Morgunblaðið - 03.08.1960, Síða 8

Morgunblaðið - 03.08.1960, Síða 8
8 MORGVNBlAÐIÐ Miðvikudagur 3. ágúst 1960 — Margt getur skeð í Merkurferðum, Maria, María, var sungið í öllum langferða- bilunum, sem streymdm upp í Þórsmörk seinni hluta laugar- dags sl. Verzlunarmannahelg- in var framundan og hátt á 2. þús. ferðamanna hugsuðu með tilhlökkun til þeirra fridaga, sem þeir ætluðu að eyða á hin um fagra stað. Og þótt bíll bil- aði smávegis við og við á leið- inni uppeftir eða tefðíst af öðr um sökum, var haldið áfram að syngja, og á leiðarenda kom ust allir heilir a& höldnu að lokum. ★ Þórsmörkin og umhverfi hennar er ákaflega stórbrot- inn staður og af mörgum tal- inn einn fegursti staður lands- ins. Skiptast á jöklar, beljandi jökulfljót, skriðurunnin fjölí; grjót, iðjagrænn skógur og gróður. Yfir helgina sýndi Þórsmörkin sína björtustu hlið, þar var steikjandi sólskin j og ein stutt, hlý hitaskúr. Fólkið, sem gisti Þórsmörk- ina að þessu sinni hafði aðset- ur á tveimur stöðum, í Húsa- dal og í Langadal. í Langadal hefur Ferðafélag ísland sitt stærsta sæluhús og ræður þar ríkjum 6—7 vikur sumarsins Jóhannes skáld úr Kötlum og kona hans Hróðný Einarsdótt- ir. Hjá þeim dvaldi blaðakona Morgunblaðsins í bezta yfir- læti þessa helgi, þangað köm- in til að fylgjast með og kynn- ast lífinu í Þórsmörk. Um það hefur verið rætt, að hvergi sé verandi yfir verzl- unarmannahelgina sökum drykkjuskapar og óláta ungl- inga. Æskufólk Reykjavíkur sækir mikið til Þórsmerkur þessa daga og tjaldaði það í einum hnapp í Húsadal, sem er lítill dalur, klæddur birki- skógi. Þar var þeirra ríki. Tutt ugu mín. gang frá þeim stað liggur Langidalur þar sem „rólega“ fólkið hélt sig, þ.e.a.s. þeir sem í Þórsmörkina voru komnir til að njóta úti- lífsins. Nokkur flutningur var á milli staðanna; þeir sem fannst of dauft í tóku sig upp og flui Húsadal og öfugt. ★ Um kvöldið safnaðist unga fólkið saman á flötinni í Húsa- dal og steig þar dans við und- irleik harmonikkuspilara. Úr tjöldunum mátti heyra gítar- leik og söng og einnig heyrð- ist í stöku ferðaútvarpi. Drykkjuskapur unglinga var mjög áberandi, einstaka menn voru nokkuð háværir, létu mikið á sér bera og þóttust vera stórir karlar. Enn aðrir Hópurinn flatmagaði í brekku undir stórum steini og sleikti sólina. Morguninn eftir, þegar við gengum um sama svæði, voru flestir komnir á kreik. Flestir lágu í sólbaði fyrir utan tjöld sín, aðrir voru að sköla af sér í einhverjufn læknum, enn aðrir höfðu tekið upp prímus Úr gönguferð inn að Stórenda. — Það getur verið erfitt að klöngrast yfir steina og sprungur í Mörkinni. voru í hringleik og viða mátti sjá pilt og stúlku pískra undir runna eða leiðast hönd í hönd um svæðið. og sýsluðu við matseld. Menn voru að ræðast við um at- burði kvöldsins. Sagðist einum svo frá, að soðið hefði á sér um 8-leytið; annar lýsti af miklu fjöri knattspyrnukapp- leik millj drukkinna pilta og þunnra, og sigruðu hinir fyrr- nefndu. Við hittum nokkrar stúlkur, flestar úr verzlunar- stétt í lillarauðu jöklatjaldi og höfðu þær skýrt rjóðrið Villingarjóður. Var þetta í annað sinn, sem þær gistu Þórsmörkina og voru ákveðn- ar í að koma hingað aftur. Einnig flatmagaði stór hópur í brekku undir stórri klppp og sleikti sólina. Annar hópur lá heldur stúrinn í grasinu skammt frá, enda hafðj nýja uppblásna tjaldið þeirra sprungið ofan af þeim og voru þau húsnæðislaus í bili. ★ Ferðafélag íslands fór í nokkrar skipulagðar göngu- ferðir með fólk sitt yfir Mörk- ina og stjórnuðu fararstjórarn ir fjórir, þeir Lárus Ottesen, Stefán Nikulásson, Óttar Kjart ansson og Helgi Gíslason ferð- unum. Var farið á alla helztu staðina, svo sem í Stórenda, og innfyrir Búðafhamar, Sleppugil, Valahnjúk, Hamra skóga o. fl. Mikil þátttaka var í ferðunum. og var elzta konan sem gekk Svanhildur Þórðar- dóttir, sem er 63 ára gömul. Við hittum Svanhildi snöggv- ast að máli eftir fyrstu göngu hennar í Hamraskóga, en hún ætlar að vera á Mörkinni í vikutíma og ganga mikið. Sagðist Svanhilu^.- , era furðu hress eftir svo langa göngu- ferð, að vísu hefði verið dá- lítið erfitt að ganga upp brekk urnar og rómaði hún mjög hjálpsemi samferðafólksins, sem ávallt hefðu rétt henni hjálparhönd, ef á þurfti að halda. ★ , Upp úr hádegi á mánudag lögðu langferðabílarnir af stað hver á fætur öðrum. Menn voru yfirleitt ánægðir með ferðina, þó að nokkrar ó- ánægjuraddir heyrðust eins og gengur. Engir alvarlegir at- burðir höfðu gerzt. Læknir var þarna á staðnum og sagð- ist hann lítið hafa notað af sjúkratækjum nema plástra, teygjubindi og eitthvað af höf uðverkjartöflum. Krossá gerði engum skráveifur að þessu sinni, svo teljandi sé, aðeins tveir bílar stönzuðu í ánni; var öðrum kippt upp fljótlega en hinn bjargaðist af sjálfs- dáðum. Flötin í Húsadal var fremur illa útleikin bg mátti þar sjá bréfarusl, flöskur, mataraf- ganga o. fl. Umgengni margra við tjaldstæðin virðist fyrir neðan allar hellur og er það heill kafli út af fyrir sig að ræða um það mál, en að sögn eins skógarvarðanna var um- gengnin mun betri í ár en í fyrra. ★ Á heimleiðinni var skotizt upp að Jökullóni, ekið um Fljótshlíðina og staldrað við í Múlakoti, en á leiðinni upp- eftir hafði önnur leið verið farin, leiðin um Landeyjarnar. Um miðnætti fóru bílarnir að tínast í bæinn; var þar úrhell- isrigning og er öruggt að flest- ir hafa hugsað um sólina í Þórsmörk, þegar þeir stigu út úr bílunum- — Hg. Eini smábíllinn, sem komst hjálparlaust yfir Krossá, var 4ra manna Ford-bifreið frá 1930. Eigandi hans er Egill Bachmann. Hér sést hann í miðri ánni. Úr Húsadal. Myndin er tekin af stórum kletti, Össu, rétt áður en bílar Ferðafélagsins lögðu af stað í bæinn. — ' ' (Ljósm. Hg.) Aðstoð við bílstjóru Vegaþjónusta F.I.B. EINS og undanfarin ár (nema í fyrra). veitti Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda bifreiðastjórum að- stoð í nágrenni Reykjavíkur um verzlunarmannahelgina. Hafði FÍB alls niu bíla til taks í þessu skyni úti á vegum, þegar bezt lét. Þrjár þessara bifreiða voru ráðnar upp á fast kaup og staðsettar á ákveðnum leiðum, — 2 á Þingvallahringnum svökall- aða og 1 á Hvalfjarðarleiðinni. Sjálfboðaliðar óku hinum biíreið- unum. Blaðinu er kunnugt um, að r5- stoó þessi var þakksamlega þegin af íjöldamörgum bifreiðastjórum, og skév. upplýsingum frá stjórn FÍB þágu yfir hálft hundrað bif- reiðarstjórar beina aðstoð. Blaðið frétti af einu dæmi, sem sýnir að viðgerðamenn FÍB kunna að bregðast við hverjum vanda. Uppi í Kaldadal kom það fyrir á einum bílnum, sem þar átti leið um, að gat brotnaði á pönnuna. FÍB-maðurinn, sem kom til hjálpar, dó ekki ráðalaus, heldur tók steikarpönnu úr far- angri fólksins í pönnubrotna bíln um, skar hana í sundur og bjó til laska, sem hann festi fyrst með ,kjarnorkukvoðu“ svo- nefndri en boltaði síðan fasta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.