Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 1
ALÞYÐuBLAD HATNAKFJARÐAR Hefur þú hugsað um það? Veistu.aðkostnaðurvið vigbúnaöarkapphlaupið er jafnmikill og árstekjur 1800 (átj- án hundrub) tnilljóna manna 136 fátækustu rikjumheims? Veistu, að á hverri minútu er einni milljón dollara (214 milljón krónum) varið tU vopnafram- leiðslu. Veistu.að samanlagður kostnaður við vopnaframleiðslu ársins 1976 er hœrri en samanlögð út- gjöld allra þjóða heims á sviði heilbrigðis- og menntamála. A meðan þjást svo 1500 (fimmtán hundruð) milljónir manna vegna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu og 800 (átta hundruð) millj- önir manna eru ólæsir og óskrifandi. Veistu, að I dag eru til i heiminum gjöreyðingarvopn að styrkleika 150 þúsund Hirosima- sprengja. 25. JANÚAR 1978 1. TBL. Prófkjör til bæjarstjórnar Prófkjör um skipan fjögurra efstu sætanna á lista Alþýðuflokksins við komandi bæjarstjórnar- kosningar fer fram um næstu helgi. Kosið verður í Alþýðuhúsinu við Strandgötu laugardaginn 28. janúar kl. 14 til 20 og sunnudaginn 29. janúar klukkan 14 til 22. Kosningarétt hafa allir Hafnf irðingar, sem eru 18 ára og eldri og eru ekki félagar í öðrum stjórnmála- flokkum né samtökum, sem bjóða fram til bæjar- stjórnar. Frambjóðendur bjóða sig fram í tiltekin sæti á listanum. Á kjörseðli sést hverjir bjóða sig fram í hvert sæti og merkir kjósandi með krossi við þá frambjóðendur, sem hann velur. í hvert sæti má aðeins kjósa einn frambjóðanda og sama fram- bjóðanda má aðeins kjósa í eitt sæti. Kjósa verður minnst þrjá en mest fjóra frambjóðendur til þess að kjörseðill sé gildur. Niðurstöður próf kjörsins eru bindandi um skipan sætis á framboðslista, ef f rambjóðandi hlýtur 1/5 hluta þeirra atkvæða, sem f ramboðslisti Alþýðu- flokksins hlaut í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frambjóðendur í prófkjörinu eru Grétar Þorleifs- son, Arnarhrauni 13, Guðni Kristjánsson, Lauf- vangi 2, Guðríður Eliasdóttir, Miðvangi 33, Hörður Zóphaníasson, Tjarnarbraut 13, Jón Bergsson, Kelduhvammi 27 og Larus Guðjónsson, Breiðvangi 11. Grétar er í f ramboði í sæti 2,3 og 4, Guðni í sæti 1,2 og 3, Guðríður i sæti 2,3 og 4, Hörður í sæti 1 og 2, Jón i sæti 1,2 og 3, og Lárus í sæti 2 og 3. Grétar Þorleifsson Guðni Kristjánsson Guðriður Eliasdóttir Höröur Zóphaniasson Jón Bergsson Lárus Guðjónsson Prófkjörsseðill Alþýðuflokksins til bæjarkosninga í Hafnarfirði 1978 í hvert sæti má aðeins kjósa einn frambjóðanda. Sama frambjóðanda má aðeins kjósa i eitt sæti með þvi að setja X framan við nafn hans. Kjósa verður minnst þrjá og mest f jóra frambjóðendur til þess að kjörseðill sé gildur. 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti - Grétar'Þorleifsson Grétar Þorleifsson - Grétar Þorleifsson Guðni Kristjánsson Guðni Kristjánsson Guðni Kristjánsson Guðríður Elíasdóttir Guðriður Elíasdóttir ..... Guðríður Elíasdóttir Hörður Zóphaníasson Hörður Zóphaníasson Jón Bergsson Jón Bergsson Jón Bergsson Lárus Guðjónsson Lárus Guöjónsson Verksmiðjan flutt? Allir Hafnfirðingar þekkja allt of vel þa megnu fýlu sem leggur frá verksmiðju Lýsi og Mjöl er bræðsia stendur yfir.. Samkvæmt reglugerð um mengunarvarnir er krafist hreinsunartækja i verksmiðju sem Lýsi og Mjöl. Þessi tæki eru ekki fyrir hendi. Ýmsar tillögur hafa verið fram færðar til lausnar vand- ans, m.a. frá stjórn Lýsi og Mjöl, en sú áætlun hljóðar upp á litlar 350milljónir. Þá samþykkti heilbrigðis- ráð á fundi nýlega aö sá mögu- leiki yröi vandlega kannaður hvort ekki væri heppilegt að flytja verksmiöjuna i útjaður bæjarlandsins. Ékkert hefur þo endanlega verið ákveðið i þessum efnum og mun þvi „Lýsi og Mjöl fýl- an" kitla nef bæjarbúa enn um sinn. FLOKKSTARF Aiþýðuflokksfélagið Alþýðuflokksfélagið i Hafnarfirði hefur starfað með hefð- bundnum hætti. Unnið var mikiö og gott undirbunings- og skipu- lagsstarf í sambandi við profkjörin. Ungir jafnaðarmenn 1 herbiiðum ungra jafnaðarmanna hefur mikið og öflugt starf verið unnið. Hafa félagar verið virkir og áhugasamir og tekið mörg mál til umf jöllunar, svo sem stefnuskrá Alþýöuflokksins,, jafnaðarstefnuna, utanrikismál svo og ýmis þjóðmál. Héldu þeir raðstefnu i Munaðarnesi snemma á siðasta starfsári um steinu Alþýðuflokksins til ýmissa mála. Buðu ungir jafnaðarmenn Sighvati Björgvinssyni alþingismanni á ráðstefnuna sem hélt erindi um jafnaðarstefnuna fyrr og nú svo og stöðu hennar i nútimanum. Ýmsum öðrum gestum var boðið til ráðstefnunnar sem tóku virkan þátt i þróttmiklum umræðum. A þessu ári er ráðgert að halda aðra slika ráðstefnu um önnur málefni. A siðasta starfsári gerðu ungir jafnaðarmenn itrekaðar tilraunir til að fá unga sjálfstæðismenn til kappræðufundar um almenn stjórnmál, en þeir þorðu ekki. Ráðgert er að gera enn eina til- raun til þess að fá þá til kappræðufundar ef þeir þá þora i ár. I desember siðastliðinn tóku 10 fulltrúar þátt i sambandsþingi ungra jafnaðarmanna. Fór þingið vel fram þrátt fyrir aliharðar umræður sem þar áttu sér stað. í ljós kom á þinginu að ungir jafnaðarmenn hafa starfað mjög vel m.a. á sviði utanrikismála. A þinginu voru gerðar margar gagnmerkar samþykktir og hafa þær verið að birtast i Alþýðublaðinu nú i janúar. Kvenfélagið Kvenfélag Alþýðuflokks Hafnarfjarðar hefur starfað mjög vel á siðasta starfsári. Hefur félagið haldið fundi einu sinni i mánuði og hafa þeir verið vel sóttir. Margir nýir félagar hafa innritast og tekið virkan þátt i félagsstarfinu. Félagið hefur haldið uppi leshring i vetur og tekið jafnaðarstefnuna fyrir. Aætlað er að halda áfram með leshringina og taka fyrir önnur mál til meðferöar. Félagiðátti40ára afmæli 18. nóv. siðastliðinn og var þá haldið myndarlegt hóf i þvi sambandi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.