Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Hafnarfjarðarbær reisi góðan keppnisleikvang — en styrki uppbyggingufélags- og æfinga- aðstöðu íþróttafélaganna í bœnum um allt að 40% af byggingarkostnaði Á bæjarstjórnarfundi hinn 5. desember síðastliðinn hafði Hörður Zóphaníasson fram- sögu fyrir tillögu um stefnu í íþróttamálum í bænum. Allir bæjarfulltrúar bæjarstjórnar- minnihlutans stóðu að þessari tillögu, Þ.e. bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins, Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokks- ins. Tillagan var svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að vinna að því á næstu árum að koma upp íþróttaleikvangi, þar sem íþróttafélögin í bænum geti m.a. fengið keppnisað- stöðu á góðum leikvangi. Með tilstilli til fenginnar reynslu telur bæjarstjórn að það verði íþróttafélögunum Orðsending frá Mœðrastyrks- nefnd Mæðrastyrksnefnd Hafnar- fjarðar mun starfa fyrir þessi jól eins og undanfarið. Nánari upplýsingar í símum 52268, 51746, 51386. hverju um sig fjárhagslga of- viða að koma upp fullkomnum keppnisleikvöngum og reka þá, — enda líka óskynsamleg fjár- festing í ekki stærra bæjarfél- agi, þegar á heildina er litið. Á þessu stigi málsins telur bæjarstjórn hvorki tímabært að ákveða hvenær þessi mann- virkjagerð getur hafist, né á hvaða stað leikvangurinn eigi að vera, — en þar kemur til greina Víðistaðasvæðið og fleiri staðir. Bæjarstjórn ítrekar þá skoð- un sína að styrkja beri íþrótta- félögin við uppbyggingu æfinga- og félagsaðstöðu þann- ig að þau fái allt að 40% af byggingarkostnaði þessara mannvirkja í styrk frá bænum, — þó samkvæmt nánari ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Með framangreint atriði í huga, þá samþykkir bæjar- stjórn að taka ákvörðun um staðsetningu íþróttaleikvangs svo fljótt sem við verður komið og að því loknu að hefjast handa um gerð hans.“ Allmiklar umræður urðu um tillöguna og íþróttamál yfirleitt í Hafnarfirði. Lögðu bæjar- fulltrúar minnihlutans áherslu á það, að það væri algert ábyrgðarleysi af bæjaryfirvöld- um, ef þau hefðu ekki skýra og afdráttarlausa stefnu í þessum málum, sem tæki a.m.k. yfir nokkurra ára tímabil. Sam- þykkt var að vísa tillögu þessari til bæjarráðs til frekari með- ferðar. HÚLLSAUMASTOFAN SVALBARÐI3 Verðuropin alla daga fram að jólum. Þar er hægt að gera góð kaup, t.d. á H0JE KREPP-sængurfatnaði, barnafatnaði, sokkum, nærfatnaði, ýmis konar efnum og margs konar smávöru. FLEST ALLT Á GÖMLU VERÐI. Gleöileg Veriö velkomin y0/ HÚLLSAUMASTOFAN SVALBARDI3 - SÍMI51075 Flugeldasala „Hímka” Flugeldar af öllum gerðum, stjörnuljós, blys og fleira.^Í i? ^rFjölskyldupokar, tvær stærðir, einnig knöll og hattar ^ * Kveðjið gamla árið og fagnið nýju með flugeldum frá m „HAUKUM” & Atvinnulýðræði inn- an bæjarfyrirtækja Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins þeir Hörður Zóphaníasson og Jón Bergsson fluttu eftirfar- andi tillögu í bæjarstjórn hinn 7. nóvember síðastliðinn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir þeim vilja sínum að stuðla að og koma á atvinnu- lýðræði innan bæjarfyrir- tækja. í samræmi við það samþykk- ir bæjarstjórn að kjósa 5 menn úr sínum hópi til þess að fjalla um þessi mál og gera um þau tillögur til bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að fara þess á leit við Sjómannafélag Hafnar- fjarðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Verkakvenna- félagið Framtíðin og Verka- mannafélagið Hlíf að þau til- nefni hvert fyrir sig fulltrúa í þessa nefnd til þess að koma þar á framfæri viðhorfum sínum í þessum málum. Nefnd þessi skili áliti fyrir 15.janúar1979.“ Allmiklar umræður urðu um þessa tillögu áður en henni var vísað til bæjarráðs. Þar hefur tillagan svo legið í salti síðan, enda virtist í umræðum á bæjarstjórnarfundinum, að áhugi þeirra bæjarstjórnar- meirihlutamanna væri vægast sagt mjög takmarkaður. Útsvör— aðstöðugjöld Síðasti gjalddagi álagðra útsvara og aðstöðu- gjalda 1978 til bæjarstjóðs Hafnarfjarðar var 1. desember. Skorað er á gjaldendur, sem eru í vanskilum að gera full skil nú þegar svo komist verði hjá frekari óþægindum og kostnaði vegna vanskilanna. Sérstök athygli er vakin á því að dráttarvextir eru 3 % fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Innheimta Hafnarfjaröarbæjar. Húsráðendur Hafnarfirði Vinsamlegast hafiö eftirfarandi í huga varöandi sorphirðu í bænum: 1. Sorpílát skulu vera við öll hús. Lok skal vera á ílátum og þau geymd í sérstöku rými í húsunum, þar sem því verður við komið (skylda í nýjum húsum). Ella ber að sjá fyrir geymslu á lóð hússins, þannig að auðvelt sé að sækja sorpið. 2. í sorpílát má ekki setja grófa hluti eða grjót, þar sem slíkt veldur skemmdum á búnaði sorp- hreinsunarinnar. Sorpið, einkum matarleifar og þess háttar, þarf að setja í pakka eða poka, með því veröur óþrifnaður við sorpheimtuna í lág- marki. 3. í vetrarveðrum ber húsráðendum að hreinsa snjó og klaka úr tröppum og frá hurðum að sorp- geymslum. 4. Sorphaugar fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaðahrepp eru reknir við Hamranes, austan Krísuvíkurvegar. Á hauga þessa má færa allan venjulegan úrgang ber einnig að færa allt byggingabrak og úrgang frá byggingum, einnig er tekið þar við uppgreftri úr grunnum. 5. Frá öllu, sem flutt er á haugana, skal þannig gengiö í pokum, kössum, búntum eða á annan hátt, aö úrgangur fjúki ekki eða valdi óærifum. 6. Á haugunum skal fara eftir fyrirmælum gæslu- manns og öðrum leiðbeiningum sem þar eru. Sérstaklega ber aó ganga vel frá öllu efni í flutn- ingi til að hindra fok og óþrifnað. Um förgun eiturefna og annarra hættulegra efna ber að hafa samráð við undirritaða. Hafnarfirði í október 1978 Bæjarverkfræðingur Heilbrigóisfulltrúi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.