Good-Templar - 01.09.1900, Page 8

Good-Templar - 01.09.1900, Page 8
112 Hallur og Ástríður. Saga eftir Jóhannes Friðlaugsson. fað var kveld eitt í Októbermánuði, að dagurinn var lið- inn og kveld komið. Iíellirigning var úti og stormur mikill, og barði hann bleytunni svo hranalega framan í kvennmann, sem gekk götuna út að kaupstaðnum, að hún átti fult í fangi að komast áfram. En það var auðséð að viljinn knúði hana fram. Það hlaut að vera mjög áríðandi erindi, sem oili því að hún skyldi fara fiá íimm ungbörnum, og skilja þau ein eftir í bænum, sem lá kippkorn fyrir innan kaupstaðinn. Yeitingahúsið stóð í miðjum kaupstaðnum, og var það eitt af reisulegustu húsunum í bænurn. Það lét hátt í þegar rign- ingin skall á húsunum og dundi niður í ldaðið, on þó tók yíir hávaðinn af háreistinni, sem kom frá veitingahúsinu; en þar var nú ijós í hverjum Ijóra. Drykkjustofurnar vóru troðfullar af karlmönnum. Yeitingamaðurinn gekk tindilfættur með staupabakkann á milli gestanna, og var auðséð, að hann réð sér varla fyrir gleði þegar hann sópaði saman peningunum, sem kastað var á bakk- ann, jafnóðum og staupin vóru tekin og tæmd. Maður nokkur sat við annaíi borðsendann í drykkjustof- unni, þar sem inir óæð]i menn sátu. Hann var á að gizka um fortugt. Hann leit mjög í-æfdslegn út. Fötin héngu am- ióðalega utan á honum skitin og rifin. Og það sást hver taug og æð i andlitinu, sem alt var óhreint og blóðrisa, og var auð- séð á öllu að hann var einn af áþjánarþýjum Bakkusar gamla. llallur hét maðurinn og rendi hann áfergislega augunum á eft.ir vínbakkanum, sem veitingamaðurinn bar á milli gest- anna, og var auðséð, að hann langaði í sopa. Veitingamaður- inn nálgaðist borðsendann og bauð sessunaut Ilalls staup. Hallur rétti fram hendina skinhoraða og ætlaði að taka eitt vínstaupið, en þegar veitingamaðurinn sá tilræðið, kipti hann bakkanum að sér og mælti : „J?ú fær ekkert nema þú borgir um leið“. — „Æ, blessaður, iánaðu mér ögn með einhverju móti, vinur; ég skal standa þér skil á því undir eins og ég get“, mælti Hallur og mændi á veitingamanninn. „Noi, eklri

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.