Morgunblaðið - 03.08.1960, Side 3

Morgunblaðið - 03.08.1960, Side 3
Miðvikudagur 3. ágúst 1960 MORCVlSfíL 4 ÐIÐ 3 0* SNEMMA á mánudagsmorg- un lagði ítalska lystisnefikjan Franz Terzo úr höfn í Reykjavík. Hún sigldi hratt út sundin og stefndi í vestur- átt til Grænlands. Á snekkjuna var nú komin íslenzk áhöfn. Holienzka á- höfnin sem hafði verið á skip. inu neitaði að sigla henni til Grænlands. Síðan hafa um- boðsmenn skipaeigandans ver ið að leita fyrir sér um leiðir til að komá skipinu til Græn- lands. Fengu þeir ýmis tilboð frá ísienzkum sjómönnum um að sigla snekkjunni til Græn- lands. Loks ákváðu þeir að taka tilboði Þrastar Sigtryggsson- ar fyrsta vélstjóra á Þór, sem einmitt hafði bjargað snekkj- unni, þegar hollenzka áhöfnin lagði árar í bát í stormi suð- ur af Vestmannaeyjum. Þröstur og skipshöfn hans tóku við snekkjunni á sunnu- daginn, en einmitt þá um morguninn flaug hollenzka á- höfnin heimleiðis. Aðeins vél- stjórinn úr hinni holienzku áhöfn varð eftir, þar sem hann ætláði að nota tækifær- ið til að skoða sig um á ís- landi. ★ Fréttamaður Mbl. skrapp um borð í snekkjuna á sunnu- daginn, þegar hin nýja is- lenzka áhöi'n var að gera 'hana sjóklára. Þeir voru önnum kaínir við að koma öllu í röð og reglu, því að Hollendingarnir höfðu ekki skilið reglulega vel við skipið og var hálfgerð óreiða á öllu. Ennfremur þurfti að hreinsa spíssa á vélunum, og slipa ventlana, en snekkjan er knú- in tveimur díselvélum og hef- ur tvær skrúfur. Þegar fréttamaður Mbl. kom um borð var hinn nýi skipstjóri Þröstur Sigtryggs- son að rannsaka öll tæki og áhöld í skipinu. Þröstur er yngri sonur séra Sigtryggs á Núpi í Dýrafirði. Hann er um þrítugt og kveðst hafa starfað hjá Landhelgisgæzlunni síðan 1949, fyrst sem háseti og síð- an 1954 sem stýrimaður. Hann var m. a. í hópi þeirra varðskipsmanna, sem fóru um borð í Northern Queen við Grímsey nú fyrir nokkr- um vikum. ★ — Hvernig stóð á því, Þröstur, að þú bauðst til að sigla snekkjunni til Græn- iands? — Ég var nýkominn í höfn og átti að fara að taka sumar friið mitt, þegar ég las frá- sögnina í Morgunblaðinu um það að hollenzka áhöfnin neit aði að fara lengra með skipið. Ég fór þá niður að snekkj- Nyja ahofnin a Franz Terzo. Taliö fra vmstri: Þrostur Sigtryggsson skipstjori, Einar Erlingsson 2. vélstjóri með syni sínum, sem fékk að koma um borð. Guðmundur Jónsson stýrimaður, Ósk- ar Gíslason háseti og Bjarni Guðbjörnsson 1. vélstjóri. — Lengst til vinstri er ítalinn Vittorio Barberis, sem fer með áhöfninni til Grænlands. unni þar sem hún lá við hlið- ina á Guðmundi Júni og ætl- aði að fara um borð. Á þilfarinu stóð Barberis hinn ítalski umboðsmaður eigandans og -.ætlaði hann að banna mér að koma um borð. Það hafði verið mikil ásókn allskonar manna að fara um borð og skoða skipið. En ég sgði honum þá hver ég væri, — það hefði verið ég sem sigldi skipinu til Vestmanna- eyja. Þá breyttist tónninn í ftalanum. Hann bauð mér niðrí stofu og við fórum að rabba saman. Ég skaut þá þeirri hug- mynd að honum, að ég skyidi viljað koma með. En ég vildi nú heldur fara til ýmissa kunningja minna, sem ég þekkti að góðu og voru þeir allir sem ég sneri mér til strax fúsir að koma. Ég hitti t. d. Bjarna Guð- björnsson vélstjóra á Ægi, og spurði hann: — Villtu koma með á ít- ölsku snekkjunni til Græn- lands? Og hann svaraði jafn- skjótt. — Já, en ég þarf bara að skila miðunum að Þjóðhá- tíðinni í Vestmannaeyjum. ★ — Hefur þú siglt áður til Grænlands? — Nei, en ég hef fengið Stálplöturnar í skrokknum eru 5—6 mm þykkar og það er að sjálfsögðu þynnra en tíðkast á fiskiskipum. Ég treysti skipinu alveg en geri mér það ljóst að gæta verður allrar varfærni, sérstaklega þar sem nokkur hætta er á ísreki eins og undan Hvarfi og á Norðurbanka. ★ Um borð á skipinu er einn- ig hinn ítalski umboðsmaður, Vittorio Barberis. Hann ^etl- ar að fara með snekkjunni til Grænlands, sem sjötti maður, en íslendingarnir eru fimm. Fréttamaður Mbl. spurði hann hvernig honum Jitist á siglir unni sigla með skipið til Græn- lands, ef Hollendingarnir væru að gefast upp. — Suss-suss, sagði Italinn, við skulum ekki tala um það hér, þar sem Hollendingarnir heyra til. Villtu ekki heldur koma með mér upp á Hótel Garð. Við fórum þangað og þar hittum við Hollendinginn Warmerdam. Ræddum við svo fram og aftur um málið og varð mér fljótt ljóst að þeir hófðu áhuga á að fá mig í verkið. Tveimur dögum seinna var það afráðið og ég fór að ráða menn með mér. ★ Voru menn fúsir að leggja upp í ferðina? — Já, það var enginn hörg- ull á mönnum. Síðan það fór að berast út, að ég myndi taka skipið hefur fjöldi manna komið til mín og boð- izt til að koma með. Og eins og allir vita hefur verið sí- felldur straumur af fólki niður að höfn til að skoða snekkjuna og fjöldi manna 'hefur gefið sig fram þar og sem stýrimann, Guðmund Jónsson, sem hefur verið fjölda ára, á togurum og þ. á m. farið oft á Grænlandsmið og komið í grænlenzkar hafn ir. M. a. lá hann um tíma á sjúkráhúsinu í Holsteinborg, og gat ég varla fundið heppi- legri mann eða kunnugri á þessum slóðum. ★ — En telurðu ekki tals- verða áhættu samfara þessari siglingu? . Eins og ég hef sagt áður í samtalinu við Mbl. þá tel ég að snekkjan sé ágætt sjó- skip. Þegar hollenzku sjó- mennirnir gáfust upp fyrir sunnan Vestmannaeyjar þá gat ég ekki séð að neitt annað væri að en að áhöfnin var hrædd. Á tryggingarskírteini sem hollenzka Lloyd hefur gefið út fyrir skipið er sagt að það megi sigla í Norður- höfum að því skilyrði settu að gætt sé varúðar við sigl- inguna. Gluggarnir á snekkj- unni eru raunar of stórir og voru settir hlerar fyrir þá. snekkj að fela íslenzkri áböfn skipið. — Þér sjáið það, — ég ætla sjálfur að koma með. Ég gafst upp á að sigla með hol- lenzku áthöfninni til íslands, steig á land í Aberdeen og fór flugleiðis, til íslands, af því að Hollendingarnir voru hræddir og treystu ekki á skipið. Ég held að íslending- arnir sem nú hafa tekið við géu allt aðrir og miklu betri sjómenn og ég ber fullt traust til þeirra. Við áttum annars í nokkrum erfiðleik- um með Hollendingana. Þeir gáfust upp á að sigla snekkj- unni til Grænlands en vildu þó taka full laun fyrir alla ferðina. En sætzt verður á mólið. — Hvenær fer eigandinn til Grænlands? — Hann er þegar kominn þangað og bíður í Sukker- toppen. Ég vona að við verð- um komnir á ákvörðunarstað eftir fimm daga og þá tekur Monzino eigandinn við snekkj unni. Hann mun nota hana til til Græniands að sigla að fjöllunum sem hann ætlar að klífa. Þá fljúg- um við allir til Reykjavíkur nema tveir íslendingar sem verða eftir í Grænlandi og sigla snekkjunni meðfram ströndinni eftir því sem eig- andinn óskar. 4------------- Snekkjan Franz Terzo i Rey k jav ík urhöin. STAKSltliAR Svíar og lilutleysið Þjóðviljinn læzt sl. sunnudag vera mjög móðgaður fyrir hönd forsætisráðherra Svía vegna þess að Morgunblaðið hefur und- anfarið sem oft áður haldið þvi fram, að hlutleysisstefnan væri ekki aðeins úrelt orðin, heldur væru þeir menn haldnir blindri heimsku, sem eitthvert traust settu á hana. Vegna þess að Sví- ar hafi ekki tekið þátt í varnar- samtökum vestrænna þjóða og ekki heldur samtökum komm- únistaríkjanna, segir Þjóðviljinn að þeir haldi fast við hlutleysis- stefnuna. íslendingum beri þess vegna að vera hlutlausum eins og Svíum. Öflugasti her Norðurlanda t þessu sambandi er það fyrst að athuga ,að Svíar eru sú þjóð Norðurlanda, sem undanfarið hefir lagt mest á sig vegna víg-' búnaðar og viðleitni til þess að tryggja þannig öryggi og sjálf- stæði sitt. Sænski herinn er öflugasti her Norðurlanda. Það er hann, sem Svíar setja traust sitt á, en engan veginn á hina úreltu og löngu gatslitnu hlut- leysisstefnu. Það er nálægð Sví- þjóðar og Finnlands við Sovét- ríkin, sem valdið hefur því að þeir hafa ekki talið hagkvæmt að ganga opinberlega í varnar- samtök hinna vestrænu lýðræð- isþjóða. En þeir hafa haft ná- kvæmlega sama hátt á og aðrar vestrænar þjóðir. Svíar hafa víg- búizt af meira kappi en flestar, ef ekki allar, aðrar þjóðir Vest- ur-Evrópu. Trú þeirra á hlut- leysið sem skjöld og skjól er þess vegna löngu fokin út í veð- ur og vind. Því fer þess vegna víðs fjarri að sænskir stjórn- málamenn telji sig móðgaða af þeim ummælum Morgunblaðsins að hlutleysisstefnan sé úrelt orð- in og engum til skjóls. Hvað sögðu kommúnistar sjálfir? En hvað sögðu svo kommún- istar sjálfir um hlutleysisstefn- una fyrir nokkrum árum? Árið 1946 var á það bent i Þjóðviljanum að islendingar myndu „tæplega geta haldið hlutleysi sínu á sama hátt og áður“. Jafnframt benti Þjóðvilj- inn á það, að sjálfur Lenin mundi hafa verið fyrstur manna til þess að benda á þessa stað- reynd, en fáir íslendingar hefðu þá tekið hana alvarlega. Um svipað leyti lýsti einn af aðal- spámönnum kommúnista hér á fslandi afstöðu sinni til hlut- ieysisstefnunnar með eftirfar- andi orðum: „Raunverulega táknar hlut- leysisafstaðan hliðhylli við árás- ina, útþenslu styrjaldarinnar og þróun hennar til heimsstyrjald- ar. I hlutleysisafstöðunni liggur viðleitni til að fullnægja þeirri ósk, að árásaraðilarnir séu ekki hindraðir i myrkraverkum sin- um“. Það er lika vitað að á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld heimtuðu kommúnistar að Is- lendingar segðu skilið við hlut- leysisstefnuna og gengu í varn- arbandalag við Bandarikin, Frakkland, England og jafnvel Sovétríkin. Kommúnistar töldu þá að hlut- leysisstefnan væri óhagkvæm fyrir Sovétríkin. Þess vegna kröfðust þeir þess að íslending- af afneituðu hlutleysinu. Nú telja kommúnistar að hlutleysi smáríkjanna i Vestur-Evrópu sé kommúnistum hagkvæmt. Þá krefjast þeir þess, aA island lýsi yfir hlutleysi sínu! Hver getur tekið mark á þess- um afglöpum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.