Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 7
79
Reyni boðaði til fundar í því skyni að stofna bindindisfélag.
Það var 17. jan. 1897. Fundinn sóttu sárfáir menn, en nið-
urstaðan varð þó sú, að fólag var stofnað með 14 meðlimum.
Var það nefnt „Sameiningin", og starfaði það hér í Hvamms-
hreppi með mjög góðum árangri frá þeim tírna og þangað til
7. jan. síðastl. Meðlimatala í félaginu var að vísu ekki há í
samanburði við íbúatölu hreppsins; en meira tel eg það vert,
hve almennirigur hefir skift skoðun á áfenginu og áhrifum
þess, og má aðallega þakka það félagi þessu, sem eigi lét sitt
eftir liggja að útbreiða þekkingu á bindindismálinu. Enda má
teija bindindisfólagið hið eina félag, er starfað hefir hér með
lífi og fjöri. Pað var, auk sárfárra bænda, skipað ungu fólki,
körium og konum, sem ekki vildi lá’ta rætast spádóma gamla
fólksins, að þessi bindindismenska væri aðeins hugsunarlaust
flan og nýungagirni.
En eftir því sem þekking félagsmanna óx á bindindismál-
inu, og þeir fengu meiri reynslu í fólagsstarfinu, sáu þeir, að
hyggilegra var að vinna i félagi eða sambandi við stærsta bind-
indisfélag heimsins, heldur en einstakt sér. E’egar félagið hafði
áorkað nokkru eitt út af fyrir sig með sínum veiku kröftum,
þá hlaut það að geta unnið og áorkað miklu meira í félagi
með öðrum, sér miklu öflugri kröftum. Það var því eftir ósk
bindindisfélaganna og nokkurra utanfélagsmanna að Good-
Templarstúka var stofnuð hér í Vík síðastl. vor. Eigi að síð-
ur var þó félaginu haldið áfram, svo að enginn skyldi missast
Ur bindindisliðinu, því margir voru tregir til að ganga úr fé-
laginu yfir í Good-Templarstúku, þótti breytingin óþörf. En er
St. „Eygló“ nr. 78 hafði starfað hór 3 ársfjórðunga, voru flest-
ir meðlimir biridindisfélagsins komnir í hana. Ákváðu því þeir,
er eftir voru í sSameiningunni“, á síðasta aðalfundi hennar hinn
7. jan. þ. á. að leggja fólagið niður og láta húseign þess og
aðrar eignir, er henni fylgja, renna inn til stúkunnar. En frá
félagsins hendi voru sett þau skilyrði, að hætti stúkan starfi
sínu, skilaði stofnskrá eða misti hana, þá skuli húsið aftur
verða eign Framfarasjóðs I-Ivammshrepps, er lánað hefir og
styrkt til húsbyggingarinnar. Að öðru leyti sé lrúsið að skoða
sem eign stúkunnar. St. Eygló hefir ákveðið að taka þessu
boði, því að húsið er vel vandað og í alla staði hæfilegt fund-
p.rhús fyrir hana, og hiin hyggur, að slíkt geti eigi kornið neitt