Good-Templar - 01.01.1902, Page 5
GOOD-TEMPLAR
BLAÐ STOR-STUKU ÍSLANÐS
A F
I. 0. G. T.
VI. ÁRGr.
. ,; J
REYKJAVÍK, JAN. 1900.
I. BLAÐ.
Gleðilegt ár!
Þegar vér bindindismenn, og sérstaklega vér Good-Tempi-
arar, lítum yfir árið, sem ieið, höfum vór eigi ástæðu til ann-
ars en að gleðjast, yflr starfinu, sem unnið hefir verið á því.
Að vísu var árið eigi auðugt að stórviðburðum í bindindisátt-
ina; en þrátt fyrir það þótt framfarirnai- hafi víða verið
fremur litlar, og þótt vér, ef til vill, getum ásakað oss fyrir,
að vér eigi höfum starfað nógu mikið eða nógu einlæglega að
eflingu Reglu vorrar, þá er þó eigi því að neita, að framfar-
irnar hafa víða verið sýnilegar. En það, sem vór leggjum
mesta áherzlu á, er það, að starfið hefir, að því er oss virðist,
yfirleitt gengið friðsamlega. og með sönnum bróðurhug, iaust
við deilur og sundrung innbyrðis, og höfum vér þá trú, að þjtð
sem unnið er á þann hátt, þótt lítið só, beri meiri og bless-
unarrikari ávexti heldur en það, sem sprettur upp af æsingi
og blindu kappi.
Helzta atburð í sögu bindindismálsins hér á landi á liðna
árinu verðum vér að telja það, er Stórstúkan tókst á hendur
að berjast fyrir því að bannlögum yrði á kornið. Árangurinn
af þeirri ákvörðun er að sönnu óséður enn; eu því munu ail-
ir sannir bindindisvinii treysta, að hann verði oss til gleði og
málefni voru til sigurs, og mun það verða nóg til þess að árið
1901 verður talið merkisár í bindindissögu lands vors.
Gleðilegt er það einnig, að stöðugt verða þeir fleiri með-
al kaupmanna, sem liætta að verzla með áfengi, og gengur
nýja árið vel í garð að þvi leyti, þar sem vér höfum vissu
fyrir, að þrír verzlunarstaðir hafa nú um ávamótin losast al-
gerlega við þá verzlun, sem sé Seyðisfjörður, Blönduós og