Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Skrifum Hamars um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar svarað Hafnfirðingar hafa ýmsu vanizt um dagana við lestur blaðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Hamars. Á þetta ekki sízt við, er kosningar fara í hönd. Þess var því ekki að vænta nú, að aðdragandi væntanlegra bæjarstjórnarkosninga yrði að þessu leyti með öðrum hætti en áður. Þvert á móti hefur margt bent til þess, að yfir- standandi kosningabarátta yrði venju fremur hörð og óvægin og þeir Hamarsmenn myndu lítt sjást fyrir. Ber þar margt til og verður vikið að þeim ástæðum að nokkru síðar í grein þessari: í tveim síðustu blöðum Hamars, 8. og9. tölublöðum þ. á., er mikið rætt um bæjarútgerðina á þann veg sem liðsoddum Sjálfstæðisflokksins er tamast að skrifa og ræða um hagsmunamál Hafnfirðinga og þá alveg sérstaklega bæjarútgerðina. Ég skal nú víkja að þeim atriðum í skrifum þessum, sem vert er að minnast á. Hin „dularfulla leynd“ Yfir þvera forsíðu næstsíðasta tölublaðs Hamars er blásin upp frétt um einhverja dularfulla leynd, sem hvíli yfir reikning- um bæjarútgerðarinnar fyrir ár- ið 1961. Og að venju eru um þessa frásögn miklar málaleng- ingar, allar á einn veg. Um reikninga bæjarútgerðar- innar fyrir árið 1961 er hins veg- ar engin leynd og ekkert dular- fullt. Það er unnið að samningu þeirra á sama veg og áður. Þeir verða fullgerðir um svipað leyti og áður. Það er engin leynd þar á einu eða neinu. Hins vegar verða þeir ekki birtir fyrr en þeir endanlega hggja fyrir. Og í hverju er þá hin mikla og dularfulla leynd fólgin? Mér er ekki kunnugt um, að enn a. m. k. hafi nokkurt þeirra útgerð- arfélaga, sem birta reikninga sína yfirleitt, birt ársreikninga sína fyrir árið 1961. En liðsoddum Sjálfstæðis- flokksins hér liggur svo mikið á að níða niður bæjarútgerðina, að jafnvel þetta atriði er notað, og þykjast þeir þó hafa af mörgu að taka. Ég skal þá víkja að reikning- um bæjarútgerðarinnar fyrir ár- ið 1960. Þeir hafa orðið Hamri ærið umræðuefni um langan tíma, en þó miklu mest i síð- asta tölublaði. Þar eru á báðum útsíðum og innsíðum, nær allt blaðið, rætt um reikningana og lagt út af þeim og þar marg- þvælt um sömu atriðin með ýmsum tilbrigðum. i ★ „Tvær útgáfur“ Fyrst skal minnast á það tor- tryggnisatriði, sem Hamar hampar mikið, en það er að „tvær útgáfur“ séu til af reikn- ingum B. H. fyrir árið 1960. Segir svo í síðasta Hamrinum um þetta atriði á 4. síðu, þar sem rakin er ræða Stefáns Jóns- sonar á síðasta bæjarstjórnar- fundi: „að af reikningunum væru a. m. k. til tvær útgáfur, önnur frá í maí 1961 og væri - FYRRI GREIN - tapið þar kr. 20.655.626.29 og svo síðari útgáfan frá því í októ- ber og tapið þar talið kr. 18.939.251.78. Mismunurinn væri kr. 1.706. 374.51 og liti út fyrir að þar væri um tilfærslu að ræða, gerða til að fegra reikningana“. Síðan kemur langt mál um „reiknings- kúnstir", sem gefa alranga mynd og séu „gífurlegar rangfærslur“. Ég skal hér fyrst greina frá ástæðunum fyrir hinum tveim „útgáfum“ og síðan ræða mis- muninn, sem á þeim eru. Vorið 1961 bar þeim útgerð- arfyrirtækjum, sem hugðust sækja um stofnlán, að skila um- sóknunum til stofnlánadeildar- innar ásamt tilheyrandi upplýs- ingum, þar á meðal a. m. k. bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 1960. Hinn löggilti endurskoðandi bæjarútgerðarinnar gekk frá umsókninni og fylgdi með bráðabirgðauppgjör fyrir árið 1960. Uppgjör þetta var alls ekki endanlegt og skýrt tekið fram að svo væri ekki, en átti eingöngu að fullnægja formsat- riði sem fylgiskjal með umsókn- inni, þar til endanlegt uppgjör lægi fyrir og gæti komið í stað hins. Nú skeði það, að fulltrúi í fjármálaráðuneytinu hringdi til Kosningaskrifstofa Alþýðnflokksins er í Alþýðnhúsinu Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. SÍMAR: 51498 og 51499 Stuðningsmenn A-listans eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna. mín og bað um upplýsingar um rekstur og afkomu bæjarútgerð- arinnar fyrir árið 1960. Ekki vissi fulltrúinn til hvers ætti að nota þær, en þar sem hann bað um þær fyrir ráðherra, þá lét ég þær í té, en tók fram, að hér væri um bráðabirgðauppgjör að ræða. Nokkru síðar komu niður- stöður þessa bráðabirgðayfirlits í dagblaði í Reykjavík og þar með var fyrsta „útgáfan“ komin á framfæri. Þetta er ástæðan og engin önnur fyrir hinum tveimur „út- gáfum“. Síðan lauk hinn löggilti end- urskoðandi B. H. við lokaupp- gjör reikninga fyrir árið 1960. Það er „önnur útgáfan“ og sýndi hún minna tap en fyrri „útgáf- an“ um áðurnefnda upphæð. Og nú sáu liðsoddar Sjálfstæðis- flokksins sér góðan leik á borði og byrjuðu strax að tala um reikningskúnstir og rang- færslur, sem væru viðhafðar í þeim tilgangi einum að fegra reikningana. Þessum söng hafa þeir síðan haldið uppi, með einni undantekningu þó. Svo undarlega vill til, að um fram- angreindan mismun á „útgáf- unum“ eru til ummæli Hamars í 9. tölublaði 1961, frá 28. okt., það er skrifað eftir fyrri um- ræðu um reikningana í bæjar- stjórn, og segir þar orðrétt um umræddan mismun, að birgðir hækki í mati „og annað lagað eftir breyttum aðstæðum og hækkuðu verðlagi. Deila má um sumar þessara matshækkanna, en játað skal að gætt hefur verið varfæmi og hófs í öllum meiriháttar breyt- ingum“. Þetta eru orðrétt ummæli Hamars 28. október um 'þann sama mismun á „útgáfunum“, sem Stefán Jónsson, 1. maður á lista Sjálfstæðisflokksins hér í bæ, telur byggðan á reiknings- kúnstum og rangfærslum. Þessi ummæli Harnars eru eitt af af- arsjaldgæfum dæmum þar sem ekki er vísvitandi hallað réttu máli og kann ég engar skýring- ar á því, en ritstjóri Hamars var þá tiltölulega nýkominn í starfið. Kristinn Gunnarsson skriiar nm Bæjarútgerðina -Jv „1,8 milljón kr. tap fyrir trassaskap forstjóranna“ Þá ræðir Hamar einnig skuld Austfirðings h.f. við bæjarút- gerðina. Þar er fyrst sagt, að gerð hafi verið tilraun til þess að leyna skuldinni. Það er að sjálfsögðu alrangt. Skuld þessi myndaðist á árinu 1959, og var alla tíð rétt færð í bókum út- gerðarinnar og var engu leynt þar um. Þá er vísvitandi fullyrt að féð hafi verið haft „af bæj- arútgerðinni fyrir trassaskap forstjóranna". Þessi fullyrðing, að því er virðist, byggist á því, að Hamarsmenn þykjast halda, að skuldin hafi eingöngu mynd- ast vegna kaupgreiðslna til skip- verja, og kaupg^eiðslum hafi verið hægt að ná til baka sem sjóveðum, ef tilteknar krókaleið- ir væru viðhafðar. Sannleikurinn er sá, að þetta var að dómi lögfræðinga ekki hægt, enda var mikill hluti skuldarinnar tilkomin á annan hátt, en sem kaupgreiðslur til skipverja Vattar. Má þar nefna laun verkamanna og allan löndunarkostnað togarans hér í Hafnarfirði, veiðarfæri, sem honum voru seld og fylgdu með í kaupunum til baka, við- gerðir sem komu síðar til góða, íssala til togarans o. fl. — Hér er allt á eina bókina lært í vísvitandi rangfærslum Ham- ars. Bæjarútgerðin keypti togar- ann Vött sem nú heitir Apríl. Eftir að fullnaðarviðgerð hafði farið fram á togaranum, og enn- freniur eftir að tekið hafði ver- ið tillit til skuldarinnar, þá var b/v Apríl uppfærður hjá bæjar- útgerðinni á 8.644 þús. kr. í árs- lok 1960, og afskrifaður í 8.267 þús. kr. Togarinn Apríl var hyggður í Aherdeen 1948. Sama ár og á sama stað, í sömu skipa- 'smíðastöð, var togarinn Norð- lendingur hyggður. Þessir tog- arar eru systurskip, eins að öllu leyti og jafngamlir. Togarinn Norðlendingur var seldur seint á áriúu 1960. Kaupandi var Útgerðarfélag Akureyrar h.f. Kaupverð 8.200 þús. kr., eða svipuð upphæð og Apríl er uppfærður í hókum hæjarút- g erðarinnar. Útgerðarfélagið þurfti síðan að láta gera all- mikið við Norðlending. Fullvíst er, að í árslok 1960 var Apríl ekki hærra metinn í reikningum bæjarútgerðar- innar en Norðlendingur hjá (Framltáld á bls. 3) Hafa skal það, sem sannara reynist í leiðara síðasta Alþýðublaðs Hafnarfjarðar brá prent- villubúkinn sér á leik og tók af íhaldinu í Hafnarfirði hvorki meira né minna en 27 atkvæði. Gerðist það með þeim hætti að sagt var, að í síðústu kosningum hefði Sjálfstæðisflokk- urinn fengið hér í Hafnarfirði um 1247 atkvæði, en átti að vera 1274 atkvæði. Þetta breytir hins vegar engu um það, að þá hlaut Alþýðuflokkurinn um 1557 atkvæði hér í Hafnarfirði, eða um 283 atkvæðum meira en Sjálfstæðis- flokkurinn, þ. e. a. s. ef gert er ráð fyrir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ekki tapað hlutfallslega meiru hér en annars staðar í kjördæminu, en það er annars álit þeirra, sem bezt til þekkja. Þetta hefur Hamar meira að segja viðurkennt, með því að smokra sér hjá því að benda á hvar þetta atkvæðatap flokksins hafi átt sér stað, ef ekki að langmestum liluta hér í Hafnarfirði. Sem sagt, fyrir tveimur og hálfu ári var Alþýðúflokkur- inn a. m. k. 283 atkvæðum hærri en Sjálfstæðisflokkurinn og síðan hefur bilið stöðugt farið vaxandi. Það er því AI- þýðuflokkurinn einn, sem hefur möguleika á hreinum meirihluta í næstu bæjarstjómarkosningum.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.