Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
KosDÍn^Askrifssofa
Slþýðflokbsins
í Hnfnfirfírdí er \
Alþgðuhúsinu
ogr cr opln all.'t
dagra frá kl. ÍO
árdcgis til kl.
ÍO síödegris:
jSímar; 9149$
9U99
Sluðningrsnicnn A-lis4:nis crn
hvattir til að hafa samband
við skrifstofnna
ypjvi Rofo BaMvinsson:
Með því að halda námskeið í hag-
nýtum vinnuaðferðum í undirstöðu
atvinnuvegum þjóðarinnar, er æsk-
unni komið í nánara
samband við lifið
Flestir þeir, sem nú eru
komnir á miðjan aldur eða meir,
munu bafa alist upp í sveit eða
sjávarþorpum í mjög nánum
tengslum við íslenzka náttúru
og atvinnulíf þjóðarinnar. Börn
og unglingar fóru að vinna,
strax og þau gátu vettlingi
valdið, enda veitti í flestum til-
fellum ekki af, til þess að fólk
hefði í sig og á. Tómstundir
urðu fáar, lífið var eilíft strit
myrkranna á milli. Þegar efna-
hagur fólks fór að batna, börn
og unglingar fóru að sitja lang-
dvölum á skólabekk og lands-
menn að safnast saman í kaup-
túnum og kaupstöðum, fór að
skapast vandamál, sem áður var
óþekkt. Stór hluti æskufólks
ir við að dansa kring um gull-
kálfinn, meðal annars til þess
að börnunum gæti liðið betur,
en þeim á þeirra uppvaxtarár-
um, þá virðist fólk ekki hafa
gert sér það ljóst að samfara
auknum tómstundum og meiri
fjárráðum eru líka meiri freist-
ingar. Illgresið í blómagarði
íslenzkrar æsku er farið að
þrengja að þeim fagra gróðri,
sem þar vex.
Ur því sem komið er„ er að-
eins ein leið fær, en það er að
uppræta illgresið með öllum
tiltækum ráðum. Hér er um
mjög hættulegt ástand að ræða.
Slæpingsháttur, lauslæti,
drykkjuskapur og siðspillandi
skemmtanir eru eitt af því,
Ármann Sigurðsson leiðbeinir einum þátttakanda á sjóvinnunámskeiðinu.
Yngvi Rafn, form. Æskulýðsráðs, fylgist með starfinu.
fann ekki sjálfan sig í tómstund-
um sínum. Hann vandist á á-
huga- og iðjuleysi, sem stafaði
af því fyrst og fremst, að hann
skorti verkefni við sitt hæfi.
Hófleg vinna er undirstaða
allrar lífshamingju. Of mikil
vinna barna og unglinga hafði
oft mjög skaðleg áhrif á vöxt
og þroská unglinga fyrri tíðar.
En verri og skaðlegri áhrif hef-
ur aðgerðarleysið og áhugaleys-
ið á öllu og öllum, sem margt
ungt fólk þjáist af í dag. Þetta
hefur skapast vegna stórfelldra
flutninga fólks úr strjálbýli í
þéttbýli, og að fólk er ekki að
fullu farið að átta sig á þeim
miklu breytingum, sem þetta
hefur á uppeldi æskufólks.
Það má með nokkrum sanni
segja að þeir sem eldri eru beri
hér nokkuð þunga ábyrgð. Með-
an þeir hafa verið önnum kafn-
sem allir geta orðið sammála
um að nauðsyn beri til að koma
í veg fyrir. Spurningin er bara,
á hvern hátt á að snúast gegn
þessum vandamálum.
Eins og málum er nú komið
hlýtur að verða að gera þær
kröfur til bæjarfléagsins, skól-
anna og þeirra félaga, sem láta
sig þessi mál varða, að þau sam-
einist um að koma þessum mál-
um í viðunandi horf.
Iþróttafélögin hafa hjálpað
hér mikið til og forðað mörgum
unglingum frá vondum félags-
skap og slæmu líferni. Góðtempl
arar efndu fyrstir til tómstunda-
námskeiða hér í bæ, fyrst einir,
en síðan með fjárhagsaðstoð frá
bæjarsjóði. Árið 1960 skipaði
bæjarstjóm 5 menn í nefnd er
kölluð er Æskulýðsráð Hafnar-
fjarðar. Verkefni þess átti að
vera, að stuðla að tómstunda-
iðju og heilbrigðum skemmtun-
im meðal unglinga í bænum.
Góð samvinna hefur verið um
þessi mál með Æskulýðsráði og
Góðtemplurum og hefur Áfeng-
isvarnarráð einnig styrkt þessa
starfsemi.
Hér hefur verið unnið mikið
og gott starf. Námskeið hafa
verið haldin í milli 15 og 20
greinum tómstundaiðju undir
leiðsögn hinna hæfustu kenn-
ara. Haft hefur verið „opið hús“
sem kallað er, þar sem ungl-
ingar gátu komið og leikið bob,
spilað og teflt, lesið blöð og
tímarit og farið í skemmtilega
leiki. Á sl. ári var starfandi
skemmtiklúbbur á vegum þess-
ara aðila. Þær reglur voru sett-
ar í upphafi að þar mætti hvorki
hafa um hönd vín né tóbak og
eftirlitsmaður yrði á hverri
skemmtun. Þetta reyndist mjög
vel. Unglingarnir sáu um und-
irbúning að mestu leyti sjálfir
og fórst það vel úr hendi.
Umbætur á skemmtanalífi
unga fólksins er mjög brýn og
bezta ráðið til þess er að efna
til fleiri slíkra klúbba þar sem
unga fólkinu er gefinn kostur á
því að skemmta sér á ódýran
og heilbrigðan hátt.
I febrúarbyrjun í vetur efndi
Æskulýðsráð til sjóvinnunám-
skeiðs, Var það til húsa í nýja
Öldutúnsskólanum. Kennt var í
tveim flokkum og kennari Ár-
mann Sigurðsson, skipstjóri. —
Nemendur voru mjög áhuga-
samir og var hér unnið gott
brautryðjendastarf. Bíða þessi
ungu sjómannsefni nú með eft-
irvæntingu eftir því, að fara
sína fyrstu sjóferð, á vegum
Æskulýðsráðs og mun það
verðaverða eftir nokkra daga.
Segja má að þama hafi verið
brotið blað í sögu þessarra mála
hér í bæ. Með því að halda
námískeið í hagnýtum nútíma
vinnuaðferðum í undirstöðu at-
vinnugreinum þjóðarinnar, þá
er verið að koma unglingunum
í nánara samband við lífið og
starfið og gera þá hæfari til þess
að taka að sér þessi störf þegar
skólanámi Iýkur.
AÐSTAÐA TIL TÓM-
STUNDASTARFA
Þegar Æskulýðsráð hóf starf-
semi sína hafði það ekki yfir
neinu húsnæði að ráða. Góð-
templarar komu þar til hjálpar
og hefur meirihluti starfseminn-
ar farið fram í Góðtemlarahús-
inu.
Utvarpsumræður á
mánudagskvöld
Það hefur orðið að samkomulagi flokkanna hér í bæn-
um, að útvarpsumræður um bæjarmálefni Hafnarfjarðar
verði næstkomandi mánudagskvöld og hefjast þær klukk-
an 8 síðdegis. Dregið hefur verið um röð flokkanna í um-
ræðunum og verður hún þessi: Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Talaðar
verða fjórar umferðir þannig að í fyrstu umferð hefur
hver flokkur 20 mínútur til umráða, í annarri og þriðju
umferð 15 mínútur í hvorri og í fjórðu og síðustu um-
ferð 10 mínútur.
Almennur framboðsfundur verður því ekki, enda ekk-
ert húsnæði til hér í bænum, sem rúmaði alla þá, sem
slíkan fund vildu sækja. Hins vegar munu allir Hafnfirð-
ingar eiga þess kost að hlusta á útvarp og geta þess vegna
allir bæjarbúar heyrt málflutning flokkanna og vegið
hann og metið. Allir stærri kaupstaðir munu nú hafa lagt
framboðsfundina niður og. útvarpsumræður leyst fundina
af hólmi. Alþýðuflokkurinn vill hvetja alla bæjarbúa að
fylgjast vel með útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið
kemur. Hann mun hér eftir sem hingað til treysta á góð-
an málstað og réttlátan dóm kjósenda. Þess vegna munu
fimm Alþýðuflokksmenn sitja í næstu bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar.
Nú um áramótin síðustu fékk
Æskulýðsráð afnot af kjallara
nýfa barnaskólans við Öldutún.
Er þar hin prýðilegasta aðstaða
fyrir alls konar tómstundanám-
skeið og sjóvinnunámskeið. Nú
hefur bæjarstjórnin keypt hlut
K.R.H. í félagsheimilinu á Hval-
eyrarholti og mun þar verða
íþrótta- og tómstundalieimili.
í sambandi við íþrótta- og æsku
lýðshöllina, sem nú er hafin
bygging á, er Æskulýðsrúði ætl-
að þar mikið liúsrými til starf-
semi sinnar.
Þegar það hús verður fullgert
verður aðstaða hér í Ilafnarfirði,
til tómstunda- og félagsiðkana
einhver sú fullkomnasta, sem
þekkist hér á landi.
Fráfarandi bæjarstjóra hefur
sýnt þessu máli mikinn skilning
og ef bæjarbúar sýna AlþýSu-
flokknum verðugt traust í kosn-
ingunum 27. maí n. k., með þvi
að veita honum hreinan meiri-
hluta í bæjarstjórn, þá mun
verða unnið að því að efla og
auka þessa starfsemi, sem nu
hefur verið byrjað á.
Sjónarmið unga fólksinls eru
þau sömu og Alþýðuflokksins i
þessum málum.
Sigur Alþýðuflokksins er þvi
sigur unga fólksins.