Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 2
2 Alþýöublaö Hafnarfjaröar Alþýðublað Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Hafnarfirði Blaðstjórn: Jóna Ósk Guðjónsdóttir, María Ásgeirsdóttir og Þorvaldur Viktorsson. Ljósmyndir: Helgi Hauksson o.fl. Setning og umbrot: Alprent Prentun: Blaðaprent Mikill hugur í FH-ingum: Efna til glæsilegrar fj ölskylduskemmtimar — og lofa góðum árangri í haust Hafnfirska íhaldið með í leiknum Ijóta Það eru ekki aðeins ráðherrar ríkisstjórnarinnar og sennilega líka stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi, sem leggja blessun sínayfir árásir gegn launafólki. Full- trúar þessara flokka í sveitastjórnum virðast ekki heldur hika við að leggja þessar auknu byrðar á íbúa viðkomandi sveitarfélaga. Þannig var haldinn bæjarstjórnarfundur í Hafnarfirði í síöasta mánuöi, þar sem var fjallað um hækk- unarbeiðni Rafveitunnar. Þeir flokkar, sem standa að meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjaröar, Sjálfstæðisflokkurinn og Óháðir borgarar samþykktu þækkunarbeiönina og nutu þeir stuönings bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Bæjar- fulltrúar íhalds og framsóknar studdu þannig atlögu flokks- bræðra sinna í ríkisstjórn, gegn launafólki. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins lögöust á hínn bóginn gegn þessari hækkun á rafmagnsverði. Þeir lýstu því jafn- framt yfir, að á meðan þrælalög giltu í landinu, pá styddu þeir engar þjónustuhækkanir til opinberra aðila. I bókun al- þýðuflokksmanna á fundinum sagði m.a.: ,,Það hlýtur að vera lágmarks siðgæðiskrafa til allra opinberra aðila, sem verðleggja opinber þjónustugjöld, að þeir gæti þess vand- lega á þessu kaupbindingartímabili, að afkomu heimilanna sé ekki stefnt í enn meira óefni en sem komiö er, með aukn- um álögum og hækkandi verðlagi. Sé raunhæfur vilji fyrir hendi í því að stemma stigu við óðaverðbólgu í landinu, verður fleira að koma til en kaupbindingin ein.“ Hörður Zóphaníasson annar bæjarfulltrúi Alþýöuflokks- ins í Hafnarfirði sagði í viðtali um þessi mál: „Verkafólk hef- ur ekki lengur rétt til að semja um afkomu sína. Sá réttur hefur með þrælalögum veriö af því tekinn. Við getum ekki staðið að baki stórhækkunum á fólk um leið og réttur þess til að semja um afkomu sína, hefur verið frá því tekinn.“ Og Hörður sagði einnig: ,,Þaö er mikil kröfugerð í gangi fyrir opinber fyrirtæki, en ekki er spurt á sama tíma um þarf- ir verkamanna og fjölskyldna þeirra, sem flestar berjast í bökkum þessa dagana og sjá ekki fram úr ástandinu." Alþýðublað Hafnarfjarðar hafði samband við formann handknattleiksd. F.H. Egil Bjarnason og spurði hann um það helsta sem væri fram undan hjá F.H. Við F.Hringar erum mjög bjart- sýnir á komandi vetur og ríkir mikill einhugur í stjórn deildar- innar og keppnisfólki félagsins á að ná góðum árangri á komandi keppnistímabili og standa saman um rekstur deildarinnar. Meist- araflokkar félagsins stóðu sig mjög vel á nýafstöðnu sumarmóti H.S.Í. og urðu meistarar, meist- araflokkur karla eftir úrslitaleik við Val og meistaraflokkur kvenna eftir úrslitaleik við Fram. F.H. tekur nú þátt í Evrópu- keppni félagsliða (IHF keppn- inni) 3 árið í röð og verður dregið um mótherja F.H. 31. ágúst n.k. og vonum við svo sannarlega að við verðum heppnir með mót- herja, en á s.l. ári urðum við að fara til Rússlands og var sú ferð geysilega kostnaðarsöm, og mikið fjárhagslegt tap fyrir deildina. Fer ekki mikill tími í rekstur deildar sem þessarar, þar sem öll störf eru unnin í sjálfboðavinnu? Já, mestur tími fer í fjáraflanir, við vorum með fatamarkað í byrj- un ágúst s.l. sem tókst ágætlega og færum við Hafnfirðingum og öðrum velunnurum kærar þakkir fyrir veittan stuðning. Stjórn deildarinnar hefur um 10 vikna skeið unnið að uppsetningu fjöl- skylduskemmtunar í íþróttahús- inu v/ Strandgötu sem verður 1. sept. n.k. og hefst kl. 20, og er öll dagskráin byggð upp með hafn- firskum skemmtikröftum. Þar verður ferðavinningur í boði, en með hverjum aðgöngumiða fylgir happdrættismiði, vinningurinn verður dreginn út í lok skemmtun- arinnar. i^ferslunin« Amarniaun Arnarhrauni 21 - Sfmi 52999 '****■» Grillaðir kjúklingar Kjöt og nýlenduvörur í miklu úrvali. Sunnud. kl. 10-20 KREDITKORT \ VELKOMIN Opiö alla daga kl. 9 - 22 nema Laugardaga kl. 9 • 20 Sunnudaga kl. 10 - 20 Sala getraunaseðla er hafin á vegum deildarinnar og fleiri fjár- aflanir verða á hennar vegum, svo sem útsending stuðningsmanna- seðla o.fl. Eins og ég ságði áður í viðtalinu þá ríkir mikill einhugur í deildinni um að halda merki F.H. hátt á lofti svo og merki Hafnarfjarðar og vonumst við til að fólk styðji við bakið á okkur, svo sem verið hefur undanfarin ár, og það er svo sannarlega hvatning fyrir keppn- isfólk okkar þegar það finnur slíkan stuðning. j ! m 8 # 9 imo,: I v ift li1! !SB! i| \ slARIÍ ODDi i fSWRSJÖOwI; J, j HArHARF i | HifHhm | i yyki l : \ * PtRt$J0» ; i í u Meistaraflokkur karla: Meistarar í sumarmóti H.S.Í. 1983 ásamt þjálf- ara Geir Hallsteinssyni og formanni handknattleiksd. Agli Bjarna- syni. Meistaraflokkur kvenna: Meistarar á sumarmóti H.S.Í. 1983 ásamt þjálfara sínum Ragnari Jónssyni og formanni handknattleiksd. EININGAHÚS ÚR TIMBRI FAXAHUS Husbyggjendur! við byggjum allt árið A, HDfl ( ALPAHÚS Athugið! Tökum að okkur alla almenna trésmíðavinnu: t.d viðbyggingar gera við gömul hús hurðasmíði igluggasmíði o.m.fl. --JlA- Munið! Teiknarar okkar hjá Stálhús sf. hanna húsið éftir þinni hugmynd. Tökum að okkur sérsmíði á öll- um gerðum timburhúsa. EININGAHUS M . Jl L1 1 ELGASONARl DRANGAHRAUNI 3 - SlMI 54422 BOX 406 - 222 HAFNARFIRÐI NAFNNR ; 8936-6720 Hafiö samband Sendum upplýsingarit Leitiö tilboða

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.