Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 13

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 13 JÓLATRÉSSALA HJÁLPARSVEITAR SKÁTA Fyrir þessi jól, sem og und- anfarin ár, mun Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði selja jólatré til styrktar starfsemi sveitarinn- ar. Verða jólatrén til sölu í hinu myndarlega félagsheimili sveitarinnar við Hraunvang. Er það þriðja árið sem jólatrésal- an verður þar til húsa, en bíla- geymslan verður rýmd og þar mun í staðinn verða jólatrés- skógur innanhúss og auðveldar það kaupendum mjög val á jólatré sem þeim hentar. Einnig býður Hjálparsveitin upp á þá þjónustu að pakka trjánum, merkja þau og verða trén síðan keyrð heim til kaupenda skömmu fyrir jól. Er með því tryggt að trén verða geymd við beztu aðstæður fram að jólum, og með því tryggð barrheldni þeirra eins og kostur er. Rekstur sveitar á borð við Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði kostar mikið fé og er jóla- trésalan einn helzti liðurinn í fjáröflun sveitarinnar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að nokkrir skátar í Hafnar- firði tóku sig saman eftir Geys- isslysið á Vatnajökli árið 1950, og ákváðu að stofna sveit sem gæti tekið að sér verkefni sem kölluðu á starf sérþjálfaðra björgunarmanna, svo sem við leit að týndu fólki, vegna flug- slysa eða þegar náttúruhamfar- ir dynja yfir. Var Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði stofnuð 19. febrúar 1951. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa yfir 300 manns starfað undir merki sveitarinnar, og stór hluti þeirra eru tengdir starfinu enn í dag. í upphafi var sveitin fátæk af tækjum og útbúnaði en með eljusemi og mikilli vinnu hefur henni tekist að eignast myndar- legt félagsheimili, en þar er undir sama þaki birgðastöð, bílgeymsla og samkomusalur. Þá eignaðist sveitin tvær nýjar sjúkra- og björgunarbifreiðir árið 1975 og eru þær sveitinni mikill styrkur í starfi. Fyrir átti sveitin eina gamla bifreið, sem nú er verið að gera upp. Allt frá árinu 1960 hefur hjálparsveitin verið með spor- hunda, og þrátt fyrir vantrú ýmissa í upphafi hafa hundarn- ir sýnt og sannað með björgun mannslífa að sú starfsemi hefur átt fullan rétt á sér. Nú síðari árin hefur verið samstarf með Hjálparsveit skáta í Reykjavík um rekstur sporhundanna. Eiga sveitirnar tvo hunda. Eins og fyrt sagði kostar mikið fé að halda starfsemi sveitarinnar gangandi, og með því að kaupa jólatré í félags- heimili sveitarinnar við Hraunvang, geta Hafnfirðing- ar og aðrir velunnarar sveitar- innar sýnt hug sinn í verki og þar með styrkt sveitina til áframhaldandi starfa. Jólatrésalan verður opin frá og með 9. desember, kl. 13 til 22 virka daga og kl. 10 til 22 um helgar. A'ARf^

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.