Good-Templar - 01.07.1903, Síða 2

Good-Templar - 01.07.1903, Síða 2
66 Þab glaðnar yíir þeim, sem líða, er vökumaðurinn svarar: „Morguninn er að koma!“ því þá getur ró farið að falla yfir hina þreyttu, andvaka sál. En vökumaðurinn vakir og mænir eftir morgunroðanum. Veglegt er starf vökumannsins, því hann fær að sjá sigur birtunnar og sólina renna upp og þá fær einnig hann hvild. „Hvað líður nóttinni, vökumaður? Það lá koldimm nót.t yfir landinu. Þar var dúma, dauðaþögn, þagnarland. Það lá nótt, andleg heljarnótt yfir lýðnum. Meinvættir myrkursins lágu yfir eins og martröð; það var rænuleysi'snótt, lítið gert; víma lá yfir mönnunum og þungur svefnhöfgi. Ljós kristin- dóms og menningar logaði dauft, en þess betur var drukkið. Yfirvöldin drukku, prestarnir drukku, bændur og búaliðar, ungl- ingar og yngissveinar. Sá þótti varla maður með mönnum, ef eigi drykki. Lýðurinn drakk og svaf, sjálfir varðmenn þjóðar- innar, hinir andlegu leiðtogar hel/.t of margir, drukku og sváfu. Söfnuðiinir sváfu og sáu eigi hneykslið, því það var nótt. — Þá sendi guð bindindishreyfinguna, nýjan varðmann, inn til þjóðarinnar. Hann vakti upp þennan nýja vökumann til þess að vekja og vera á verði og auglýsa komu dagsins. — Þessi nýi vökumaður var bindindishreyfingin, eins og hún kom fram i hinni óháðu Reglu Good-Templara. Ljósbrún tók að færast inn í nöttina. Reglan heyrði andvörp hinna bundnu og þjáðu og kallaði til þeirra hughreystingarorð: „Morguninn fer að koma! Morguninn kemur!“ Þá hófst barátta milli skímunnar og myrkursins og smám saman ruddi Reglan sér braut inn í meðvitund manna og varð vakandi samvizka vaknanda lýðs. Guði só lof fyrir hið góða, sem hann hefir látið Regluna vinna. í myrkrinu era liœiturnar margvíslegar. Yökumaður, hvað líður nóttinni? Því ræningjar næturinnar eru margir, og margan vegfaranda fletta þeir klæðum, ræna hann og særa og skilja hann eftir dauðvona í myrkrinu. Allur óþjóðalýður syndanna þiifst svo vel í myrkrinu, og alt það eru hinir skaðvænustu ræningjar, sem ala á ógæfu manna. í dag snúum vér oss þó sérstaklega að einum flokkinum, þeim ræningja, sem áfeugi heitir; hefir sá veitt svo mörgum ólífissár, flett óteljandi klæð-

x

Good-Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.