Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Qupperneq 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Standa verður tryggan vörð um Krýsuvíkina S jálfstæðismenn hafa sýnt það greinilega, að þeir eru alls ekki menn til að stancla trygg- (ín vörð um eignir bæfarins, hvort sem er gegn flokksgæð- ingum hér í Hafnarfirði eða þá aðilum úr Retjkfavík. Dæmi þessu til staðfestingar eru mý- mörg, en hér skal aðeins minnst a Lýsi og Mjöl-hneijkslið, undir- lægfuhátt þeirra við Landleiðir á síðastliðnum vetri, og nú síð- nst lxinar heiftarlegu árásir þeirra í Morgunblaðinu á Bæj- arbíó og Sólvang. Öll þessi dæmi eru tálandi tákn um það, lxverj- 11 m augum þeir líta á eignir bæjarins. Hafnarfjarðarbær keijpti Krýsuvíkureignina árið 1937 þrátt fyrir mikið tómlæti íhalds ins. Alþýðuflokkurinn liefur ætíð átt því láni að fagna, að forystumenn hans hafa verið framsýnir. Þess vegna sáu þei snernma, hvílík auðæfi voru i Krýsuvík og beittu sér fyrir því að hún var keypt. Hitaorkan í Krýsuvík er ein af alverðmæt- ustu eignum bæjarins. Það er stefna Alþýðuflokksins, að hún verði beizluð hið allra fyrsta íbúum Hafnarfjarðar til hag- sældar, bæði til að hita upp hás í bænum og til atvinnurekstrar. Það sýndi sig skjótt, að ýmsir utanbæjarmenn litu auðæfin í Krýsuvík hýrum augum, og þá ekki sízt Reykvíkingarnir. Að lokum var svo komið, að allir landsmenn, nema Sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði, gerðu sér Ijósa grein fyrir verðmæti Krýsu víkur. Þá talaði Hafnarfjarðar- íhaldið um Krýsuvík. sem vand- ræðabarn Hafnfirðinga, sem þeir viklii fegnir losna við. Svo kom stóra gufugosið 1950 og þú fyrst fór íhaldinu í Hafnarfirði að detta í hug, að því bæri að endurskoða afstöðu sína til Krýsuvíkur og tala með gætni um „fánýti “ hennar. En Al- þýðuflokkurinn liefur lnns vegar ætíð staðið tryggan vörð um eignir bæjarins og þá einnig llnglingavinnan í Krýsuvík sómi Hafnarijarðar Undir fonjstu Álþýðuflokksins stofnaði bærinn sumarvinnuskóla í Krýsuvík fyrir 10 árum. For- stöðumaður vinnuskólans er Haukur Helgason, skólastjóri Oldutúnsskólans, og hefur hann unnið þar mjög gott starf ungum borgurum þessa bæjar- félags til heilla. Þar eru drengir bæði látnir vinna og leika sér. Þeir læra ýmis hagnýt vinnubrögð, eru undir góðum aga og er kennt að meta gildi vinn- unnar. Þeim er einnig veitt tilsögn í leikjum, svo sem knattspyrnu. Drengirnir eru á aldrinum 8—12 ára. Þá er ótalin sú þjónusta, sem þetta er fyrir heimilin, sú livíld, sem mæðurnar njóta á meðan synir þeirra eru við holl störf upp í Krýsuvík. Ekki má gleyma því heldur, hve drengirnir hafa miklu betra af því að vera við vinnu og leiki í Krýsuvík, en að vera að leika sér allan liðlangan daginn í göturykinu. Vinnuskólinn var stofnaður fyrir 10 árum. Hafn- arfjörður var fyrsta íslenzka bæjarfélagið, sem hóf rekstur vinnuskóla í þessari mynd, en síðan hafa fleiri bæjarfélög fylgt fordæmi Hafnarfjarðar. Aðsókn að vinnuskólanum liefur verið mjög góð, og hafa færri drengir komizt en viljað hafa. Fyrir 3 áirum voru 80 drengir í vinnuskólanum, en nú síðastliðið sumar 120. Þess má geta, að í stærsta kaupstað landsins, Reykjavík, þar sem íhaldið hefur haft meirililuta í bæjarstjórn um tugi ára, mun engan vinnuskóla vera að finna hliðstæðan vinnuskólanum i Krýsu- vík. En ætti Reykjavík að standa hlutfallslega jafnt Hafnarfirði í þessum málum, þyrfti liún að reka um 1200 barna vinnuskóla. Hamar hefur skiljanlega okki frætt Hafnfirðinga um þetta. Vegna þess, live vinnuskóli fyrir drengi hefur reynzt vel, hefur Alþýðuflokkurinn ákveðið, að láta einnig hefja rekstur vinnuskóla fyrir stúlkur nú á næsta kjörtímabili, fái hann umboð frá kjós- endum til að stjórna bænum. Krýsuvíkina, og Jmð hefur sann- arlega orðið bænum til góðs, að Alþýðuflokkurinn hafði stjórn- ina i sínum höndum. Nú á síðasta Alþingi var sam- Jnykkt þingsályktunartiUaga á þá leið, að athugaðir yrðu mögu leikar á Jjví, að hitaorka frá Krýsuvík yrði notuð til upphit- unar húsa í Hafnarfirði, Kópa- vogi og Reykjavik. Verði það tir, að Hafnarfjarðarbær selji þessum tveimur bæjum, Kópa- vogi og Reykjavik, hitaorku, er nauðsynlegt, að hagsmunir Hafnarfjarðar verði ekki fyrir borð bornir. í þeim 'samning- um dugar hvorki hálfvelgja né undirlægjúháttur, og þess vegna er íhaldið ekki vænlegt til að hafa aðstöðu til að ráða þeim samningum, því að þá myndi hagsmunir Hafnarfajrðar vikja fyrir Reykjavíkurvaldinu. Aftur á móti er sterk og örugg forysta Alþýðuflokksins bezta tryggingin fyrir því, að hags- munum Hafnarf jarðar verði ekki fórnað. Þess vegna eiga bæjar- búar að sameinast um Alþýðu- flokldnn og tryggja það, að bann fái 5 menn kjörna í bæjarstjóm. Stuðningsmenn A-listans Munið kosninga- sjóðinn. Framlögum veitt móttaka á kosn- ingaskrifstofunni Álþýðuhúsinu. ★ Munið, að margt smátt gerir eitt stórt. „Eg mun vinna eins og ég. . . (Framhald af bls. 6) er ljóst að þessi mál eru horn- steinar að farsælli framtíð fyrir Hafnarfjörð. Þá get ég eigi stillt mig um að ræða nokkuð um samgöngu- mál byggðaiiagsins. I hinum ört vaxandi bæjarfé- lögum skapast ýmsir erfiðleikar fyrir íbúa úthverfanna, sem stunda atvinnu sína hjá hinum dreifðu atvinnutækjum víðsveg- ar um bæinn. Hér í Hafnarfirði er þessi vandi eigi minni en annars staðar. Alþýðuflokkurinn mun vinna að auknum strætisvagnaferðum til hagræðis fyrir íbúa úthverf- anna og aðra bæjarbúa. Eg hef í fjölda ára verið verkamaður. Eg tel mig því skilja þarfir þeirra og óskir. Ég mun vinna eins og ég frekast get að hagsmunamálum þeirra, hvort sem þau snerta aukna at- vinnu eða bætt vinnuskilyrði. Guðjón Ingólfsson. Stefnuskráin gleymdist Ekki fyrir Iöngu síðan var einn af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði að ræða við framámann Reykjavíkuríhaldsins. Varð þá Reykvíkingum að orði: „Nú eru allir beztu teiknarar landsins að vinna í stefnu- skránni okkar. Já, sú verður nú aldeilis krassandi. Verst að ekki skuli vera meira af ljósmyndum í henni um það sem búið er að gera, en þeir segja að það borgi sig alls ekki að vera að sýna það. En hvemig er það með ykkur þama í Firðinum. Eruð þið búnir að láta teikna?“ Sjálfstæðis- maðurinn úr Hafnarfirði ók sér vandræðalega, þegar hann svaraði: „Ja, hver skrattinn, heldurðu að við höfum ekki gleymt stefnuskránni. En heldurðu að það geri mikið til?“ Jú, Reykvíkingurinn var nú heldur betur á því og rauk upp til handa og fóta og sagði hinum reykvízku flokks- bræðrum sínum frá því, hvemig þessum málum væri kom- ið. Reykjavíkuríhaldið brá skjótt við, hringdi tafarlaust til hinna hafnfirzku flokksbræðra sinna og skipaði þeim að semja stefniiskrá tafarlaus. Og nú sitja stefnulausir menn á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, með- an sveittir listamenn D-Iistans reyna að berja saman stefnu- skrá fyrir kosningar. Og nú er það mesta áhyggjuefni margra íhaldsmanna, að stefnuskráin verði ekki tilbúin fyrir kosningar, en aðrir em hinir rólegustu og segja, að það skipti ekki neinu máli, flokkurinn sé vonlaus hvort sem er. Vöxtur Hafnarfjarðar . . . (Framháld af bls. 1) ir. Þátttaka í keppninni var góð og er almennt talið, að árangur hafi orðið mikill. Nú er unnið að lokatillögum um skipulag þessa bæjarhluta með hlið'sjón af því bezta, sem fram kom í keppninni. Þá mun AlJjýðuflokkurinn beita sér fyrir því, að skipu- lögð verði stór, opin 'svæði fyr- ir bæjarbúa. Þar eiga að koma fallegir og friðsælir gróðurreit- ir sem munu veita komandi kyn- slóðum bæði ánægju og ham ■ingju. ^ Alþýðuflokknum er fulljós nauðsyn Jjess, að lögsagnarum dæmi Hafnarfjarðar sé stækkað. Á þessu kjörtímabili fékkst lög- sagnarumdæmi bæjarins stækk- að mjög verulega. Þó hefur enn ekki fengizt nægileg stækkun Jjess. Alþýðuflokkurinn mun beita 'sér fyrir því að tryggja Hafnarfjarðarbæ nægilegt land rými til framtíðarþróunar. Með þessum aðgerðum af hálfu bæjarins hefur Alþýðu- flokkurinn viljað stuðla að eftir- farandi: 1. Tryggja atvimiúfyrirtækjum nægilegt athafnasvæði og stuðla á þann hátt að upp- byggingu atvinnulífsins í bænum. 2. Sjá um að ávallt séu fyrir hendi lóðir fyrir íbúðarhús. 3. Breyta skipulagi Miðbæjar- ins í það horf, að hann full- nægi þeim kröfum í umferð, byggingum og útliti, sem Hafnarfjörður framtíðarinn- ar verður að uppfylla. 4. Tryggja bæjarbúum fullan aðgang að glæsilegum al- menningsgörðum til hvíldar og liressingar. 5. Tryggja vaxtarmöguleika Hafnarfjarðar með nægilegu landrými. Það er þetta, sem bæði Alþýðuflokkurinn og fólkið í bænum vill, og þess vegna þurfa allir frjálslyndir og framsýnir Hafnfirðingar að tryggja Alþýðuflokknmn hreinan meirihluta í kom- andi kosningum. Takmarkið er fimm Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. TILKYNNING frá Iðnráði Hafnarfjarðar. Að gefnu tilefni skal mönnum bent á, að tilgangslaust er að sækja um iðnréttindi til iðnráðsins fyrir þá, sem ekki upp- fylla þau skilyrði, sem sett eru í lögum nr. 46, 1949. l í stjórn Iðnráðs Hafnarfjarðar. Sigurður Amason. Sigurður Kristinsson. Jón Asmundsson. Guðmundur Þorleifsson. Pétur Auðunsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.