Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Síða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SIGURÐUR EMILSSON, SÍMI 51943 Auglýsingar: GUNNAR BJARNASON PRENTSMIDJA HAFNARFJARÐAR H.F. Hvers vegna Alpýðuflokkinn? Hafnfirðingar ættu að hugleiða það rækilega og fordómalaust, hvort ekki væri skynsamlegt að auka áhrif Alþýðuflokksins á ný á stjórn bæjarmálanna næsta kjörtímabil. Reynsla síðustu kjörtímabila, og þá alveg sérstaklega þess, sem nú er senn á enda, hefur sannað okkur það, að eftir því, sem áhrifa Alþýðuflokksins hefur minna gætt í bæjarstjórn, þeim mun lakari hefur stjórn þessara mála verið. Aukinn stuðningur við Alþýðu- flokkinn er því leiðin til aukinnar hagsældar fyrir bæjarbúa. Alþýðuflokkurinn heitir því á kjósendur, og þá alveg sérstak- lega hina ungu kjósendur, að kynna sér vel fortíð þessara mála. Það er ánægjulegt að geta bent hinum ungu kjósendum á glæsi- lega fortíð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði jafn'framt því, sem flokk- urinn býður nú fram unga og áhugasama ágætismenn í efstu sætum listans. Þeir ættu að vera trygging fyrir því, að áfram verð- ur unnið að áhugamálum æskunnar. Ef unga fólkið óskar að auka áhrif Alþýðuflokksins í kosning- unum, þá hefur verið komið til móts við það með því að setja í vonarsætin tvo glæsilega fulltrúa hennar, sem gjörþekkja óskir unga fólksins. Auk þess er í öðru sæti á lista Alþýðuflokksins, öruggu sæti, Hörður Zóphaníasson yfirkennari. í 4. sæti á lista Alþýðuflokksins er Yngvi Rafn Baldvinsson sundhallarstjóri. Yngvi hefur m. a. látið íþróttamálin mikið til sín taka, og hefur verið formaður íþróttabandalags Hafnarfjarð- ar í mörg ár, en helztu kappsmál íþróttahreyfingarinnar er bygg- ing nýja íþróttahússins. Er ekki að efa, að málefnum íþróttafélag- anna er vel borgið, ef Yngvi verður kosinn. I 5. sæti á lista Alþýðuflokksins er Haukur Helgason skóla- stjóri Öldutúnsskólanís. Haukur er þegar orðinn kunnur fyrir ágæta þekkingu á fræðslu- og menningarmálum, og Öldutúns- skólinn talinn til fyrirmyndar hvað skipulag og tækjabúnað snert- ir. Valið hjá hafnfirzkri æsku hefur því aldrei verið auðveldara. I þremur áf fimm efstu sætum á lista Alþýðuflokksins eru glæsi- legir fulltrúar unga fólksins, auk tveggja þekktra og reyndra athafnamanna. Stefnumál Alþýðuflokksins eru visSulega í samræmi við skoð- anir og vilja unga fólksins, sem með aukinni menntun og víðsýni vill skapa nýjan heim og ný þjóðfélög á grundvelli félagslegra umbóta. Við treystum því, að nógu margir kjósendur í Hafnarfirði kunni að meta reynslu og hæfileika þessara tveggja ungu manna, og tryggi þeim báðum sæti í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. w I fótspor íhaldsins Þegar Alþýðuflokkurinn hafði hér forystu í bæjarmálum var Krýsuvíkurlandið keypt, og bor- anir hafnar eftir heitu vatni, sem báru góðan árangur. Ihaldið í Hafnarfirði bar þungan hug til þessara framkvæmda af skiljan legum ástæðum, þar sem hér voru að opnast ýmsir nýir virkj- unarmöguleikar. Hún verður lengi í minnum höfð sagan um einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins,, sem læddist upp í Krýsuvík, eftir að hann hafði frétt, að þar hafi fengizt mjög mikið gos úr einni borholunni. En þegar hann kom í bæinn aftur, var eins og manninum hefði létt mikið, er hann sagði sigurbrosandi við menn: „Ég held að gosið sé nú að minnka“. En það var aðeins hans óska- draumur. Og enn læðast menn upp í Krýsuvík til þess að reyna að sækja sér efni í níðskrif um Al- þýðuflokkinn. Að þessu sinni ritstjóri hjá blaðinu Borgarinn. Eitt ættu þessir samherjar þó að vita, og það eru þau einföldu sannindi, að eins og Róm var ekki byggð á einni nóttu, verður Krýsuvík ekki strax að þeim stað, sem Alþýðuflokkurinn stefnir að, þó við vonum að það verði sem fyrst. í Krýsuvík verða mjög bráðlega reistar sum arbústaðir Þjóðkirkjunnar, þar er unglingavinna á sumrin, ræktun mun halda áfram, sil- ungsrækt í Kleifarvatni, ylrækt í gróðurhúsum, garðlönd verða þar fyrir Hafnfirðinga o. m. fk, en framtíðar verkefnið verður svo virkjun þeirrar orku, sem býr í jörðu. Að þessum málum mun Alþýðuflokkurinn vinna eftir því sem fjárhagur leyfir á hverjum tíma, þó að hann verði fyrir aðkasti frá íhaldinu og þeirra nýju samherjum. Þeim eignum, sem þar liggja undir skemmdum, verður tafarlaust að bjarga og girða fyrir að slík mistök endurtaki sig. F. H. ÍSLANDSMEISTARAR 1966 Ekki vinstri flokkur Það er góðra gjalda vert, þegar menn villa ekki á sér iij heimildir. Það má því virða það við Borgarann, blað ijÍ „Óháðra“, að þrátt fyrir oft léttúðlega umgengni við sann- jÍÍ leikann, segir hann með sönnu, að ekki sé hann vinstri iii sinnaður, eða „Félag óháðra“ vinstri flokkur. Hins vegar vita allir, að jafnaðarmenn eru vinstri ÍÍÍ sinnaðir og jafnaðarmannáflokkar taldir vinstri flokkar, jj! hvar sem er í veröldinni. Það leiðir því af sjálfu sér, að jjj jáfnaðarmenn eiga ekki heima í fylkingu, sem ekki telur jjj sig vera vinstri sinnaða. Og með þeirri fullyrðingu Borg- jjj arans, að samtökin séu ekki vinstri sinnuð, er öllum jjj vinstri sinnuðum Hafnfirðingum jafnframt sagt, að með jjj „Óháðum“ eigi þeir ekki samleið. Vinstri stefna fyrirfinnist jjj þar engin. Eftir þessa yfirlýsingu Borgarans finnst mönnum ekk- jjj ert ótrúleg sagan, sem gengur um bæinn núna, að jafnaðar- jjj rnaður einn, sem taldi sig eiga samleið með þessum sam- jjj tökum, hafi borið fram tillögu á fundi „Óháðra“ þesS efnis, ;;; að ekki skyldi unnið með Sjálfstæðisflokknum eftir kosning- jjj ar, — og tillagan verið kolfelld. i Nýlega hefur F.H. varið jp meistaratign sína í liand- jjj knattleik með miklum glæsi- jjj brag. Mótið var haldið að jjj Hálogalandi, og verður að jjj telfa þá ráðstöfun til lítils |j sóma fyrir Reykfavík, að hafa jjj ekki annað hús fyrir íslands- jjj mótið en gamlan bragga frá jjj stríðsárunum. Alþtjðublað Hafnarffarðar pj og Hafnfirðingar allir sam- jjj fagna F.H., og vonandi verð- jjj ur þess ekki langt að bíða, jjj að við getum boðið æsku jjj þessa bæfar nýtt og glæsilegt jjj íþróttahús. Munið fund stuðningsmanna A-listans í kvold kl. 8.30 Höldum sókn- inni ófram X-A er heill Hafnarfjarðar Lausar lögreglupjónsstöður 2 lögregluþjónsstöður í lögregluliði Hafnarfjarð- ar og Gullbringu- og Kjósarsýslu (vegna Garða- hrepps) eru lausar til umsóknar. Byrjunarlaun samkv. 13. flokki launasamnings opinberra starfsmanna auk 33% álags á nætur- og helgidagavaktir. — Upplýsingar um starfið gefur undirritaður og skulu umsóknir, sem greina, aldur, menntun og fyrri störf hafa bor- izt honum fyrir 15. maí n. k.. — Bæfarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kfósarsýslu, 22. apríl 1966. Einar Ingimundarson. Gustavsberg hreinlœtistœki nýkomin. Pantanir óskast sóttar. Kaupfélag Hafnfirðinga Byggingavörudeild, Vesturgötu 2. Sími 50292.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.