Good-Templar - 01.01.1902, Side 7
3
an sigur og náð takmarki voru, sem er alger lítrýming allra
áíengisvökva til drykkjar.
Vór höfum átt því láni að fagna, að ýmsir, og það eigi
álifáir þessara manna hafa þegar gengið í lið með oss og
starfað trúlega undir merki voru. Og þess er og eigi síður
vert að minnast, að meðal þeirra, sem eigi hafa játast undir
‘ skuldbindingu vora, eigum vér ýmsa ágæta talsmenn, semvér
ínegum vel treysta að fylgi vorum málstað, eins og væru
þeir úr vorum hóp.
En sem við er að búast- i jafn-strjálbygðu iandi, sem voru,
eru þessir kraftar of dreifðir til þess að þeirra verði full not.
Er það því skyida vor að sameina þá sem mest má verða og
stuðla að því, að þeir geti komist inn á þau svæði, þar sem
þeir geta bezt notið sín.
Vér ermn nú staddir á alvarlogum tímamótum. Stór-
stúka vor hefir tekið ákvörðun um að berjast fyrir aðflutnings-
banns- eða vinsölubannslögum, og heflr þegar í þvi skyni
sent út um land alt eyðublöð til undiiskrifta undir áskoranir
til alþingis um að samþykkja bannlög. Vér vitum eigi enn
hver áranguriun kann að verða af þessu fyrsta spori í þessa
átt, en vér þykjumst mega ganga að því vísu, að vér fáum
á vort mál meiri hluta þjóðarinnar, svo að vér stöndum að
því leyti vel að vígi. Hitt er þar á móti meiri efa bundið,
hvort ofes tekst að sannfæra löggjafarvaldið svo, að það vilji
sinna þessum áskorunum.
Nú standa fyrir dyrum kosningar tii alþingis, og vér
göngum út frá því, að þeir, sem kosnir verða á komandi vori,
haldi starfi sínu í (i ár, og kemur þá til þeirra kasta að fjalla
um banniagamálið á þingi. Er því mjög svo mikilsvárðandi
fyrir oss, og eigi einungis fyrir oss, heldur þjóð vora alla i
heild sinni, að valið megi vel takast. Því fer fjarri, að á
sama standi, liverja skoðun þingmannaefnin hafa á almennuni
landsmálum yfirleitt eða hinum svo nefndu „stórpólitisku“ mál-
um, svo sem stjórnarskrármálinu, bankamlinu o. s. frv.
Þessi mál er nú efst á dagskrá þjóðarinnar og vorður vitan-
lega ekki hjá því komist, að skoðanir manna á þeirn ráði
rnestu um kosningaúrslitin, sem og að vissu ieiti má rétt
heita. En hinu má þó eigi gleyma, og allra sízt má nokkrum
‘Good-Templar gleymast það, að bindindism. er einnig eitt af þeim