Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 11
83
ætla að snúa mér til guðs og skal aldrei snerta flöskuna fram-
ar. — Ó, hættu ekki að biöja!“
Það væri árangurslaust. að ætla að reyna að lýsa tilfinn-
ingum Önnu. Hún lofaði og vegsamaði drottinn af öllu hjarta
og á eftir bað maður hennar. I-Iann hafði ekki beðið hátt ogí
raun réttri heldur ekki lágt, síðan hann var litill drengur, en
þett-a varð ekki | siðasta skiftið. Upp frá þessu krupu þau
hvort við annars hlið á hveiju kvöldi til að lofa og biðja,
drottinn, sem veitir öllum börnum sínum náð á náð ofan.
Pað varð nú mikil breyting á heimilislífi þeirra. Hjónaást-
in, sem hafði legið fyrir dauðanum, rétti nú við á' svipstundu
og varð meiri og betri en nokkru sinni áður. Sorg og kvíði,
áhyggjur og örbyrgð gengu úr vistinni, en gleði og friður, guðs
ótti og guðs blessun kom i staðinn.
Jón efndi loforð sitt, enda fór hann nú í réttan stað til
að leita krafta.
Hann sagði oft eftir þetta: „Ef fleiri menn ættu biðjandi
konur, mundu færri konur eiga drekkandi menn“.
Sigurbjörn A. Gíslason.
..."-v*><X>---
Bálkur Stór-Gæzlum. Ung-Templara.
0-03ST _A.TS.3STJ&-S03sr S.-O.-TX-'T. — HIES-Z-IECCr A-vÍk:.
Sunnudaginn 8. júní stofnaði br. Páll Jónsson í Haga-
nesvík í Fljótum unglingastúku í undirumsjón stúkunnar „Nýju-
aldarblómið" nr. 76 í Haganesvík, moð 17 stofnendum.
Unglingastúkan hlaut nafnið : Norðurljósið og er nr. Bl.
Þessir embættismenn voru kosnir og settir í embætti fyrir
yfirstandandi ársfjórðung:
M. T. Jón Jónasson,
V. T. Guðlaug Baldvinsdóttir,
Rit. Sæmundur Dúason,
F. R. Jón Norðmann Dúason,
G. Friðjón Vigfússon,
Kap. Kristín Björnsdóttir,
Dr. Sigurlína í’orsteinsdót.tir,
V. Guðmundur Sveinsson,