Morgunblaðið - 03.08.1960, Qupperneq 20
Þórsmerkurför
Sjá bls. 8.
173. tbl. — Miðvikudagur 3. ágúst 1960
IÞROTTIR
er á bls. 18.
Eyjólfur hyggst
synda trá Kefla-
vík til R.-víkur
í NÓTT hugðist Eyjólfur Jóns.
son sundkappi gera tilraun til
að synda frá Keflavík til Reykja
víkur.
Kl. eitt í nótt lagði Eyjólfur
af stað frá Keflavík. Tveir bát-
ar fylgdust mcð honum, Gísli
Johnsen og róðararbátur, sem
fjórir lögreglumenn reru, allt
binir mestu kappar.
Svipuð vegalengd og yfir
Ermarsund
Bein sundiína milli þessara
staða er 32 km og 150 metrar,
en Ermarsund er tæpir 32 km á
breidd. Hins vegar var sjávar-
hiti í Keflavík á miðnaetti í nótt
11,2 stig, en í fyrra, þegar Eyjólf
ur reyndi við Ermarsund, var
það 18,5 stiga heitt. Eyjólfur
býst við að vera 18—19 tima á
leiðinni, ef allt gengur að ósk-
um. Veður var stiilt og gott. —
Þess má geta til samanburðar, að
0 00000-00 0-0 0 0 0 0 0 0
Brúarár-
slysiö
ÞESSI mynd er tekin við
brúna á gamla Kóngsvegi við
Brúará sumarið 1958. Sýnir
hún, hvar hestar koma aust-
an að og fara í röð yfir
brúna og vestur veginn vest-
an hennar.
Brezki skátahópurinn kom
vestan að ánni og reið Stuart
Mclntosh upp með henni og
upp fyrir flúðina, sem sést
lengst til vinstri á myndinni.
Þar lagði hann í ána, sem
ekki virðist vera stór né
straumhörð, en hún leynir á
sér, enda sést aðalstrengur-
inn ekki á myndinni, því ár-
bakkinn að vestan skyggir á.
Lengst til hægri á myndinni
eða á þeim hluta hennar, sem
á forsíðunni er, sést gamla
brúin, en undir henni fannst
hestur sá, er Stuart reið, og
nokkru neðar lík hans sjálfs.
Frásögn af slysinu er á bls.
13. — Ljósm. vig.
1958 var Eyjólfur 13 og hálfan
tíma frá Reykjavík upp að
Akranesi, en þangað eru 23 km.
Eyjólfur og fylgdarmenn hans
tóku skýrt fram, að hér væri
einungis um æfingu að ræða, n.
k. tilraun hvað varðar kuldaþol
og annað úthald, — en að vísu
tilraun með Ermarsund í huga.
Júlíus Havsteen
Júlíus Havsteen
sýslumaður látinn
JÚLÍUS IIAVSTEEN, fyrrver-
andi sýslumaður andaðist hér í
Reykjavík aðfaranótt 31. júlí sl.
eftir stutta sjúkdómslegu, rúm-
lega 74 ára að aldri. Þessi þjóð-
kunni embættismaður var fædd-
ur á Akureyri 13. júlí árið 1886,
snur J. V. Havsteen kaupmanns
og etazráðs og Þóru Havsteen
konu hans. Hann varð stúdent
árið 1905 og lögfræðingur frá
Kaupmannahafnarháskóla árið
1912.
Júlíus Havsteen var í nokkur
fyrsxtu árin eftir embættispróf
sitt settur bæjarfógeti á Akureyri
og Siglufirði. Sýslumaður Þing-
eyjarsýslu var hann frá árinu
1920 þar til hann varð sjötugur
árið 1956 eða i 36 ár. Hann gekkst
fyrir fjölmörgum umbótum í hér-
uðum sinum og naut þar al-
mennra vinsælda. I slysavörnum
fslendinga tók hann mikinn og
virkan þátt. Aukin vernd ís-
Ienzkra fiskimiða var honum
hjartfólgið áhugamál og beitti
Arekstur
KLUKKAN ellefu á sunnudags-
kvöldið varð árekstur á mótum
Miklubrautar og Eskihlíðar. Þar
óku saman P-70 bifreið úr þjáli
og Opel-bíll. Kona í fyrrnefnda
bílnum viðbeinsbrotnaði og
skrámaðist, en í hinum hlaut
kona höfuðhögg. Þær voru báðar
fluttar í Slysavarðstofuna.
hann sér mjög'fyrir því um ára-
tugaskeið.
Júlúus Havsteen var kvæntur
Þórunni Jónsdóttur, Þórarinsson-
ar fræðslumálastjóra, hinni glæsi-
legustu konu. Áttu þau átta mann
vænleg börn, sem öll eru á lífi.
Frú Þórunn lézt árið 1939.
Július Havsteen var mikill at-
ofkumaður. Má segja, að hann
hafi verið vinnandi fram til
hinztu stundar.
Þessi merki maður verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjmnni 10.
ágúst n.k.
iystisnekkju hvolfir
undir Finnhoga Rúf
BLAÐIÐ hefur haft spurnir
af því, að fyrir skömmu hafi
legið við slysi hjá skemmti-
siglingamönnum í Fossvogi.
Finnbogi Rútur Valdimarsson,
bankastjóri, hefur fyrir nokkru
fengið sér seglbúna lystisnekkju
og skemmt sér við siglingar a
voginum. Fyrir nokkru var hann
að ^sigla á lystiskipinu ásamt
öðrum manni, sem mun hafa
verið að þjálfa bankastjórann í
siglingalistinni. Tókst þá svo
slysalega til, samkvæmt frásögn
sjónarvotta, að er þeir vildu
snöggvenda snekkjunni, láðist
þeim að færa sig til í henni
eftir kúnstarinnar reglum til
þess að hún reisti sig réttilega
í beygjunni, með þeim afleiðing-
um að henni hvolfdi og menn-
irnir hrukku báðir útbyrðis.
Til allrar hamingju höfðu
þeir báðir björgunarbelti um
hálsinn, en án þeirra telja
sjónarvottar, að hætta hefði
verið á ferðum. Tókst þeim að
svamla í áttna að landi, unz
þá tók niðri á grynningum,
en þaðan gengu þeir í land.
Það verður víst aldrei nóg-
samlega brýnt fyrir þeim, sem
fást við skemmtisiglingar á sjó
eða vötnum, — en þeir hafa víst
aldrei verið fleiri en í sumar —,
að fara varlega, og sjálfsögð
Héraðsmót að Laug-
arhakka ásunnudag
Stofnfundur Sjálfstæðisfélags i V.Hún.
SJÁLFSTÆÐISMENN í Vest
ur-Húnavatnssýslu halda hér
aðsmót að Laugarhakka
sunnudaginn 7. ágúst kl. 5
síðdegis. —
Á mótinu flytja ræður og
ávörp þeir Einar Ingimundar-
son, alþm. og bændurnir Guð-
jón Jósefsson og Óskar Leví.
Árni Jónsson, óperusöngvari
syngur einsöng með undirleik
Hafliða Jónssonar og leikararnir
Gunnar Eyjólfsson og Ómar
Ragnarsson flytja skemmtiþátt
og syngja gamanvísur. Um
kvöldið verður stiginn dans.
Sama dag kl. 2 e. h. hefur ver-
ið boðað til stofnfundar félags
Sjálfst'æðismanna í Vestur-Húna
vatnssýslu. Verður fundurinn
haldinn að Laugarbakka og mun
Birgir Isl. Gunnarsson stud jur.
mæta á fundinum.
regla ætti það að vera hjá öll-
um að hafa jafnan spennt á sig
björgunarbelti.
Ók inn
í stofu
KLUKKAN 3 í gærdag vildi
það slys til, að bifreið ók á
hús norður í Sigliufirði og
staðnæmdist ekki fyrr en
inni i stofu.
Þetta vildi þannig til, að
bifreiðinni F-26, sem er stór
vörubifreið, var ekið niður
halla ofan hússins nr. 42 við
Hlíðarveg. Hemlar bifreiðar-
innar urðu þá skyndilega ó-
virkir, svo að hún skall á
töluverðri ferð á austurhlið
hússins, sem er nýreist íbúð-
arhús. Veggurinn brotnaði
fyrir vélarhúsi bílsins, sem
staðnæm's t svo inni í stofu.
Gatið í veggnum er um einn
og hálfur metri á breidd og
metri á hæð. Skemmdir urðu
furðulitlar á bilmum, og bíl-
1 stjórinn slapp ómeiddur. Það
er talið hafa orðið honum til
láns, að veggurinn, sem er
hlaðinn, lét undan, því að
ella hefði höggið orðið harð-
ara. Eitthvert tjón mun hafa
orðið innanhúss, en eins og
áður var getið er húsið ný-
byggt, og húsmunir að miklu
leyti nýir. — Stefán.
Drengirnir
komnir heini
Á mánudaginn var auglýst eftir
tveimur drengjum í útvarpinu.
Höfðu þeir haldið austur á Þórs-
mörk um heigina, en ekki komið
heim til sín, þegar búizt var við
þeim.
í gær komu þeir svo til Reykja-
víkur heilu og höldnu. Höfðu
þeir gist á bæ fyrir austan, en
ekki athugað að tilkynna það
heim til sín.