Good-Templar - 01.01.1902, Qupperneq 10
6
Verða Akureyrarbúar nú að fara út i Oddeyri til að fá sér á
flöskuna.
A ísafirði var veitingamanninum synjað um ieyfi til að
halda áfram vínveitingum. Mun baráttan bafa verið allhörð
þar, því menn skiftust í 2 sveitir, náiega jafnfjölmennar, en
bindindisvinir báru sigur úr býtum við atkvæðagreiðsluna. Er
mælt, að veitingamaðurinn hafi lögsótt tielzta forvígismann
bindindisliðsins þar, og krafist hárra skaðabóta; en það mál
mun vera óútktjáð enn.
Hér i Reykjavík hætti einn kaupmaður áfengissölu nú um
áramótin (W. Ó. Breiðfjörð), og sömuteiðis iyfsalinn, sem nú
selur vin að eins eftir læknisráði, og er mætt að ýmsir kunni
því allitla að geta ekki sent i lyfjabúðina eftir áfengi á kvöld-
in og á næturnar, þegar aðrar búðir eru lokaðar. Var það sá
brunnurinn, sem helzt var flúið til, ef menn þyrsti á nóttunni;
en nú er hann lokaður tíka.
-------o<>o*o-----
Bálkur Stór-Ritara.
boegí>Ób jósbbssom-, s.-H.. -
18. jan. 1902,
Kœrw bindindisvinir!
Guð gefl oss öllum farsælt og sigursælt þetta nýbyrjaða ár.
Öll tímamót eru fyrir oss að meira eða minna leyti al-
varieg og þýðingarmikil, en fyrir oss bindindisinenn eru þessi
ára- og tímamót þýðingarmeiri og alvarlegri enjafnvel nokkur
önnur, sem vór höfum lifað. Á þessu ári er lögð fyrir þjóð-
ina sú spurning, hvort hún vilji losast við áfengið eða ekki.
Á þessu ári verður augljós sú dularfullu ráðgáta, hvernig
þjóðin i heild sinni lítur á bindindisstarísemina og hvorn kost-
inn hún kýs fremur, að iosast við áfengisnautnina með
öilu hennar böli. eða að halda áfram að sjá liana eyðileggja
og tortíma velfarnan og góðu gengi margra sinna efnilegustu
manna eins og að undanförnu. Alt er það komið undir vilja
og svari þjóðarinnar. Hvernig þjóðin svarar þeim spurning-
um, sem þegar hafa verið lagðai' fyrir hana, er erfitt að full-