Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 2
74
bindindisheit sitt að þvi leyti, að hann bragðaði ekki áfengi,
en að öðru leyti var hann aögerðalaus meðlimur bindindis-
málsins.
Páll var talsverður drykkjurcaður, en vei skynsamur, og
lagði hann bindindismálinu aidrei neitt til, hvorki gott nó ilt.
Eitt sinn, sem oftar, hittust þeir Pétur og Páll. Eftir að
þeir höfðu spurt hvor annan aimæltra tíðinda, fór Pétur að
minnast á bindindismálið við Pál.
„Þú ættir nú að ganga í bindindi, Páil“.
„Ekki veit eg það“.
„Jú, þú ættir nú að fara í bindindi. Eða veiztu ekki,
hversu skaðleg vindrykkjan er líkamlegri heilsu manna, sið-
ferði og eínum?“
„Það er satt, að áfengið kostar peninga, en hitt læt eg
mig litlu skifta".
„Þvert á móti. Um efnin er minst vert. Hitt er meira
virði". Og svo hélt Pétur hjartnæma ræðu um afleiðingar
víndrykkjunnar og nytsemi bindindismálsins. Ekki vildi þó
Páll ganga í bindindið strax, en sagði:
„Eg veit ckki, til hvers þú ert í bindindi, eða til hvers þú
ert að hvetja aðia til að ganga í það. Þú fer aldrei á fundi
og þegir ávalt, þegar mótstöðumennirnir eru að lasta félags-
skap þinn utan funda. í stuttu máli: Mór finst'þú algerlega
aðgerðalaus meðlimur bindindismálsins. Ef eg sæi, að þú
vildir vera með, vildir sækja fundi og laða menn opinberlega
til að ganga í fólagið, ef þú yfir liöfuð vildir starfa að bind-
indisútbreiðslu, þá skyldi eg ganga í bindindi. En að ganga
í það og vera þar aðgerðalaus, eins og mór virðist þú vera,
það vil eg ekki, finst það fremur vera tii skaða en gagns“.
f’annig töluðu þeir aftur og fram um bindindið, oftast er
þeir fundust. Páll var mjög tregur til að ganga í stúkuna;
en þó fór svo að lokum, að hann lofaði Pótri að gerast bind-
indismaður og gekk í sömu stúkuna. Gerði hann það mest
fyrir orð vinar síns og til að hafa sig undan þrábeiðni hans.
Nú er því svo varið, ef menn þurfa að biðja aðra að
taka þátt í einhverjum félagsskap eða fyrirtæki með sór, og
einkum ef þeir þurfa oft að biðja hins sanra, að þeim þá hætt-
ir við að gylla félagsskapinn um of. Þannig fór einnig fyrir
Pétri. Hann hafði gylt félagið svo ínjög fyrir Páli, að þegar