Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1962, Blaðsíða 5
ALÞfÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 ‘Uúsnœðismál Ccekkun byggingakostnaðar I Hafnarfirði hafa verið byggðir fleiri verkamannabústaðir en í nokkrum kaupstað utan Reykfavíkur. Alpýðuflokkurinn vill að hald- ið verði áfram byggingu vandaðra verkamannabústaða og fagnar því að fjármagn til lánastarfsemi Húsnæðismálasfóðs hefur verið aukið. Alþýðuflokkurinn vill láta auka svo lánastarfsemi til íbúðabygg- inga, að sem flestar ffölskyldur geti búið í eigin húsum. Alþýðuflokk- urinn mun sjá um að lóðir séu ávallt fyrir hendi fyrir hafnfirzka húsbyggjendur, þegar þeim hentar bezt, svo að ekki standi það í vegi fyrir þeim. Þá vill Alþýðuflokkurinn, að bærinn liafi liér eftir sem hingað til íbúðir til leigu fyrir efnalítið fólk, svo að hér í Hafnar- firði gerist aldrei sú hörmungarsaga, að stór og efnalítil fjölskylda standi allslaus á götunni. Alþýðuflokkurinn telur að með hagkvæmari vinnubrögðum í byggingariðnaði megi stórlækka allan byggingakostnað bæði með tækni og nýtízku vinnuaðferðum og með því að byggja mörg hús samtímis eftir sömu teikningu, þannig að hægt væri að bjóða út hina einstöku hluta verksins út af fyrir sig og lækka þannig byggingar- kostnaðinn með fjöldaframleiðslu. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að því á allan hátt, að byggingar- kostnaður lækki lxér á landi og mun því leggja sérliverri viðleitni í þá átt alla þá liðveizlu, sem hann má. Strcetisvagnafcrðir innanbœjar Alþýðuflokkurinn mun vinna að bættri strætisvagnaþjónustu við bæjarbúa. Hafnarfjörður vex ört og lega kaupstaðarins veldur því, að vegalengdir verða miklar milli bæjarenda. Þetta veldur mörgu fólki, sem oft þarf að sækja vinnu sína um langan veg, erfiðleik- um með að komast úr og í vinnu. Þetta er hægt að lagfæra með því að taka upp reglulegar strætisvagnaferðir innanbæjar. Að þessu máli fólksins í Firðinum mun Alþýðuflokkurinn vinna og þess vegna beita sér fyrir föstum strætisvagnaferðum innanbæjar. ‘Jtgrun bæjarlandsins Hellisgerði er einn af fegurstu og sérkennilegustu görðum lands- ins og er stolt og prýði Hafnarfjarðar. Nú hefur Hellisgerði verið stækkað og rekstur garðsins verður æ umfangsmeiri með lwerju ári sem líður. Það þarf því mikið og vaxandi fjármagn til þess að Hellisgerði sé það sem það getur verið og á að vera. Alþýðuflokkur- inn telur það augljóst, að Hafnarfjarðarbæ beri skylda til að styrkja reksturinn í Hellisgerði myndarlega, svo sem verið hefur, og þó í vaxandi mæli. Þá vill Alþýðuflokkurinn leggja áherzlu á, að komið verði upp fleiri blóma- og grasvöllum innan bæjarins og bendir á að þar er verðugt verkefni að vinna að fiyrir unglingavinnuflokka bæði stúlkna og drengja. Einnig mun Alþýðuflokkurinn eins og jafnan áður vinna að aukinni skógrækt og annarri uppgræðslu bæjarlandsins. Strax og lokið hefur verið við skipulagningu hinna stóru almenn- ingsgarða Hafnfirðinga vill' Alþýðuflokkurinn að framkvæmdir hefj- ist til að gera þessa skemmti- og hvíldargarða almennings í Hafnar- firði að veruleika. Þá telur Alþýðuflokkurinn tímabært að ráðinn verði garðyrkju- ráðunautur í þjónustu bæjarins. THmníamál - Skólabyggingar Alþýðuflokkurinn telur lausn á húsnæðisvandamálum skólanna, sem skapazt hafa af hinni öru fjölgun bæjarbúa, eitt af þeim verkefn- Um, sem krefjast mjög skjótra úrbóta. Þrátt fyrir það, að nýbúið er °ð taka hinn niýja Öldutúnsskóla í notkun, eru fyrirsjáanleg þrengsli hjá barnaskólastiginu nú þegar. Flensborgarskólinn hefur átt við mikla ei'fiðleika að stríða á undanförnum árum sökum þrengsla i skólan- um> °g er ekki enn séð hvernig hægt verður að taka við öllum þeim nemendum, sem þar munu æskja skólavistar næsta vetur. Alþýðuflokkurinn mun þess vegna leggja mikla áherzlu á bygg- mgarframkvæmdir fxyrir þessa skóla og mun vinna að því að tafar- laust verði hafin bygging við Flensborg. Fxyrst 4 kennslustofur, og síðan, eins fljótt og nokkur kostur er á, verði byggðar 8 kennslu- stofur við Öldutúnsskólann. Jafnframt telur Alþýðuflokkurinn að stefna beri að auknu verknámi á unglingastiginu. Þá vill Alþýðuflokkurinn vinna að aukinni iðnfræðslu og bættri aðstöðu tónlistarskólans. Alþýðuflokkurinn telur líklegt að góður grundvöllur sé fyrir rekstri námsflokka hér í bæ, þar sem bæjarbúum gefist kostur á að nema á kvöldin ijmsar hagnýtar námsgreinar svo sem tungumál, bókfærslu, vélritun og fleira. Þess vegna mun Al- þýðuflokkurinn vinna að því að slíkir námsflokkar komist á fót hér. Þörf íslendinga fyrir tækniskóla fer ört vaxandi og er stór liætta fyrir framtíðarvelgengni þjóðarinnar, ef ekki verður bætt úr þessari þörf á næstu árum. Alþýðuflokkurinn vill þess vegna láta athuga alla möguleika til þess að hér rísi upp tækniskóli hið fyrsta. Alþi/ðuflokkurinn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir að söguleg verðmæti bæjarins glatist ekki, heldur sé þeim safnað sam- an og þau varðveitt og nefnir í því sambandi byggðasafn og að kvikmynclasögu staðarins, „Hafnaifjörður fxyrr og nxT sé haldið áfram. ‘dþrótiahús - jþróiialdkvangur Alþýðuflokkurinn hefur á síðastliðnu kjörtímabili bæjarstjórnar unnið ötxxllega að undirbúningi að byggingu nýs íþróttahúss, og á s.l. hausti var svo komið að framkvæmdir gátu hafizt á verkinu. Á sama tíma ýmist vann Sjálfstæðisflokkurinn á móti málinu eða sýndi því fx/llsta tómlæti. Alþýðuflokkurinn mun hér eftir sem hingað til sý/na þessu máli fyllsta velvilja og skilning og vinna að því, að bygg- ingu hins nýja íþróttahúss verði hraðað, eins og efni og ástæður frekast lexjfa. Kappkostað verður að gera bygginguna eins ódxýra og unnt er, svo að hægt verði að taka hana í notkun sem fyrst. Alþýðuflokkurinn gerir sér Ijósa grein fyrir því, að brxjna nauð- sxjn ber til þess, að hafnfirzkir íþróttamenn og íþróttaunnendur eign- ist stórt og myndarlegt xþróttasvæði, sem fullnægi kröfurn næstu framtíðar. Þess vegna mun Alþýðxiflokkuiinn beita sér fyrir því á næstu fjórum áirum að slíku svæði verði ákveðinn staður og það skipulagt, og framkvæmdir síðan hafnar. Þá mun Alþýðuflokkurinn einnig vinna að því, að minni íþrótta- svæðuni verði komið fxjrir, þegar ný íbúðarhverfi verða skipulögð. Að sjálfsögðu mun Alþýðuflokkurinn, eixis og að undanförnu, vinna að því, að bæjarfélagið stxyðji staifsemi íþróttahrexjfingarinnar með árlegum fjárframlögum. Æskulýðs- og bamavcmdarmál Alþýðuflokkurinn leggur áherzlu á að skapa xjngstu borgurum þessa bæjar sem allra bezt skilyrði til vaxtar og þroska. Þess vegna mun Alþýðuflokkurinn vinna að því: að staxfsemi Æskulýðsráðs Hafnarfjarðar verði aukin til mikilla muna, jafnframt því verði reynt að skapa börnum og unglingum bæjarins aðstöðu til hollra tóm- stundastarfa sem víðast í bænum, að hraðað verði byggingar fram- kvæmdum tómstunda- og íþróttáhússins og fjölgað verði leikvöllum stórum og smáum, að komið verði upp gæzluvelli, þar sem hafn- firzkar mæður geta komið börnum sínum í gæzlu, þegar þær þwfa, að stxjrktur verði leikskóli og dagheimili Verkakvennafélagsins Fram- tíðin svo og rekstur Glaumbæjar, að unglingavinna bæjarins verði enn aukin, þannig að haldið verði áfram að efla vinnuskólann i Krxjsu- vik, tekinn verði upp vinnuskóli og unglingavinna fyrir stúlkur og fjölgað verði vinnuflokkum unglinga í bænum. Með örum vexti Hafnaifjarðarbæjar hefur orðið æ brýnni þöxf fx/rir upptökuheimili bæði drengja og stúlkna. Þar sem í nánd við Hafnarfjörð eru tveir fjölmehnir kaupstaðir, Kópavogur og Keflavík, sem einnig liljóta að liafa mikla þörf fxyrir slík upptökuheimili, en þau kosta vitanlega allmikið fjármagn, þá vill Alþxjðuflokkurinn að Hafnarfjarðarbær beiti sér fx/rir samvinnu þessara bæjaifélaga um viðunandi lausn á þessum málum hið bráðasta. Þá víll Alþýðuflokkurinn enn sem fyrr auka og efla staif barna- verndarnefndar m. a. með því að ráðinn verði félagsmála- og barna- verndarfulltrúi og sé það fullt starf. Einnig vill Alþx/ðuflokkurinn auka og auðvelda eftirlit með börn- um og unglingum og bendir m. a. í þeim efnum á nauðsyn þess, að börn og unglingar séxi skx/lduð til að sxjna nafn — og aldurs- skírteini, þegar þess er krafizt af viðkomandi aðilum. Mundi slík tilhögun auðvelda mjög störf þeirra, sem á xjmsum skemmtistöðum eiga að annast eftirlit með börnum og unglingum.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.