Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Side 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Side 7
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 TU/I AUC.LVSING 0,00 % \\ 0 \ <í > 4 * NYTT HAPP DRŒTTB $ ð s Vali fyria? ISHXXS »IILL eftir o«riR ^y^ir 3 Umboðið í Hafnarfirði Verzlunin FÖT OG SPORT Vesturgötu 4 - Sími 50240 Hátíðahöldin 1. maí Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna og Starfsmennafélags Hafn arfjarðar efndu til hátíðahalda 1. maí, eins og venja hefur verið. Var fyrst gengið í kröfugöngu um bæinn, en Lúðrasveit Hafn- arf jarðar lék fyrir göngunni und- ir stjórn Hans Ploder Fransson- ar. Kröfugöngunni lauk við Fisk iðjuver Bæjarútgerðarinnar, en þar setti formaður fulltrúaráðs verklýðsfélaganna, Gunnar S. Guðmundsson, fundinn. Ræðu- menn dagsins svoru tveir,, þeir Hermann Guðmundsson, formað ur Verkamannafélagsins Hlífar, og Guðlaugur Þórarinsson, for- maður Starfsmannafélags Hafn- arfjarðar. Veður var heldur leið- inlegt, rigning, og hefur vafa- laust átt mikinn þátt í því, að hátíðahöldin voru ekki eins fjöl- menn og vera bar, þegar jafn þýðingarmikil og voldug hreyf- ing og verkalýðslireyfingin á í hlut. ' Kröfur dagsins voru þessar: 1. Að dýrtíðinni sé haldið í skefjum. 2. Að kaup verði hækkað veru- lega. 3. Að gerðar verði ráðstafanir til að gera styttingu vinnu- dagsins að veruleika. 4. Að orlofslöggjöfinni verði breytt á þann veg, að laun- þegar geti nýtt sumarleyfi sín. 5. Að kaupgreiðsluvísitala verði með þeim hætti, að hún gefi rétta mynd á hverjum tíma af framfærsluþörfum rneðal- fjölskyldu. Lœvís Því virðist enginn takmörk sett, hve lélegan áróður fram bjóðendur Félags „óháðra“ geta boðið mönnum. Ef þeir tala við vinstri mann þá eru þeir að berjast við Sjálfstæðis flokkinn. Ræði þeir við Sjálf- stæðismann þá eru þeir dul- búnir frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins, sem eru að berjast gegn komrnum og krötum. Þeir benda gjarnan Sjálfstæðismönnum á, í und- irlægjuhætti sínum við Sjálf- stæðismenn, að þeir hafi endurvakið hið gamla íhalds- blað hér í Hafnarfirði „Borg- arann“ og það séu marg- ir Sjálfstæðismenn á lista óháðra. — Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. — Það var staðhæft hér í síð- asta blaði, að framboð óháðra þjónaði engum öðrum til- gangi en gera hlut Sjálfstæðis floksins sem mestan, þó Sjálf stæðisflokkurinn væri fjær því en áður að fá hér hreinan meirihluta. Við þessa stað- hæfingu er litlu að bæta, því framboð „óháðra“ hefur auk- ið líkurnar fyrir því að Sjálf- stæðisflokurinn haldi sínum 4. rnanni í bæjarstjóm. 6. Að afnumin verði sá víta- hringur, að kjarabætur þær, sem verkalýðshreyfingin knýr frarn liverju sinni, færist af sjálfu sér auknar og endur- bættar, til þeirra þegna þjóð- félagsins, sem búa við hærri laun og betri kjör og þar á rneðal hátekjumanna. xA Ibsen í lceri hjá Vorboðanum Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boðinn hefur boðað til fundar næstkomandi fimmtudagskvöld. Harnar auglýsti þennan fund síð ast liðinn laugardag, og sást þar að Þorgeir Ibsen, 5. maðurinn á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi verða þar á fundinum með konunum. Málgögn Sjálf- stæðisfloksins hafa haldið því mjög á lofti, hversu mikill skóla maður og uppeldisfræðingur Þorgeir Ibsen væri og er það að vonurn. Þess vegna datt ýmsum í hug, að þarna myndi Þorgeir kominn til þess að fræða kon- urnar um þessi mál. En þennan sama dag kom Morgunblaðið með viðtal við frú Helgu Guðmundsdóttur, en hún skipar baráttusæti flokksins, svo sem kunnugt er. Fer hún þar lofsamlegum orðum um kunn- áttu Þorgeirs í þessum málurn og segir síðan orðrétt: „Þó karl- mennirnir séu dugmiklir, hefur konan rneiri áhuga og innsýn í mannúðar- og uppeldismál, því börnin og velferð þeirra standa hug hennar næst“. Af þessu sézt, svo að ekki verður urn villzt, að konurnar í Vorboðanum hafa tekið að sér að kenna Ibsen, en hvort hann er að nema uppeldisfræði eða fær tilsögn um mannúðarmál hjá Vorboðanum, það er ekki upplýst ennþá.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.