur bæjarútgerðarinnar gætu á einhvern hátt verið ýtar- legri og nákvæmari. Hér er þó enginn skilsmunur á um þessi tilteknu fylgiskjöl og í-eikninga og sams konar skilríki frá öðr- um erlendum umboðsmönnum bæjarútgerðarinnar. Og engar athugasemdir hafa verið gerðar um þessi atriði hjá öðrum þeirn, sem endurskoða þessa reikninga og fylgiskjöl. Hins vegar má segja, að er- lendir umboðsmenn yfirleitt vilji taka nokkuð fyrir þjónustu sína sem aðrir. Og ber að sjálfsögðu að hafa þar aðgæzlu við. Ég vil þó ekki láta hjá líða að geta þess, að bæjarútgerðin hafði al- gera forystu um að hefja út- flutning á síld í stórum förmum með togurum og lieppnaðist það með ágætum, fyrst og fremst vegna öruggrar og góðrar fyrir- greiðslu og þjónustu, sem þessi umboðsmaður bæjarútgerðar- innar í Bremenhaven veitti, og hagnaðist bæjarútgei'ðin á út- flutningi síldar um hundruð þúsunda með tilsvarandi tekju- aukningu fvrir togara- og báta- sjómenn, sem síldina fluttu og veiddu. •jc „Að hindra umræður“ Eitt af því, sem liðsoddar Sjálfstæðisflokksins halda fram, er að ég hafi viljað hindra um- ræðu um bæjariitgei'ðina. En þá þykir mér lítið leggjast fvrir kappana, ef þeir geta ekki beðið um oiðið á bæjarstjórnarfundi hjálparlaust. Enda liefur það sýnt sig hvað eftir annað, að umræður í bæjarstjóni nota liðs- oddar Sjálfstæðisflokksins fvrst og frernst til þess að rangherma ummæli andstæðinga sinna á opinberum vettvangi aði um- ræðum loknum. Jafnvel þau at- riði, sem þeir hafa einu sinni sagt satt um og Hamar meira að segja slysast til þess að segja nokkurn veginn rétt frá, verða fljótlega á ný öfugsnúin og röng í meðfei'ð þessara manna, sbr. sem hér að framan er sagt um skoðun Hamars í október 1961 á mismuninum á liinum tveim- ur „útgáfum“ reikninga bæjar- útgerðarinnar 1960, og svo aft- ur í síðasta tölublaði. (Framhald í næsta hlaSi). 1. maí-hátíðahöldin Hátíðahöldin 1. maí fóru fram í mesta blíðskaparveðri og voru fjölmenn. Farið var í kröfu- göngu og að henni lokinni setti Ragnar Sigurðsson, formaður fulltrúaráðs verkalvðsfélaganna, fundinn. Ræður fluttu Hermann Guðmundsson, formaður verka- mannafélagsins Hlífar, Guð- laugur Þórarinsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarð- ar, Guðríður Elíasdóttir, gjald- keri Verkamannafélagsins Fram tíðin, Einar Jónsson, formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar, og Hannibal Valdimarsson, for- seti Alþýðusambands íslands. Lúðrasveit Hafnarfjarðar léíc. Barnaskemmtun var í Bæjarbíói, undir stjórn Hauks Helgasonar. Um kvöldið var dansleikur í Alþýðuhúsinu. að aka sjálfum sér úr og í vinnu sína og talar Hamar ekkert um það. Er kannski ekki sama hver maðurinn er, eða liefur Sjálfstæðisflokkurinn skipt urn skoðun varðandi bílastyrkina, eftir að hann frétti um Pál? 7. Sjálfstæðisflokkurinn hefur forðazt að taka afstöðu til bygg- ingar íþróttahússins og hið eina, sem Hamri hefur þótt ástæða til að segja um það síðan framkvæmdir hófust við bygginguna, er að salernisskálar í kjallara fyrirhugaðs íþrótta- húss muni standa svo lágt, að upp úr þeim flæði, þegar stórstreymt er. Ilefur áhugi Sjálfstæðisflokksins í þessu máli beinlínis drukknað þarna í þessu salernishugarfóstri Hamars? Eða var lóðin, sem valin var, „of dýrmæt fyrir hafnfirzka æsku“, eins og súriiir Sjálfstæðismenn vildu vera láta? Eða hver er eiginlega afstaða Sjálfstæðisflokksins í dag til stað- setningár og byggingar íþróttahússins? Hér skal nú staldrað við að sinni, en fróðlegt verður fyrir hafnfirzka kjósendur að sjá, hvernig Hamar leysir þetta próf- I verkefni sitt af hendi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.