Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Side 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Side 8
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Málefni Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar Bónuskerfið Vegna breytinga á húsnæöi og tækjabúnaöi Bæjariitgeröarinnar fóru stjórnendur fyrirtæisins fram á þaö viö starfsfólk aö þaö tæki upp nýja starfsháttu og ynni eftir bónuskerfi (ákvæöisvinnu). Starfsfólkiö tók þessu ekki of vel og taldi aö ekki væri æskilegt aö skella á bónuskerfi viö vinnuna án aölögunartima, auk þess sem breytingum á hUsnæöinu væri ekki lokiö t.d. i vélasal og þar hentaöi ekki aö vinna samkvæmt bónuskerfi. Felldi starfsfólk þá tillögu aö unniö yröi eftir bónus- kerfi. Yfirmenn Bæjarútgeröarinnar tóku þessu ilia og tóku aö tima- mæla afköst verkafólks, enda þótt unniöværil timavinnu. Þessuvar harölega mótmælt af hálfu starfs- fólks og verkalýöshreyfingar- innar, þvi þaö striöir gegn öllum lagabóKStofum aö timamæla vinnuafköst starfsfólks meöan unniö er i timavinnu. Þessi tlmamæling varö hins vegar til þess aö starfsfók kom saman til fundar og samþykkti aö taka upp bónuskerfiö til reynslu i þrjár vikur. Var þetta samþykkt meö 47 atkvæöum gegn 26. Taldi meirihluti verkafólksins að þar sem vinnuafköst þeirra væru hvort sem væri timamæld, þá væri þó altént skárra aö hafa eitt- hvaö upp úr þvi. Þannig er sem sagt ástandiö i dag og eru ekki allir ánægðir. Verkafólk sitji fundi út- gerðarráðs Nýlega kom fram tillaga i bæjarstjórn frá Ægi Sigurgeirs- syni um aö fulltrúum verkafólks Bæjarútgeröarinnar væri heimilt aö sitja fundi útgeröarráös meö tillögu og málfrelsi. Þessi tillaga gengur mjög i sömu áttog tiiiögur Alþýöuflokksins um atvinnulýö- ræöi. A útgeröarráösfundi fyrir skömmu voru þessi mál rædd og til þeirra tekin afstaða. Fulltrúar Ihaldsins, Guömundur Guömundsson sparisjóösstjóri og Stefán Jónsson forstjóri, auk Jóns Kr. Gunnarssonar framkvæmda- stjóra fulltrúa ,,óháöra” töldu enga ástæöu til aö leyfa starfs- fólki aö fylgjast með og hafa áhrif á ákvörðunartökur viö rekstur fyrirtækisins. Settu þeir sig gegn tillögunni. Hrafkell Asgeirsson (Alþ.fl.) og Gunnar Hólmsteins- son (Framsókn) voru þvi hins vegar meðmæltir aö fulltrúar verkafólks heföu áhrif á gang mála og töldu aö fulltrúar starfs- fólks hjá öllum stofnunum bæjar- ins ættu aö eiga setu á fundum þar sem málefni þessara stofn- ana væru rædd. Þessi mál komu siðan nýverið til umræöu I bæjarstjórn. Þar fluttu Kjartan Jóhannsson og Guörlöur Eliasdóttir, bæjarfull- trúar Alþýöufiokksins tillögu um, aö þegar yröu teknar upp viörseö- ur viö fulltrúa verkalýös- hreyfingarinnar um hvernig haga skyldi kjöri fulltrúa starfefólks i stjórnir bæjarstorfnana og um réttindi þessarra fulltrúa á stjórnarfunduin. Fulltrúar meiri- hkitans tóku aftööu gegn þessari tillögu eins og hinni fyrri tilög- unni. Fóru þar saman skoöanir Sjálfstæöisflokksins og Óháöra borgaraeinsog svooft áöur. Þótti þeim þaö óeölilegt aö starfsfólk Bæjarútgeröarinnar og annarra bæjarstofnanna fengi aö hafa nokkur áhrif á ákvaröanir um rekstur fyrirtækisinseöa stofnun- arinnar. Fulltrúar hinna flokkanna, Alþýðuflokks, Framsóknar og Alþýöubandalags töldu rétt aö fulltrúar verkafólks sætu fundi útgeröarráös • Ekki þoröi meirhlutinn (ihald og „óháöir”) þó aö fella tilögurn- ar, en frestaöi ákvöröun og setti máliö I salt, llklegast I þeirri von að hægt væri aö svæfa þaö. Full- trúar Alþ.flokksins greiddu at- kvæöi gegn þessari frestun. En hvaö skyldi verkafólkiö sjálft hafa aö segja um þessi mál? Tiö- indamenn blaðsins litu niöur i Bæjarútgerö sl. föstudag og tóku starfsfólk tali. Réttindabarátta Verkafólks Mikiö hefur verið um aö vera innan veggja Bæjarútgerðar Hafnarfjaröar undanfariö. Eins og allir muna þá var flestu starfs- fólki sagt upp störfum ekki alls fyrir löngu og starfesemi lögö niöur á meöan unniö var viö gagngerar breytingar og endur- bætur á húsnæöi fyrirtækisins. Nú hefur flestallt verkafólkiö veriö endurráöiö og starfssemin komin I gang. En nú hafa komið upp tvö óskyld mál innan Bæjarútgerðar- innar sem hafa leitt til talsveröra deilna innan fyrirtækisins sem utan. Er þar um aö ræöa hvort verkafólkið eigi aö vinna sam- kvæmt bónuskerfi eöa tlmakaupi, og svo aftur hvort fulltrúar starfsfólks eigi að fá rétt til aö sitja á fundum útgeröarráös meö tillögu og málfrelsi. Alþýöublaö Hafnarfjaröar mun nú skýra frá þessum málum i stórum dráttum, auk þess sem verkafólk i Bæjarútgeröinni er tekiö tali. — Hefur verið sýnd svip- an áður — í anddyri Bæjarútgerðarinnar sátu þrir kvenmerih og hvfldu lúin bein að loknum ströngum vinnu- degi. Viö tókum þær tali um mál málanna þessa dagana. Valkyrj- urnar þrjár heita, Anna Sigrún Runólfsdóttir, Björg Björnsdóttir ogSesselia Pétursdóttir Stöllurn- ar kváöust vera sæmilega hress- ar meö hiö nýja vinnufyrirkomu- lag. Þær virtust ekki hræöastþaö aö vinnuharka og stress ykist svo nokkru næmi. — Okkur hefur nú verið sýnd svipan áöur varöandi vinnukröfur svo þaö er I öllu falli skárra aö fá greidda uppbót fyrir mikla vinnu, heldur en að vinna mikiö og sjá aöeins heföbundiö timakaup. Ekki gekk þaöán árekstra aö fá konurnar til aö stilla sér upp á mynd, en þaö hafðist aö lokum. — Þéna betur i bónus- kerfi — Hólmfriður Zóphaníasdóttir, ung verkakona sagði: — Ég er eindregiö fylgjandi bónuskerfi. Ég hef unniö viö þess konar kerfi áöur og likaö vel. Aöalkostur bónuskerfisins er auö- vitaö sá aö mögulegt er aö þéna betur en viö timakaupsfyrir- komulag. — Hólmfrfður — Ekki hef ég neitt um þaö heyrt að til standi aö fulltrúar starfsfólks fái fulltrúa á fundi út- geröarráös. Hins vegár list mér mjög vel á þessa hugmynd og tel aö þorri starfsfólks sé sömu skoö- unar, þ.e. finnist æskilegt aö starfefólkiö fái aö fylgjast meö og jafnvel hafa áhrif á ákvaröanir viövikjandi rekstri fyrirtækisins. — Tala ekki við krata — Sigvaldi Andrésson umsjóna- maöur I vélasal kom askvaöandi þarna I sama mund og Hólmfriö- ur haföi lokiö máli sinu. Honum var talsvert niöri fyrir og sagöi — Auövitað er ekkert nema sjálf- sagt aö fulltrúar starfsfólksins eigi sina fulltrúa i útgeröarráöi. Þaö eru þó alls ekki kratar eöa Alþýöubandalagsmenn sem þessahugmynd eiga. Hugmyndin er gömul og kom fyrst fram hjá Markúsi Þorgeirssyni skipstjóra, sem allir Hafnfiröingar þekkja. Hann vildi alltaf aö starfsfólk Bæjarútgeröarinnar fengi aö segja hug sinn á þessum vett- vangi. — Annars tala ég ekki viö krata. svo ég er hlaupmn — Og það var eins og viö manninn mælt Sigvaldi var horfinn meö sama. Aðlögunartimi nauðsynlegur I hringferö okkar um vinnu- staöinn rákumst viö aö lokum á Theadór Söebech, ungan mann starfandi i vélasal. Hann hafði Anna Sigrún, Björg og Sesselia þetta aö segja! — Þaö er hlægi- legt eöa raunar grátbroslegt aö taka upp þetta bónuskerfi meö þeim asaog látum semhefurein- kennt allan framgang og fram- kvæmd málsins. Þaö er bráö- nauösynlegt aö nýtt vinnufyrir- komulag af þessari gerö verði tekiö upp I áföngum og aö starfs- fólkið fái aölögunartima. Þá má benda á það, aö t.d. i vélasal er alls ekki hægt meö góöu móti aö vinna á bónus grundvelli, en viö starfsmenn i vélasal erum skikk- aöir til aö vinna samkvæmt þessu kerfi, þrátt fyrir þaö. — — Þessu kerfi hefur hálft I hvoru veriö þröngvaö upp á fólk. Starfsfólk var timamælt, enda þótt á timakaupi væri og þvi þótti Theadór þvi eins gott aö vinna á bónus- kerfi þar sem timamæld afköst væru hvort sem er tlðkuö. Hins vegar vil ég taka þaö fram aö bónusvinna er þaö sem koma skal, en ekki má rasa aö neinu þegar taka á upp slikar vinnuaö- geröir. — — Telja sig yfir verka- fólk hafnir — — Hvaö varðar fulltrúa starfs- fólks I útgeröarráö vil ég segja þetta. Ég hef aö visu ekki heyrt um þetta fyrr, en er þessu ein- dregið fylgjandi. Ýmsir kostir fylgja þessubæöi fyrir starfsfólk- iö sjálft svo og stjórnendur fyrir- tækisins. Aö fá aö heyra skoöanir starfsfólks á hinu og þessu hlýtur ætiö aö vera æskilegt. — — Rök gegn þessu get ég ekki séö og þaö aö meirihlutinn I út- geröarráði og bæjarstjórn skuli hafa sett sig á móti þessu, getur varla þýtt annaö en aö þessir háu herrar telji sig yfir þaö hafna, aö sitja viö sama borö og verka- menn. — STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Sumarvinna Bæjarstjórn samþykkti á fundi nýlega að fela bæj- arráði að leita sérstakra ráða til þess að leysa úr at- vinnuleysi unglinga á sumrin, og hvort og þá með hvaða hætti bæjarstjórn gæti orðið að liði í. því sam- bandi. Þau Kjartan Jóhannsson og Guðríður Elías- dóttir bæjarf ulltrúar Alþ.f. voru f lutningsmenn tillög- unnar. Gróðurhús Þeir Kristján Símonarson fyrrverandi garðyrkju- maður hjá bænum og Gunnar Friðþjófsson áætla byggingu þriggja gróðurhúsa í Firðinum. Hafa skipu- lagsnefnd og bæjaryfirvöld gefið jáyrði sitt við þess- um áformum og munu gróðurhúsin þrjú rísa á lóðinni Unaðsdal við Garðaveg. Fiskvinnsluskólinn Bæjarstjórn hefur lýst yfir vilja sínum í þá átt að Fiskvinnsluskólinn, verði til frambúðar staðsettur í bænum. Skólinn er nú starf ræktur að Trönuhrauni 8 og i f iskiðjuveri Bæjarútgerðarinnar. Hins vegar stendur nú til að koma skólanum í framtíðarhúsnæði. Gó'lf- pláss skólahúsnæðisins þarf að vera 1000—1200 fer- metrar. Engidalsskóli I hinum nýja Engidalsskóla, sem nú er í byggingu, mun verða rúmgóður kjailari. Nú hefur félagsmála- ráð sýnt því áhuga að þessi kjallari verði nýttur undir æskulýðsstarfssemi, þegar f rá húsnæðinu hef ur verið gengið. Bifröst. Eins og flestum mun Ijóst vera þá mun bifreiða- flutningaskipið Bifröst gera útfrá Hafnarfirði. í því sambandi verður að koma upp bílaferjulægi til að uppskipun gangi greiðar fyrir sig. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við bryggjulægið hljóðar upp á 31 milljón króna. Skuldir Bæjarútgerð Hafnarf jarðar skuldar 42.4 milljónir króna til Rafveitu Hafnarf jarðar vegna vangoldinna raf magnsreikninga. Skautasvell Ákveðið hefur verið að tillögu bæjarf ulltrúa alþ.f lokksins að koma upp skautasvelli á Hvaleyrar- holti og við Engidal með tilheyrandi aðstöðu, salernis- aðstöðu og þessháttar. Þáskalog skautasvellinu á Hörðuvöllum viðhaldið.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.