Good-Templar - 01.01.1902, Qupperneq 6

Good-Templar - 01.01.1902, Qupperneq 6
2 Akranes. Auk þess hafa ýmsir kaupmenn í öðrum verzlunar- stöðum hætt áfengisverzlun, annað hvort sjálfkrafa, eða fyrir tiistilli annara. Vór sjáum þannig, að erfiði vort fær ríkuleg laun, og að það getur nú naumast verið vafasamt lengur, hvorir sig- ur beri úr býtum að lokum, vér eða mótstöðumenn vorir. En þó verðum vér vel að gæta þess, að þeir sigrar, er vér vinn- um, verði oss eigi til óhamingju; en það verða þeir, ef vér ímyndum oss, að nú sé nóg aðgert og vér megum leggja ár- ar í bát. Þess vegna byrjar nú „Good-Templar“ þennan 6. árgang sinn með þeirri bróðurlegu en þó einlægu áskorun til allra bindindismanna og bindindisvina, að þeir haldi baráttunni á- fram ótrauðir og í þeirri öruggu trú og von, að dyggileg bar- átta muni til fullkomins sigurs leiða fyrir málefni vort. Umburðarbréf Stór-Græzlumaims Kosninga til ailra Gootl-Templara á íslantli. Reykjavík, 18. jan. 1902. Kœru samverkamenn! Með því að síðasta Stórstúkuþing fól mér á hendur að gegna starfi Stór-Gæzlumanns Kosninga um yfirstandandi kjör- tímabil, leyfi eg mór hér með að ávarpa yður, kæru samverka- menn, í trú, von og kærleika. Eins og yður er kunnugt, hefir K.egla vor náð tiltölulega mjög mikilli útbreiðslu hér á landi, og eg ætla eigi of mikið sagt, þótt eg haldi því frain, að hún muni hafa náð öllu meiri tökum á vorri þjóð en flestum öðrum þjóðum, og nð hún ha.fi haft tiltölulega meiri áhrif hér á landi en víðast annarstaðar. En samt sern áður dylst það engum hugsandi manni, hversu sterka trú sem hann annars karm að hafa á áhrifum Reglunn- ar út á við, að vór verðum að fá i lið með oss löggjafarvaldið og allmikinn hluta þeina manna, sem venjulega ei u nefndir „leiðandi menn þjóðarinnar", eí vér eigum að geta unnið full-

x

Good-Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.