Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Side 8
DILKASVIÐ, nýsviðin á 35 kr. kg.
Kjöt og Fiskur
Vesturbraut 12 - Sími 51632
ALÞYÐUBLAÐ
HAFNARFJARÐAR
DILKASVIÐ, nýsviðin á 35 kr. kg.
Kjöt og Fiskur
Vesturbraut 12 - Sími 51632
MÖRGUM, SEM LÁSU síSasta tölublað Borgar-
ans, blöskraSi hin furSulegu skrif Árna Gunnlaugssonar um
Alþýðuflokkinn. Jafnvel ritstfórinn, Vilhjálrhur Skúlason, skrifar
leiðarann í blaðið undir fullu nafni, svo hann verði ekki bendlað-
ur við annað efni þess, sem Árni skrifar undir ijmsum dulnefnum
t.d. verkamaður, jafnaðarmaður eða húsmóðir.
★
JÓN PÁLMASON, bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins var lánssamur þegar greitt var atkvæði um Álverk-
smiðjuna í bæjarstjórn. Tillagan var borin fram í jirennu lagi
og gat því Jón verið á móti málinu eins og trúverðugum Fram-
sóknarmanni sæmir, hann sat hjá eins og Jón Skaftason og að
síðustu fékk hann vonandi að túlka eigin skoðun í málinu, ef
hann hefur þá einhverja. Framsóknarflokkurinn missir nú dijgg-
an þjón, þegar Jón hverfur úr bæjarstjórn, en bæjarbúar losna
jmr við óþarfan skemmtikraft.
★
SÓLVANGUR. Samkvæmt upphjsingum for-
manns Sólvangsnefndar, sem unnið hefur að undirbúningi bygg-
ingar á dvalarheimili ft/rir aldrað fólk, eru vinnuteikningar að
verða tilbúnar og verður fijrri hluti verksins boðinn út mjög
bráðlega og stefnt að því að Ijúka byggingunni á árinu 1967.
Nánar verður sagt frá þessu máli í næsta blaði.
★
HAMAR BARMAR SÉR í síðasta tölublaði yfir
því, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst hér til valda að loknum
síðustu kosningum, hafi bæjarfulltrúar hans hvorki liaft hugmynd
um livernig bæjarmálin stóðu né livað hafi átt að gera í þeim
málum og þess vegna liafi Sjálfstæðisflokkurinn staðið ráðþrota
í heilt ár meðan hann var að hugsa ujn málin. Að vísu gafst hon-
um nokkur tími til atvinnuofsókna, enda það mál eflaust löngu
þaulhugsað í öllwn atríðum.
Á þeim framkvæmdum stóð því ekki. Þetta hugsunarleysi
Sjálfstæðisflokksins átti þó ekki að koma Hamri á óvart, því að
Alþýðublað Hafnarfjarðar hafði þegar fyrir kosningar bent á, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafði alveg gleymt stefnuskránni í hita bar-
dagans. Hann hafði gleymt að hugsa. Og betra er seint en
aldrei. Skyldi fæðast stefnuskrá hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir
kosningarnar núnaP Skyldu bæjarfulltrúaefni hans kannski vera
byrjuð að hugsa?
★
EITT AF ÞVÍ sem Alþýðuflokkurinn benti á
fyrir síðustu kosningar í bæjarstjórn, var nauðsynin á gæzlu-
leikvöllum hér í bænum. Aðrir sýndu þessu máli þá lítinn áhuga.
Nú eru sumir „listamenn‘ Sjálfstæðisflokksins farnir að tæpa á
þessu. Er það vissulega virðingarverð framför. Þeir og aðrir
mættu gjaman leggja lið ýmsum fleiri umbótamálum, sem Al-
þýðuflokkurinn hefur lengi barizt fyrir, því að þau mál horfa
öll til heilla fyrir Hafnarfjörð.
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins
er í Alþýðuhúsinu
• Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—12 og 13—22.
• SÍMAR 52399 og 50499.
• Stuðningsmenn A-listarts eru hvattir til að háfa samband við skrifstofuna.
Við unclirritun samninga. Hægra megin sita: Aðalsteinn Júlíusson vitamálastjári 'fremst, Jiá Pétur Pétursson for-
stjóri. Við enda borðsins situr hafnarstjóri Gunnar Agústsson og hjá honum stendur Yngvi Rctfn Balclvinsson, hafn-
arriefndarmaður. A móti jieim eru Pólverjarnir.
Samið um kaup ó nýrri dróttar-
braut í Hafnarfirði
Nýlega voru undirritaðir samn
ingar um kaup á stórri dráttar-
braut fyrir Hafnarfjörð. I fyrsta
áfanga á að vera hægt að taka
upp 500 tonna þung skip, en
síðar má stækka brautina, þann-
ig að hægt verður að taka upp
í hana allt að 950—1150 tonna
þung skip. Er áformað að byggja
dráttarbrautina innanvert við
Suður-hafnargarðinn, og verður
undirbúningur hafinn þegar í
sumar, en miðað er við það, að
brautin verði starfhæf árið 1968.
Ætlunin er þá að leigja dráttar-
brautina út til einkaaðila, sem
taka hana til rekstrar.
Fyrirkomulag á dráttarbraut-
inni er nýtt. Höfð er nokkurs
konar kví, sem skipið siglir inn
í og er lyftupallur á botninum.
Báðum megin eru vindur, sem
draga lyftupallinn upp. Þá sezt
skipið í vagn, og er hægt að
draga það á láréttu yfir á annan
vagn, sem kallaður er hliðar-
færsluvagn. Er það síðan flutt
á honum yfir að því stæði, sem
því er ætlað að vera á. Með
þessu fyrirkomulagi lokast skip
aldrei inni vegna þess að annað
er fyrir framan og alltaf hægt
að sjósetja það.
Lyftan, sem notuð verður, er
keypt í Bandaríkjunum en lyftu
pallurinn verður smíðaður í Pól-
landi eftir amerískum teikning-
um, þar sem það er ódýrara.
Kostnaður við fyrsta áfanga er
áætlaður 30 millj. kr. og greiðir
ríkissjóður 40% af öllum kostn-
aði. Samningana undirrituðu
fyrir Hafnfirðinga Gunnar
Agústsson, hafnarstj. í Hafnar-
firði, Pétur Pétursson forstj. Iuu
kaupastofnunarinnar og vita-
málastjóri Aðalsteinn Júlíusson-
EITT
FEIMNIS-
MÁLIÐ
ENN?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan átt sér mörg feimnis-
mál hér í bæ. En nú virðist hann hafa orðið sér úti um
eitt enn, ef ekki tvö. Altalað er, að Hafsteinn bæjarstjóri
sé senn á förum héðan úr bænum alfarinn. Þessu til stað-
festingar er bent á það, að hann muni þegar búinn að
selja hús Sitt við Brekkugötuna. Þetta hefur Hamri ekki
þótt fréttnæmt hingað til, enda svo komið, að hvorki Sjálf-
stæðisflokkurinn né Framsókn vilja hampa bæjarstjóranum
sínum, sem þeir réðu hingað. Bæjarstjórinn er því sameigin-
legt feimnismál Framsóknar og Sjálfstaíðisflokksins í Hafn-
arfirði. Þeir eru fátalaðrí og lágtalaðri um hann nú, en
þeir voru fyrir og eftir síðustu kosningar.
En nú eru bæjarstjómarkosningar að ganga í garð á
nýjan Ieik. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í undanförnum bæj-
arstjórnarkosningum hampað mjög bæjarstjóraefnum sín-
um FYRIR KOSNINGAR. EN NÚ ERU ÞEIR ÞÖGLIR
SEM GRÖFIN. Hvað veldur? Fyrir hvað skammast þeir
sín? Er feimnismálunum að fjölga hjá íhaldinu? Það er
fullyrt, að Páll V. Daníelsson sé bæjarstjóraefni Sjálfstæðis-
flokksins að þessu sinni. Hveis vegna þegir Hamar um
þetta mál? Er þetta nýtt feimnismál hjá flokknum, — eða
hvað? En feimnismálin verður oft að upplýsa, Hamar sæll.
Þess vegna er nú spurt og Hamar krafinn svara: Ætlar
Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að gera Pál V. Daníelsson
að bæjarstjóra eftir kosningar, og ef svo er, hvers vegna
er það þá feimniSmál hjá flokknum? .