Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Höröur Jóii Lárus uþörf garðurinn. A þvi kjörtimabili sem nú er að ljúka, hefur ekkert verið gert til lagfæringar á görðunum, utan þess að ekið var stórgrýti ut- an á nyrðri garðinn, á fyrri hluta ársins 1977, sem að i sjálfu sér er engin viðgerð, heldur neyðarráð- stöfun til varnar þvi að garðurinn hverfi i hafið. Hér verður að stinga við fótum og það tafar- laust. Hefjast skal handa um var- anlega viðgerð og endurbætur, svo og að fullgera garðana og ganga endanlega frá þeim i fulla lengd. Þá tel ég, að ekki megi lengur dragast að framlengja og sam- eina holræsi þau er i höfnina falla og veita þeim út fyrir garða. Félags- og þjónustumál. öflugt félagslif og góð þjónusta við bæjarbúa er ekki siður nauð- synleg en verklegar framkvæmd- ir. Ég tel að þvi fé, sem varið er til æskulýðsstarfsemi i hvaða Framhald á bls.6 Guðni Kristjánsson er fæddur 27. ágúst 1937. Hann er sonur hjónanna Kristjáns 0. Guðmundssonar verkamanns og Laufeyjar Sigfinnsdóttur. Guðni er fæddur og uppalinn I Hafnarfirði og lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla 1954. Réðist til Bæjarsjóðs Hafnar- fjaröar, Ahaldahúss 1960 og hefur starfað þar siöan. Kosinn i stjórn V.M.F. Hlffar 1971 sem meðst jórnandi, gjaldkeri 1972—1975. Varaformaður frá 1976. A sæti i fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna i Hafnarfirði, sit- ur i stjórn Lifeyrissjóðs Hlifar og Framtiöarinnar og i stjórn Sjúkrasjóðs Hlifar. Fulltrúi á þremur seinustu ASl-þingum. A sæti i stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Kona Guðna er Rannveig Kjærnested, og eiga þau tvo syni. fyrirrúmi ibúðahverfis, þar sem ibúar þeirra, nemendur og foreldrar, ungirsem aldnir.fá tækifæribæði til náms og félagsstarfa. Nemendur þurfa að eiga kost á athvarfi á skóladagheimilum, ef þeir þurfa á þvi að halda. Atvinnulifið.Þarf að efla og gefa nýjum iðngreinum tækifæri til að komast á legg. Má i þvi sam- bandi benda á t.d. á úrvinnslu úr áli. Bæjarútgerðina þarf að reka meö hagkvæmissjónarmið í huga i góðu samstarfi við starfsfólk hennar. Hún mun enn sem fyrr verða ein af atvinnutryggingar- tækjum bæjarbúa. Skipulagi ung- lingavinnunnar þarf að breyta Hörður Zóphaniasson f. 25. april á Akureyri. Foreldrar: Zóphanias Benedikts- son skósmiður og Sigrún Jónina TVjámannsdóttir. ólst upp á Álcureyri hjá móöur sinni og stjúpfóöur, Tryggva Stefáns- syniskósmið.Kennarapróf 1954. Stundaði nám I Kennaraháskól- anum i Kaupmannahöfn 1968—69. Kennari við barna- skólann a Hjarlteyri 1954—1958, skólastjóri barna- og unglinga- skólans i ólafsvik 1958—1960, kennari við Flensborgarskóla 1960—1970 (yfirkennari 7 sein- ustu árin), en skólastjóri Viði- staðaskóla i Hafnarfirði hefur hann verið frá stofnun hans 1970. HÖrður hefur tekið mikinn þátt i félagsmálum. Hann starf- aöi ungur i skátafélagi á Akureyri, stofnaði skátafélag á Hjarteyri, var félagsforingi skáta i ólafsvik, hefur lengi starfað i skátafélaginu Hraun- búum í Hafnarfirði, verið m.a. félagsforingi þess félags um þannig, að unglingarnir fái áhugavekjandi og raunhæf verk- efni til að glima við. Samband bæjarstjórnar við bæjarbáa þarf að auka og efla. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar eiga öðru hverju að halda fundi með ibúum hinna ýmsu bæjar- hverfa, þar sem viðhorf til ýmissa mála eru rædd og skýrö. Sjónarmið jafnaðarstefnunnar skulu ávallt höfð að leiðarljósi I stefnumörkun og ákvörðunum bæjarstjórnar, þar sem bræðra- þelið og samábyrgðin situr i fyrirrúmi fyrir sérhyggju- og auðvaldssjónarmiðum. Hörður Zóphania sson. margra ára skeið. Einnig var hann i stjórn Ungmennasam- bands Eyjafjarðar um hrið. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum i samtökum kennara, verið i stjórn Sædýra- safnsins fra úpjíiafi, er formað- ur KaupfélagsHafnfirðingaog á sæti I stjórn Sambands islenzkra samvinnufélaga. Hörður var bæjarfulltrúi 1966—1974 og átti lengst af sæti i bæjarráði. Hann hefur öðru hverju annast ritstjórn ýmissa flokksblaða, setið mörg ár i flokksstjórn Alþýðuflokksins og er formaður fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins i Hafnarfirði. Hörður hefur verið formaður fræðsluráðs Alþýðuflokksins frá stofnun þess 1976. Hann var fyrr á árum formaöur i F.U.J. i Hafnarfirði og varaformaður Sambands ungra jafnaöar- manna um nokkurt árabil. Kona Harðar er Asthildur Olafsdóttir, formaður Kven- félags Alþýðuflokksins i Hafnarfirði. Þau eiga sjö börn. Lárus Guðiónsson: Vernda þarf sérkenni bæjarins Stundum hefur þvi brugðið viö á hljómleikum, þar sem lag Friöriks Bjarnasonar „Þú hýri Hafnarfjörður” hefur verið leik- ið, að fólk hefur risið úr sætum. Margir brosa að þessu uppátæki Hafnfirðinga eða jafnvel hneyksl- ast. Þetta sýnir betur en flest annað, að Hafnfirðingum þykir óvenjulega vænt um bæ sinn. Og þvi þá I ósköpunum. Er þetta ekki venjulegt þéttbýlissamfélag með öllum þeim félagslegu vandamál- um sem þéttbýli fylgir? Jú, vissu- lega eigum við okkar félagslegu vandamál að glima við, en þrátt fyrir það er Hafnarfjörður ennbá frábrugðinn fjölmennum þétt- býlissamfélögum. Flosi Olafsson leikari segir Hafnarf jörð standa i landsins fallegasta bæjarstæði. Um það má eflaust deila, en óumdeilanlegt er að fallegt er það, og kannski framar öllu sér- kennilegt. Og stuðlar að höfuð- stafir þessara. hafnfirsku sér- kenna er hrauniö. Hafnarfjörður án hrauns væri eins og kvæðiö Hafnarfjörður lesið afturábak. Þvl miður hefur þessara sér- kennaekki verið gætt sem skyldi I skipulagningu bæjarins. Norður- bærinn er sorglegt dæmi þess, en húsbyggendur hafa margir af smekkvisi varðveitt upprunalegt landslag eftir föngum i lóðum sin- um. Það þarf ekki endilega annaö Hellisgerði til að undirstrika sér- kenni Hafnarfjarðar þótt sllkt væri æskilegt þar sem þvi væri við komið. Arnarklettur á gatna- mótum Arnarhrauns og Alfa- skeiðs er litið en stórfenglegt dæmi, um mikilleik hafnfirsks bæjarstæðis. En vissulega leysir það ekki hin félagslegu vandamál þótt fólk hafi hraundranga til að horfa á, eða lautir til aö liggja i. Hættuleg- asta gróðrarstia þéttbýlisvanda- mála er félagslegt aðstöðuleysi. Slikt aðstöðuleysi hindrar nauð- synleg mannleg samskipti og skapar rótleysi og lausung, sem getur breyst í ógnvekjandi skálmöld stórborganna sé ekki spyrnt við fótum. Félagslegum aðgerðum má likja við skógrækt. Þær þurfa ekki að bera sýnilegan stórárangur á einum til tveimur árum, fremur en tré sem er gróðursett. Félagslegt umhverfi mannsins skiptir hann jafn miklu máli, og moldin tréð sem þaö er gróðursett I. Og þennan félags- lega jarðveg þarf að byggja upp jafnt og þétt, þótt sýnilegs árangurs sé ekki að vænta i' hvelli fyrirstjórnmálamennað hæla sér af. Félagslegt uppbyggingarstarf er arfur, sem okkur ber skylda til að láta afkomendum okkar i té. Þeir sem hafa afskipti af stjórnmálum skipta sér I flokka eftir þeim skoðunum, sem hver og einn byggir lifsmat sitt á. Mér varð snemma ljóst, að skoðanir mlnar og viðhorf til þessarar jarönesku tilveru komu heim og saman við jafnaðarstefnuna. Þvi gekk ég til liðs við Alþýðuflokk- inn. En hvað kemur það stjórn- un bæjarfél. við, þessi sifella bar- átta jafnaöarmannaog ihalds- manna?, kann einhver að spyrja. Þessari spurningu skal svaraö að svo stöddu með einu litlu dæmi. Vorið 1975 ákvað meirihluti bæjarstjórnar að spara. Byrjað var á að skera niöur löngu fast- mótaða eftirvinnu hjá starfs- mönnum bæjarfyrirtækja. Þetta kom að sjálfsögðu harðast niöur á þeim lægst launuðu, en með sam- stilltu átaki verkamanna með Hlíf i broddi fylkingar varð bæjarstjórnarmeirihlutinn að láta af þessari kjaraskerðingu. Eflaust er ekki ástæða til að fárast yfir þessum vinnubrögöum bæjaryfirvalda I ljósi þeirrar staðreyndar, að þeir sem meiri- hlutann skipa eru menn með a.m.k. þreföld laun verka- manna. Þegar gripið er til ráð- stafana eins og gerðar voru vorið 1975 er ekki nema von að hugsað sé til ritningarinnar, flett upp á Jakobs bréfi, og maður lesi með sjálfum sér 5. kafla 1—5 vers. Lárus Guöjónsson er fæddur 25.9.1951. Foreldrar hans eru Guðjón Ingólfsson, verkamaður og Aðalheiður Frimannsdóttir. Lárus tók gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla árið 1968. Hann útskrifaðist frá Iðnskóla Hafnarfjarðar árið 1972 i vél- virkjun og tók sveinspróf i greininnifrá Vélsmiðju Hafnar- fjarðar. Lárus starfaði mikið að félagsmálum á námsárunum, bæði i Flensborgarskóla og eins að málefnum iðnnema. Hann var formaður Félags iðnnema i Hafnarfirði i þrjú ár og i stjórn Iðnnemasambands Islands i eitt ár. Lárus gekk i FU J 16 ára gam- all og hefur hann verið fulltrúi á flestum SUJ þingum siðan. Hann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir unga jafn- aðarmenn. Hann var formaður FUJ i Hafnarfirði 1974-77. Rit- stjóri máigagna SUJ var hann árin 1974-75. Þá hefur Lárus starfað i Lúðrasveit Hafnar- fjarðar frá 14 ára aldri og tekið virkan þátt i margvislegri annarri félagsstarfsemi. Maki Lárusar er Elisabet Asmundsdóttir. Jón Bergsson: Brýn fjölgun atvinnutækifæra I stuttu máli tel ég að þau verk- efni, sem bæjarstjórn Hafnar- fjarðar þurfi að snúa sér að á næsta kjörtimabili, markist fyrst og fremst af atvinnumálum innan bæjarfélagsins. Atvinnutækifær- um innan bæjarfélagsins hefur ekki fjölgað til jafns við aukna ibúatölu og þarf að finna nýjar leiðir til aö laða atvinnurekstur til búsetu i bæjarfélaginu, menn mega ekki láta tilkomu álversins i Straumsvik villa sér sýn og huga ekki að fiskiðnaði og útgerö, sem hefur farið hnignandi siðustu ár- in. Athuga þarf hvort skipulag og rekstur hafnarinnar og rými til atvinnurekstrar viö höfnina, fæli beinlinis útgerð frá Hafnarfirði. Rannsaka þarf hvort landsvæði bæjarins i Krisuvik sé hættulegt til búsetu vegna eldvirkni, sbr. Kröflusvæðið, slik rannsókn tekur langan tima og ef engin hætta stafar af eldvirkni á svæðinu þarf að skipuleggja byggðakjarna á heppilegum stað og laða menn til búsetu þar með veitingu lands og lóða til þess atvinnurekstrar, sem menn óska að setja á fót þar með nýtingu jarðvarma i huga. Bæjaryfirvöld þurfa að styðja betur frjálsa æskulýðsstarfsemi og iþróttafélög og varast að setja á stofn starfsemi i samkeppni við starfandi félög. Sundaðstaða i Hafnarfirði hefir ekki aukist þó ibúatalan hafi þrefaldast frá þvi sundlaugin var vigð. Með tilkomu hitaveitu hafa opnast möguleikar á að byggja ódýra útisundlaug i bænum til notkunar fyrir bæjarbúa án þess prjáls sem oft vill fylgja iþrótta- mannvirkjum sem enn eru byggð á tslandi i anda Ólympiuleikanna i Berlin 1938. Bæjaryfirvöld þurfa að fylgja vel eftir að vegur úr Hafnarfirði að fólkvanginum i Bláfjöllum verði gerður sem allra fyrst, þar sem Hafnarfjörður er aðili að þeirri uppbyggingu skiðaaðstööu, sem þar fer fram. Aðstaða til leiklistarstarfs er afar bágborin en mætti lagfæra mikið án verulegs tilkostnaðar með að byggja við sviðið i Bæjar- bió og styðja þannig við bakið á þeim sem vilja endurvekja leik- hús i Hafnafriði. Jón Bergsson f. 30.okt. 1931 i Hafnarfirði. Foreldrar Bergur Bjarnason, bifreiðarstjóri og Ingibjörg Jónsdóttir, kennari. Jón lauk stúdentsprófi 1951, fyrri hluta prófi i verkfræði frá Háskóla Islands áriö 1955 og prófi I byggingarverkfræði frá Tækniháskólanum i Karlsruhe árið 1958. Hann var verkfræð- ingur hjá tslenskum aðalverk- tökum 1958—59, bæjarverk- fræðingur hjá Verk h.f. i Reykjavik 1961—62 og hafbi þá m.a. umsjón með byggingu vöruskemmu fyrir Aburðar- verksmiöjuna. Jón hefur rekið eigin verkfræðistofu frá 1964, fyrst I Reykjavik, en frá 1971 i Hafnarfirði. Þá hefur Jón kennt við Tækniskóla tslands frá 1968 og verið lektor við þann skóla frá 1975. Auk þess hefur hann kennt við Fiskvinnsluskólann i Hafnarfirði frá 1977 og jarðþol- fræði viö Háskóla íslands. Jón hefur átt sæti i gerðardómi Verkfræðingafélagsins I ýmsum máium. Eiginkona Jóns er Þótfdis Sveinsdóttir og eiga þau þrjú börn, eina dóttur og tvo sýni.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.