Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Kjartan Jóhannsson: Byggja verður bæinn þannig að samkennd sé með íbúunum og allir geti litið á bæinn sem sitt heimili Hafnarfjörður var fyrst og fremst fisk- veiðibær þegar ég var að alast upp hér i bænum. Verkunarhúsin og ver- stöðvarnar kúrðu á strandlengjunni, salt- fiskstæður og saitfisk- breiður voru um plön og reiti. Á vertiðinni sóttu bátar langt að héðan á hin fengusælu fiskimið i flóanum. Við krakkarnir vorum inni á gafli i verkunarhúsunum, fylgdumst með komu hátanna og aflabrögð- um, kiktum á járn- smiðina hamra járn á steðja i vélsmiðjunum. í stuttu máli kynntumst við atvinnulifinu, sem ólgaði um allan bæ, af eigin sjón. Fáar götur voru lagðar varanlegu slitlagi. Þó hafi Strand- gatan verið steypt, og taldist það reyndar með mestu undrum á land- inu. Skólarnir voru ein- setnir eða svo gott sem. Hér var starfandi tón- listarfélag, sem hélt konserta i Bæjarbiói oft á ári. Leikfélagið starf- aði lika með miklum blóma. Hafnfirðingar voru ekki rikir, en þeir voru heldur ekki fátæk- ir. Liklega hafa meðal- tekjur heimilanna verið um það bil helmingi lægri en nú. En okkur leið vel, og bærinn iðaði af atburðum í atvinnu- lifinu og i menningarlifi. tbúaf jöldinn var um það bil helmingur á við það sem hann er nú. Filestir þekktust. Breytt bæjarlif Tímarnir hafa breyst. Bærinn hefur stækkaö. A sumum sviöum hafa oröiö miklar framfarir. En sumt af þvi sem bærinn hafði best upp á aö bjóöa hefur glatast I um- róti framfaranna. Tengsl ung- menna við atvinnulifið eru nú hverfandi. Menningarlif er snauðara, þótt bærinn sé orðinn langtum rikari. Hafnarfjöröur hefur alltaf veriö hlýlegur og mannlegur bær i fögru bæjar- stæöi. En höfum við lagt eins mikla rækt viö þann þáttinn i bæjarlifinu, eins og ýmsa aöra, sem betur sjást? Höfum við lagt alúö viö þá félagslegu þætti, sem varöa lif okkar og lifshamingju ekkert siöur en margvislegar framkvæmdir af verklega sviöinu Hvernig á bærinn að verða Þegar viö nú litum fram á veg- inn og reynum að gera okkur i hugarlund hvernig bærinn okkar muni verða eftir tiu, tuttugu eöa þrjátiu ár, megum við ekki einblina á þaö hvort byggðin hafi teygt sig uppi Asfjall, inn Set- bergshliðina eöa um hraunin komin I næstum öll hús i bænum. Og á seinustu tveimur árum hefur verið gert myndarlegt átak viö aö leggja varanlegt slitlag á götur og leggja gangstéttir. Þetta átak tókst með þvi aö taka allhátt lán til framkvæmdanna eins og viö Alþýðuflokksmenn bentum á fyrir sjö árum að vera mundi for- senda fyrir þvi aö verulegur ár- angur gæti náöst. Aörir flokkar sunnan Hvaleyrarholts. Viö verö um lika aö gera okkur grein fyrir þvi, hvernig viö viljum, aö bæjar- lifiö sé. Bærinn á ekki aö veröa bara raðir af húsum, heldur lika gott og hlýlegt samfélag, þar sem hver finnur atvinnu við sitt hæfi og félagsskap sem hann nýtur. Samfélag þar sem allir njóta sin i starfi og leik, og börnin alast upp i góöum skólum og i heilbrigöu umhverfi og kynnast vinnunni og starfi fólksins af eigin sjón. Við veröum aö byggja bæinn þannig upp, að samkennd sé með ibúun- um og allir ibúar bæjarins liti á bæinn sem sitt heimili. Markmiðiö hlýtur aö vera aö gera góöan bæ betri, fagran bæ fegurri. Markmiðiö veröur aö vera aö byggja bæinn þannig aö okkur liöi vel i honum. Þessa heildarsýn og þetta framtiöar- markmiö veröum viö aö hafa i huga viö hvert þaö verkefni, sem viö tökumst á hendur. Við höfum nú um árabil séö miklar framfar- ir i bænum á verklega sviöinu. Þvi veröur aö halda áfram, og verklegu framkvæmdirnar veröa á sinn hátt aö stuöla aö þvi aö skapa betri, hlýlegri og menn- ingarrikari bæ, en mega ekki striöa gegn þvi. Þetta vil ég minna á. Hitaveita og varanleg gatnagerð A seinustu árum hefur átakiö i hitaveitumálum og varanlegri gatnagerö borið hæst. Nær allar götur i bænum eru nú meö frá- gengnum vatns- og holræsalögn- um og aö mestu tilbúnar undir varanlegt slitlag. Hitaveita er hefjast þegar handa um að gera þróunartillögur byggöar i bænum t'fi næstu 15—20 ára til þess að byggja frekariskipuiagstillögur á og i þeim tilgangi að stuðla aö jafnri og stööugri uppbyggingu. Jafnframt verður að hraða eftir þvi sem fremast eru tök á, að ganga endanlega frá skipulagi á þeim byggöasvæöum, sem helst koma til álita næstu árin. sýndu þessu sjónarmiði vægast sagt lftinn áhuga framan af, en hlutu siðan aö þræöa þá slóö i þessum efnum, sem viö höföum boðaö. Nú er eftirleikurinn tiltölulega auöveldur. Höfuöatriöiö er að vinna markvisst aö þvi á næstu árum eftir fyrirframgeröri áætl- un aö binda varanlegu slitlagi þær götur, sem ófrágengnar eru, og leggja gangstéttir og gang- stiga. Skipulagsmál og lóðir Iskipulagsmálum stendur bær- inn á timamótum. Hin byggilegu svæði innan Reykjanesbrautar eru senn fullnýtt og veröur aö finna nýjum byggöahverfum stað ofan brautarinnar. Um þessar mundir er verið að úthluta sein- ustu lóðunum i Noröurbænum. Stöndum við nú frammi fyrir þvi, aö ekkert fullfrágengiö skipulag er til aö nýjum byggöa- og iön- aðarsvæöum, sem þegar má ganga aö, og lóöaúthlutun hefur dregizt stórlega saman. Þetta veldur óvissu um framtiöina hjá bæjarbúum um möguleikana til þess aö geta reist sér ibúðir. Þar á ofan hafa afturkippir af þessu tagi mjög slæm áhrif á atvinnu- ástandið I bænum. Lóðaúthlutun þarf aö verajöfnog árviss til þess aö bærinn geti vaxiö meö eölileg- um hraöa. Þess vegna veröa ævinlegaaö vera fyrir hendi frá- gengin svæöi fyrir nýja byggö. Stööugleiki i lóðaúthlutun er lika forsenda þess aö unnt sé að reka byggingariðnaöinn með hag- kvæmum hætti og hefur skrykkjótt úthlutun áhrif i þá átt aö auka kostnaöarverö ibúöa. Ég tel aö fyllsta ástæða sé til aö tþrótta- og æskulýðsstarf I þessu sambandi og til þess aö gera bæjarlifiö mannlegra og skemmtilegra eru mörg atriði, sem hyggja þarf aö Sumt af þessu þarf ekki aö vera dýrten annað er kostnaðarsamt. Af smá- framkvæmdum má nefna aöstööu til skautaiðkana, sem litiö hefur verið hirt um, en góö aöstaöa af þvi tagi er mikils virði fyrir unga sem fulloröna. Sama gildir um bætta aðstöðu i sambandi við skiöaferöir og iökun skiöaiþrótt- arinnar. Möguleikar á almanna- iþróttum eru lika of litlir. Veröur aö huga aö úrbótum á þvi sviöi i félagsheimilisálmu iþróttahúss- ins og I sambandi við iþróttahús viö skólana, sem ekki má dragast öllu lengur aö hefjast handa við. Sundlaug i Suöurbænum hefur’ verið til umræöu i mörg ár. Sann- leikurinn er sá, að Sundhöllin er meira og minna fullnýtt fyrir sundkennslu skólanna og almenn- ingur kemst þar tæpast aö. Þess vegna er I rauninni löngu orðið timabært, aö reisa nýja sundlaug. Æskulýðsstarfiö i bænum býr lika við þröngan kost. Nýjir timar og breyttir lifshættir krefjast þess, aöæskulýösstarfisésinnt af kostgæfni. Hlutverk skólanna i þessu efni er mikilvægt og tvimælalaust ætti aö stuöla aö auknu æskulýösstarfi innan veggja þeirra og nýta húsnæöi þeirra til þessa verkefnis, þegar þaö er laust frá kennslu. Og hluti af húsnæöi þeirra ætti aö vera innréttaöurmeöþettai huga. Þaö er t.d. kjöriö aö ganga þannig frá hiuta af þvi skólahúsnæði, sem núl er verið að byggja i svonefndum Engidalsskóla. Frjálst félaga- starf þarf lika aö fá tækifæri til þess að blómgast. Þet'.a á jöfn- um höndúm viö hin rótgrónu iþróttafélög og nýgræölinga eins og t.d. Siglingaklúbbinn, sem unnið hefur merktstarf viö mjög erfiðar aðstæöur og þröngan stakk i peningamálum. Atvinna unglinga Uppeldi æskunnar i atvinnu- málum tel ég einnig vera ábóta- vant. Aö sumu leyti er hér um að ræöa mjög vandasamt sviö ogþaö tengist skipulagsmálum til lengri tima litiö. Á hinn bóginn er nauð- synlegt aö bæjaryfirvöld hafi skilning á þessu máli. Eitt nær- tækt verkefni af þessu sviði er aö endurskipuleggja unglingavinnu bæjarins þannig að verkefnin verði fjölbreyttari og unglingarn- ir fái að axla meiri ábyrgö og kynnast þvi i rikara mæli en nú hvaöa vinna er og læra til vinnu- bragða. Aldraðir bæjarbúar Viö veröum lika aö hyggja vel að þörfum eldra fólks i bænum. Nú er unnið aö byggingu ibúöa fyrir aldraöa viö Alfaskeiö, og Hrafnista er smám saman aö komast i gagniö. Hér rætist gamall draumur. En þaö verður framvegis aö huga aö Ibúðaþörf eldri bæjarbúa i öllu skipulagi bæjarins. Jafnframt er ekki siður nauösynlegt að bæta heimilis- hjálp fyrir aldraöa og halda álögöum gjöldum á tekjulágt eldra fólk i algjöru lágmarki, þannig aö það geti búiö sem lengst i eigin ibúöum og bjargast sjálft. A sama hátt verður aö sinna atvinnu- og félagsþörf aldr- aöra i rikara mæli en gert hefur verið til þessa. Atvinnulif, skólar og dagvistun barna Aö þvi er varðar foreldra og fólk á starfsaldri er þrennt öllu mikilvægast: Fjölbreyttog öflugt atvinnulit, góöir skólar og aðstaöa til dagvistunar barna. Þetta þrennt er forsenda þess aö fólki geti liöiö vel, veriö öruggt um lifsafkomu sina, beri ekki kviöboga fyrir börnunum og haft. forsendur til betra, mannlegra og menningarlegra lifs. Þótt bætt hafi verið viö dagvistunarpláss á undanförnum árum, erum viö eftirbátar margra bæjarfélaga i þvi efni og langt frá þvi aö sjá fyrir eölilegri þörf. Skólarnir eru nú tvl og þrisetnir og börnin verða jafnvel aö sækja skóla í aöra bæjarhluta. Viöbótin I skólahús- næöi hefur alls ekki verið i takt við f jölgun nemenda. Atvinnulifiö er alltof einhæft og alls ekki nægi- lega öflugt. Atvinnutækifærin eru i rauninni mjög takmörkuö. Ef viö ætlum aö bæta bæinn og bæjarlifið veröur aö vinna mark visst að úrbótum I þessum efnum Betri bær og bæjarlif Siöast en ekki sist veröur stjórn bæjarmálanna að mótast af samkennd meö fólkinu i bænum, heiibrigöu viöhorfi til vinnandi fólks og góöu samstarfi milli bæjaryfirvalda og bæjarbúa þannig aö allir finni aö þeir séu þátttakendur i þvi aö gera góöan bæ betri, fagran bæ fegurri og bæjarlifið hlýlegt, mannlegt og menningarlegt.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.