Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Í.B.H. Dagana 25. og 30. nóvember síðastliðinn var 31. ársþing íþróttabandalags Hafnarfjarð- ar haldið í Víðistaðaskóla. Þar var að venju fjallað um íþróttamál í Hafnarfirði og eftirfarandi samþykktir gerðar: 1. 31. ársþing Í.B.H. fagnar því að Í.B.H. hafi fengið inni í íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir starfsemi sína. Jafnframt skorar þingið á bæjaryfirvöld að ljúka við félagsheimilis- álmu íþróttahússins hið bráðasta, þannig að íþrótta húsið við Strandgötu verði íþróttamiðstöð Hafnfirð- inga. 2. 31. ársþing Í.B.H. skorar á bæjaryfirvöld að leita eftir aukinni leigu á íþróttahúsi Hauka, þar sem líkur eru á að æfingatímum íþrótta- félaganna fækki næsta vet- ur, vegna aukinna kennslu- tíma skólanna. 3. 31. ársþing Í.B.H. skorar á bæjaryfirvöld að hraða byggingu iþróttahúss við Víðistaðaskóla. 4. 31. ársþkig Í.B.H. fagnar staðsetningu nýrrar sund- laugar í suðurbæ. Þá hvet- ur ársþingið bæjaryfirvöld til að hraða hönnun laug- arinnar. 5. 31. ársþing Í.B.H. skorar á bæjaryfirvöld að hraða út- ÞING hlutun á íþróttasvæði til Knattspyrnufélagsins Hauka. 6. 31. ársþing Í.B.H. harmar það að bæjaryfirvöld skuli ekki leita umsagnar Í.B.H. á nýtingu félagsheimilis- álmu íþróttahúsins við Strandgötu, í þágu íþrótta- hreifingarinnar. 7. 31. ársþing Í.B.H. óskar eftir því við bæjarstjórn að bandalagið fái áheyrnar- fulltrúa í æskulýðsráði með málfrelsi og tillögu- rétt, til að koma á tengsl- um milli þessara aðila. 8. 31. ársþing Í.B.H. leggur til við stjórn bandalagsins að Í.B.H. standi fyrir ráð- stefnu um málefni íþrótta- hreifingarinnar í bænum. Jafnframt skorar þingið á æskulýðsráð að standa fyrir ráðstefnu um félags- mál, þar sem öllum félög- um í Hafnarfirði yrðu boð- in þátttaka. 9. 31. ársþing Í.B.H. fagnar og styður tillögur íþrótta- ráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafn- arfirði. Jafnframt hvetur þingið bæjaryfirvöld til aukinna framkvæmda við gerð nýrra íþróttamann- virkja og skorar á þau að stórauka fjárveitingu til Fiölskylduhátíð — Jólafagnaður í íþróttahúsi Hafnarfjarðar Á milli jóla og nýjárs, nánar til tekið 28. desember, verður efnt til fjölskylduhátíðar í íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu. Æskulýðsráð Hafnarfjarðar stendur fyrir há- tíðinni sem verður tviskipt þ.e. kl. 15.00—18.00 fyrir yngri aldurshópa ásamt öllum þeim er þessi tími hentar og síðan kl. 20.00—24.00 fyrir eldri aldurs- hópa og aðra þá sem sjá sér fært að mæta þá. Æskulýðsráð vill undirstrika að hátiðin ber nafnið fjölskylduhátíð, enda er það markmið hátíðarinnar að allir aldurshópar sæki hana og allt er nefnist kynslóðabil verði ósýnilegt. Skemmtikraftar verða af ýmsu tagi og dagskráin fjöl- breytt. Má nefna: Kór Öldu- túnsskóla, Brimkló, Halli og Laddi, Ómar Ragnarsson o.fl. Dagskrá hátíðarinnar verður auglýst nánar síðar. Það er deginum ljósara að hátíð þessi er mikið fyrirtæki. Að baki hennar liggur mikil skipulagning og vinna. Gera þurfti miklar ráðstafanir til þess að þetta gæti orðið í íþróttahúsinu. Bæjaryfirvöld, ásamt starfsmönnum þeim er málið snertir, hafa sýnt lipurð og skilning á því, að tilraun, sem þessi hátíð vissulega er, þurfi að gera. Æskulýðsráð heitir á alla Hafnfirðinga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hátíðina sem glæsilegasta, þannig að hún megi verða öllum til gleði og sóma. Hver og einn sem hátíð- ina sækir getur gert sitt til þess að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hátíð sem þessi á rétt á sér. Æskulýðsráð Hafnarfjarðar hvetur alla Hafnfirðinga á öllum aldri til að mæta til há- tíðarinnar og eiga skemmtilega og eftirminnilega dagstund í góðum félagsskap. Þess skal að lokum getið að aðgöngumiðaverði verður stillt mjög i hóf. Gleðileg jól. Æskulýðsráð. HAFNFIRÐINGAR! Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum veitta aðstoð á liðnum árum. Lionsklúbbur Hafnarfjaröar „Opnu húsin“ hafa gefið góða raun uppbyggingar þeirra. Einnig skorar þingið á bæjaryfirvöld að halda fram þeirri mótuðu stefnu iþróttaheryfingarinnar, að Víðistaðirnir verði fram- tíðar íþróttaleikvangur Hafnarfjarðar. 10. 31. ársþing Í.B.H. skorar á bæjaryfirvöld að úthluta íþróttabandalaginu æfinga tímum á laugardags- og sunnudagsmorgnum, í íþróttahúsinu við Strand- götu. Jafnframt skorar þingið á bæjaryfirvöld að hafa alltaf þann fjölda starfs- manna, sem þörf er á hverju sinni. í haust tók Alþýðuflokkur- inn í Hafnarfirði upp þá ný- breytni að auglýsa „opið hús“ í Alþýðuhúsinu, þar sem fjallað var um ýmis bæjarmál eða landsmál. Samkomur þessar voru með rabbsniði og fundar- form frjálslegt. Allir voru vel- komnir til þess að taka þátt í þessum umræðum, hvort sem þeir voru flokksbundnir eða ekki. Af bæjarmálum sem þarna hefur verið fjallað um má nefna skipulagsmál, félagsmál og íþróttamál. Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegsráð- herra, og Gunnlaugur Stefánsson ræddu í eitt skiptið um það sem efst var á baugi í landsmálum og i annað skiptið kom Magnús H. Magnússon félags og tryggingarmálaráð- herra og sagði frá þeim málum sem verið er að vinna að í ráðu- neytunum sem hann stjórnar. Jafnframt svaraði hann spurn- ingum fundarmanna. Þessir fundir og fyrirkomu- lagið á þeim hafa gefist mjög vel og er hugsað til þess að halda þeim áfram eftir áramót. I fyrsta sinn isögu Hafnarfjaröai* Útvegsbanki íslanrds hefur opnað útibú að Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Útibúið veitir viðskiptavinum sínum alla innlenda bankaþjónustu, auk þess sem það kaupir og selur erlendan gjaldeyri, tekur við inn- og útflutningsskjölum til afgreiðslu og annast opnun bankaábyrgða. Útibúið er opið 5 daga vikunnar kl. 9.15 til kl. 12.30 og kl. 13 til kl. 16 og að auki kl. 17 - 18 á föstudögum. q S£ Sími 54400 V ■/ UTVEGSBANKINN ÖU BANKAMÓNUSTA Kökubankinn Ykkar ánœgja er okkar stolt. Höfum opið um helgar frá kl. 9— 4. Kappkostum að hafa fjölbreytt oggómsætt vöruúrval. Kökubankinn Miðvangi 41. Sfmi 54040.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.