Morgunblaðið - 03.08.1960, Page 9

Morgunblaðið - 03.08.1960, Page 9
Miðvikudagur 3. ágúst 1960 MORGVNBLAÐIÐ 3 Norðurlandaráð lauk störfum á sunnudag Nœsfi fundur í Kaupmannahöfn í febrúar ÞINGI Norðurlandaráðs var slitið í hátíðasal Háskólans á fimmta tímanum sl. sunnu dag. í þinglok var ákveðið, að næsta þing komi saman í Kaupmannahöfn í febrúar 1961. Þá var ákveðið á næst síðasta degi þingsins, að for- sætisráðherrar Norðurlanda og forsetar Norðurlandaráðs skuli koma saman til fundar í Harpsund 6. og 7. október, til að ræða um samstarf rík- isstjórnanna og ráðsins og starfsskipulag þess. Um meðferð mála er þess fyrst að geta, að iandhelgistil- lögunni unti gagnkvæm veiðirétt- indi Norðurlanda í fiskveiðilög- sögu hvers annars var frestað til næsta þíngs ráðsins. Klukkan hálfellefu á sunnu- daginn var settur allsherjar- fundur i Norðurlandaráði. Höfðu einstakar nefndir þá skilað áliti og lágu þau fyrir tuttugu og átta talsins og voru þau öll sam- þykkt eins og nefndirnar í heild eða meirihlutar þeirra höfðu lagt til. Umræður urðu ekki miklar, á allsherjarfundinum, en miklar umræður munu hafa orðið í nefndum. Mörgum mál- um var vísað til næsta þings til fullnaðarafgreiðslu, en hér verður getið þeirra helztu, sem samþykkt voru. Utanríkisþjónusta Samþykkt var tillaga frá efna- hagsmálanefnd á þá leið, að rík- isstjórnir Norðurlanda athugi í hve rikum mæli norrænni sam- vinnu verði við komið í utan- rikisþjónustunni, einkum í rikj- um, sem nú eru að fá sjálf- stæði. Hins vegar var ekki talið tímabært, að kanna að hve miklu ieyti Norðurlandaþjóðim- ar gætu dregið úr sendiráðs- þjónustu hver hjá ahnarri. Þá var samþykkt, að skora á ríkisstjómirnar, að taka upp samvinnu um menntun sérfræð- inga til starfs 'í vanþróuðum lönd um. Samgöngumál Samþykkt var að skora á rik- isstjórn íslands að gerast aðili að samkomulagi um afnám vega- bréfaskoðunar milli Norður- landa. Þá samþykkti ráðið, að vinna að því, að ísland yrði þátt- takandi í norrænni samvinnu um ferðamáiakynningu, sem rekin er utan Norðurianda. Menningarmál Samþykkt var tillaga menn- ingarmálaneíndar um þýðingar á finnskum og islenzkum fag- bókmenntum. Þá var samþykkt að skora á ríkisstjórnirnar, að auka styrki handa íslenzkum unglingum til náms í hinum Norðurlöndunum, og einnig lagt til að ríkisstjórnirnar veittu þeim, sem Ijúka prófi í norræn- um fræðum á hinum Norður- löndunum styrki til íslands- dvalar. ★ 1 lok fimdarins var kosið £ fastanefndir Norðurlandaráðs, laganefnd, félagsmálanefnd og efnahagsmálanefnd. Einnig voru kjörnir endurskoðendur fyrir „Nordisk Kontakt“. H vað gerist 12. ágúst Finn KOMMUNISTAR voru lengi andvígir Norður- landaráði, sem kunnugt er, en á síðustu árum haía þeir látið af andróðri sín- um gegn ráðinu og nú eiga kommúnistar frá Finn- landi og íslandi þar sæti. ★ Hertta Elina Kuusinen, er kunnust þeirra kommúnista, sem nú sitja í Norðurlanda- ráði. Faðir hennar var finnsk- ur kómmúnistaleiðtogi, er flutti til Rússlands 1922 og komst til mikilla valda innan rússneska kommúnistaflokks- varaformaður æðstaráðs Rúss- lands. ' ★ Hertta Kuusinen fór til Rúss lands með -föður sínum pg dvaldist þar tólf ár. Eftir þáð hefur hún átt heima í Finn- landi og látið kveða að sér i stjómmálum eftir styi jöldiná. Hún varð ráðherra án stjórn- ardeildar í stjórn Pekkalá 1948. ★ Við hittum Kuusinen að máli í anddyri Háskólans á sunnudaginn og leggjum fyrir hana eina spurningu: — Hverjar teljið þér ástæð- urnar fyrir harðnandi utanrik- ispólitík Krúsjeffs? Kuusinen hugsar sig um og sem snöggvast hverfur brosi'ð af andliti hennar. Svo setur hún upp ögn minna bros og svipurinn er elskulegur er hún svarar: — Ég hef ekki orðið vör við neinar breytingar á utanríkis- enga breytingu segir Kuusinen ins. Hann var gerður að for- sætisráðherra í bráðabirgðá- stjóm, sem Rússar mynduðu á landamæmm Finnlands á fyrstu dögum vetrarstríðsins. Árið 1940 var hann kjörinn pólitík Ráðstjórnarríkjanna. Mér skilst að megináherzla sé stöðugt lögð á afvopnunarmál- in. En annars hef ég ekki les- ið blöðin síðustu daga. j.h.a. MMMNMW EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSbON hæstaréttar lögmen. i. Þórshamri við Te.nplar asund. \J0 0 0 t BREZKIR togaraeigendur eru áhyggjufullir yfir því, að nú innan skamms, þann 12. ágúst, rennur út það þriggja mánaða tímabil, sem þeir skipuðu togurum sínum að halda sér utan við 12 mílna takmörkin við ísland. Skýrir Fishing News frá þessu. — Togaraeigendur spyrja nú sjálfa sig: — Hvað gerist þegar fresturinn rennur íit? Og þeir búast ekki við neinu góðu. — Áhyggjur Sir Farndale Brezki þingmaðurinn Patrick Wolridge-Gordon kveðst hafa rætt málið við Sir Farndale Phillips forseta sambands tog- araeigenda og segir að hann hafi verið mjög áhyggjufullur. Allt sé undir því komið hvort þessi tvö lönd, Island og Bretland, geti samið um einhverja mála- miðlun, sem sé sanngjörn á báða bóga. Eftir diplomatiskum leið'um Robert Allen aðstoðarutanrík- isráðherra sagði hins vegar við umræður í neðri málstofunni, að menn ættu ekki að vera alltof áhyggjufullir. Hann sagði að samkomulagstilraunir stæðu yf- ir. Var hann að svara fyrir- spurnum frá Patrick Wall þing- manni frá Haltemprice, Anthony Crossland frá Grimsby og Stan- ley Aubery frá Bristol. Sagði Allen ráðherra þá m. a.: „Við höldum áfram að ráðgast við önnur lönd eftir diplómatískum leiðum um það hvernig megi koma á samræmi í fiskveiði- reglum. Við erum enn sem fyrr áhugasamir um að reyna að ná samkomulagi við ísland og höld- um áfram aðgerðum okkar í þá átt. —. Wall þingmaður tók þá til máls. Hann sagði að togaraeig- endur hefðu gert allt sem þexr gátu, jafnvel hefðu þeir rekið beztu skipstjóra sína, fyrir að veiða innan tólf mílna. Hann spurði hvort brezku togararnir myndu njóta verndar eftir 12. ágúst til veiða innan tólf mílna landhelgi. Allen ráðherra svaraði að rík- isstjórnin væri þakklát brezkum fiskimönnum fyrir það að þeir hefðu reynt að koma í veg fyrir árekstra. Hann kvaðst ekki geta sagt um það, hváð gerðist 12. ágúst ef bannið við veiðum inn- an tólf mílna væri tekið aftur, en taldi þó enga ástæðu til að örvænta. ennsla Vordinborg Húsmæðraskóli ca. 1V2 st. ferð frá Kaupmanna- höfn. Nýtt námskeið byrjar 4. maí. Fóstrudeild, kjólasaumur vefnaður og handavinna. — Skólaskrá send. — Sími 275 Valborg Olsen. Bílasalan Hafnarfirði Chevrolet ’55 einkabíll, skipti á Chevrolet ’57, ’58. Skoda 56 í skiptum fyrir Moskwitch eða Skoda ’59—’60. B i I a s a I a n Strandgötu 4. — Sími 50884. Bifreiðar til sölu Mercedes Benz 220 ’57 nýkominn til landsins. Ford ’59 ekinn aðeins 8 þús. km. Fiat 1100 ’57 sendibíll. Austin 10 ’47 Reno ’55 o.fl. o.fl. Bifreiðasala STEFÁNS Grettisgötu 46. — Sími 12640. SNOGH0J F0LKEHBISK0U pr. Fredericio DANMARK Alm. lýðskóli með mála- og nor. rænudeild. Kennarar og nem- endur frá öllum Norðurlöndum. Poul Engberg. Harðviður— Krossviður Samkomnr Hjálpræðisherinn. — Fimmtu- dag kl. 20.30. Fagnaðarsamkama fyrir flokkstjórann kapf Grotmál Deildarstjórinn stjórnár. — Fjöl- mennið. Almenn samkoma Boðun Fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Reykjavík, í kvöld, miðvikudag kl. 8. Kristniboðssambandið. — Sam- koman í Betaníu fellur niður í kvöld, vegna kveðju og fagnað- arsamkomu er sambandið gengst fyrir í KFUM-húsinu, annað kvöld kl. 8.30. Kristniboðið í Konsó. — Annað kvöld kl. 8.30 verður samkoma í húsi K.F.U.M. og K. til þess að bjóða Ingunni Gísladóttur, hjúkr unarkonu, velkomna heim hvíidarleyfi Jafnframt verður þetta kveðjusamkoma fyrir’hjón in frú Áslaugu og Jóhannes Ól- afsson, kristniboðslækni, en þau munu að forfallalausu um næstu helgi halda af stað til starfs síns í Eþíópíu. Gjöfum til kristniboðs ins verður veitt viðtaka í sam- komulök. Kristniboðssamfbandið. Nýkomið: Danskt brenni 1” — iy4” lVs” — 2” 2V2.” — 3”. Dönsk eik 1%” — 2” — 2Vt” — 3”. Furukrossviður 4 m/m — 5 m/m. Brennikrossviður 4 m/m. Harötex 1/8”, olíusoðið og venjulegt. Wisa-plötur plasthúðaðar. Veggspónn, Peroba o. fl. Finnskt GABOON væntan- legt næstu daga, tökum á móti pöntunum. 1. vélstjóra vantar á togarann Hvalfell. Upplýsingar á skrif- stofu Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar Hafnar- hvoli sími 24450 og í síma 12245. T résmí ðavélar Bandslípivél 2500 nim, Hand-bandslípivél, Sanibyggður þykktarhefill og afréttari — 24”, Blokkþvingur (5spindlar), Hefilbekkir 2000mm fyririiggjandi. Naukur BjÖrnsson Heildverzlun Pósthússtræti 13 — Símar 10509 — 24397. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59., og 65. tölublaði Lögbirt- ingablaðs 1960 á togaranum Brimnesi NS 14, þinglesin eign Seyðisfjarðarkaupstaðar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands í skrifstofu minni föstudaginn 5. ágúst 1960 kl. 14. Bæjafógetinn á Seyði.sfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.