Búnaðarblaðið - 11.01.1916, Síða 2

Búnaðarblaðið - 11.01.1916, Síða 2
2 Búnaðarblaðið. urstaða rannsóknanna hefir venjulega mikla »praktiska« þýðingu. Vér eigum það tyrst og fremst aukinni þekkingu að þakka, að vér getum breytt mjólkinni i smér og osta eftir vissum reglum og forðað henni við ýmsum skemdum. Munum vér nú skýra hér frá árangrin- um af nokkruin rannsóknum hinna seinustu ára í þessa átt. Próf. Weigmann og dr. Wolf hafa nú seinustu árin gert víð- tækar rannsóknir á tilrauna- stofnun einni í Kíel á ýmsum mjólkurgöllum, sem oft geta komið sér illa bæði við heimil- isnotkun mjólkurinnar og á mjólkurbúunum. Þessir mjólk- urgallar geta verið með ýmsu móti, t. d. að mjólkin sé römm, eða hlaupi offljótt, eða að rjóm- inn geti ekki orðið nægilega súr. Rannsóknin sýndi í eitt skifti, þar sem um hið síðastnefnda var að ræða, að mjólkina skorti einkum mjólkursýrubakteríur, en hins vegar var í henni mjög mikið aí bakteríum, sem fram- leiddu lútarkend efni, og auk þess sérstakur myglusveppur. Bakteríur þær, sem mynduðu lútarsöltin, eru í laginu svipaðar bakterímn, sem oft finnast i ilórum, en ólíkar þeim að því leyti, að þær valda annari efna- breytingu, en annars þekkja menn þennan bakteríuflokk eng- an veginn til hlítar. Þessir lut- arsaltsgerlar valda því nú, að rjóminn getur ekki súrnað. Gerlar þeir, sem íinnast i niðursoðinni mjólk (dósamjólk) eru einkuin mjólkursýrubakte- ríur auk nokkurra annara. Skemmist mjólk þessi ekki af því, að hún sé ekki nægilega gerilsneydd, heldur af því, að dósirnar eru ekki nógu þéltar. Þegar dósamjólk þyknar og er með rauðbi únum blettum hingað og þangað, þá er það lóðvatn- inu að kenna, sem haft er til að lóða dósirnar saman. Kóló- fónium uppleyst í spritti hefir í sér fólgið örlítið af aldehyd og fúrfúról, en bæði þau efni mynda rauðbrúnan lit þegar þau snerta eggjahvítu- eða ostefni. Þessum galla á mjólk- inni má afstýra með því að núa blikkbaukinn, þegar búið er að lóða hann saman, með rýju vættri í heilu sódavalni og skola hann siðan í hreinu vatni. Smér verður olíukent af verk- unurn ýmsra gerla og valda því einkum gei ðarsveppir og ýmsar íleiri bakleríur. Þegar smér er með rauðleiLum blettum, þá finst í því svepptegund, sem fram- leiðir ryðbrúnan lit. Gerðar- sveppir og gasmyndunarbakte- ríur finnast í fitulillum ostum

x

Búnaðarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarblaðið
https://timarit.is/publication/415

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.