Good-Templar - 01.07.1903, Blaðsíða 4
68
hryglu og angistarvein, sjái fyrir mér fjölda slysfaranna og
öll sjálfsmorðin, ’sem hann kemur til leiðar. En þeir sem
áfengið selja, standa uppstroknir fyrir innan húðaiborðið með blíð-
iegu brosi ogdásamlegum dánusvip, oghalda áfram að veita synda-
flóði af vínföngum út yflr landið. Og löggjafarvald þjóðarinnar er
svo önnum kafið að semja nýjar stjórnarskrár, ný kosningalög,
taka upp ný og leggja niður gömul embætti, o. s. frv., að eigi
er við að búast að það megi vera að að taka eftir öðrum
eins smámunum og því, að hundruð og aftur hundruð af sonum
landsins eyðileggi sig og lífsgæfu sína, og deyi fyrir örlög fram
drykkjumannadauða; að hundruð efnilegra ungra sjómanna
eyði öllum sjö mánaða arði sinum í brennivín ogskaðskemmi
sjálfa sig og svívirði stétt sína. Jú, menn hrista höfuðin yflr
fáráðlingunum, ræfilsdónunum, og fást allmikið um vitleysu
þeirra, en gera ekkert, og hinir „fínu“ menn drekka fin vín og
haga sér oft ófínna en dónarnir. Er þetta ekki myrkur! Blindir
löggjafar leiða blinda þjóð ofan í gröfina. Eða er það ekki
blindni, að þjóðfélagið skuli þola og láta viðgangast eins
svívirðiiega og skaðlega verzlun og áfengisverzlunin er og
hafa tekjur af henni? Nema það koini til af því að þjóðfélag
vort sé of kristilegt eða of þjóðrækið! En erfitt mun verða
að hrekja, að öll áfengisverzlun yfir höfuð or ósiðleg, ókristilcg og
ómannúðleg; stórhneyksli fyrir krirkjuna og smánarhlettur á lög-
gjöfinni. — íöð þætti nær líflátssök, ef sonur væri valdur að
og léti viðgangast, að móður hans væri byrlað eítur; en hvað
eiga þeir skilíð, sem brugga eitur og löghelga eitur lnmda móður-
jörð sinni og taka blóðpeninga fyrir? f’jóðrækið er það ekki.—
Myndi nokkur geta beðið „faðir vor“ fyrir áfengisverzluninni
eða signt öltunnurnar í Jesú nafni? Nei, því kristileg er
áfengisverzlunin ekki.
Og þó þolir hið svo kallaða kristna þjóðfélag, að flutt sé
inn i landið sú vara, sem menn fyrirfram vita að ieiða muni
eymd og volæði og spiiling yfir hundruð landsins barna, já,
ekki einasta þola hana, heldur láta jafnvel landssjóðinn hafa
inntekt af gæfuráni margra einstakra meðlimá þjóðfélagsins.
Tollur er iagður á, og til þess að hann e'gi missist, vilja menn
ekki stífla algerlega áfengiselfuna, enda þótt menn viti að hundr-
uðum saman drukni menn í henni. Menn heyra veinin og
ópið úr þeim, sem eru að farast; menn líta snöggvast við,