Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1949, Page 1

Muninn - 01.11.1949, Page 1
Útgefandi: Málfundafélagið „H U G I N N“ M. A. MUNINN Ritstjórn: Aðalsteinn Sigtnðsson, kennari, Gunnar Hennannsson, Sveinn Skorri. 22. árgangur. Akureyri, nóvember 1949 1. tbl. T Gunnl. Tr. Jónsson bóksali Gunnlaugur Tryggvi, en því fulla naini gekk hann jafnan undir, var fæddur á Akureyri 18. jan. 1888. Voru foreldrar hans Jón Jónsson utanbúðar- maður og kona hans Jóhanna Gísla- dóttir. Áttu þau heima hjer í bæ lang- an aldur, en fluttust til Siglufjarðar fyrir 30 árum. Móðir Gunnlaugs lifir enn háöldruð, en faðir hans látinn fyrir nokkru. Jón sál. fluttist ungur í bæinn og stundaði hjer alltaf verzl- unarstörf. Kona hans var dóttir Gísla Þorlákssonar, er lengi dvaldist með Jóni prófasti Hallssyni í Glaumbæ, en Gísli var kvæntur bróðurdótt- ur sr. Jóns, svo að Jóhanna var ná- skyld prófastsfólkinu, og líklega ber hún nafn prófastsfrúarinnar í Glaurn- bæ, Jóhönnu Hallsdóttur. Jeg minnist Gísla, afa Gunnlaugs, með vinsemd og þakklæti. Hann var bæði barngóð- ur og skemmtilegur. Fann jeg tvennt líkt með afanum og dóttursyninum, en það var hin einstaka góðvild, eink- um í garð barna og unglinga, og frá- sagnargleðin. Báðir höfðu þeir yndi af því að miðla öðrum því, sem þeir vissu. í æsku var jeg oft með Gísla, sem þá átti heima í nágrenni við mig. Foreldrum Gunnlaugs kynntist jeg hinsvegar aldrei. Hann ólst upp með þeim hjerna í bænum við Pollinn, og hann tók tryggð við Akureyri. — Gunnlaugur var settur til náms í Gagnfræðaskólanum, og lauk hann prófi þaðan 1904. Eftir það fjekkst hann við verzlunarstörf við Höepf- ner’sverzlun hjer, þangað til hann fluttist vestur um haf 1908, en þar dvaldist hann 13 ár samfleytt. Verzlunarnám stundaði hann í Winnipeg vetrarlangt, en lengst af var hann blaðamaður. Aðalritstjóri „Heimskringlu“ var hann 3 ár og meðritstjóri 4 ár. I fyrra heimsstríð- inu annaðist hann brjefaskoðun o. s. frv. í Halifax (censor). — Heim til Akureyrar fluttist Gunnlaugur árið 1921 og tók þá brátt við ritstjórn „Islendings“ og stundaði það starf í 14 ár (1922—1936), en eftir það var hann bóksali hjer í bænum til ævi- loka. Gunnlaugur Tryggvi tók all- mikinn þátt í pólitískri fjelagsstarf- semi, og er það eðlilegt, þegar þess er gætt, að hann fjekkst við blaða- mennsku rúmlega þriðjung ævi sinn- ar. Þegar G. Tr. var sextugur, skrifaði jeg grein í „íslending“. Þar segir svo: „Gunnlaugur Tryggvi er sannur Akureyringur, fæddur í bænum við Pollinn og alinn þar U]>p, hvarf að vísu vestur um haf og dvaldist þar rúman tug ára, en kom aftur heim í gamla bæinn sinn og mun una hjer ævidaga alla, er Guð honum sendir. G. Tr. hefir tekið tryggð við Akur- eyri. Hann er líka einn þeirra, sem setur svip á þennan bæ. Manni fynd- ist autt og snautt í Bótinni, ef þar gæti hvergi að líta Gunnlaug Tryggva. Hann er „fastur liður í landslaginu“. Alltaf er hann rösklegur og hressileg- ur, veit manna bezt hvað gerist, án þess að vera hnýsinn, segir frjettir sem bezt verður á kosið, enda var hann blaðamaður yfir 20 ár, bæði austan hafs og vestan. Kunni hann vel til v/gs á ritvellinum, er því var að skipta, bæði til varnar og sóknar, en eink- um kunni hann vel að bíta frá sjer. Eftir því sem gerist um blaðamenn, var hann fremur óáleitinn. Það var gaman að svörum hans sumum. Hann gat stundum komið miklu fyrir í fám orðurn." — Jeg endurtek það, sem jeg sagði fyrir einu ári og níu mánuðum: Autt og snautt í Bótinni, af því að Gunnlaugur Tryggvi er horfinn það- a n. Gott var að koma í bókabúðina til Gunnlaugs. Jeg held, að allir hafi farið glaðari ú t frá honum en i n n komu. — Skólapiltar höfðu miklar mætur á Gunnlaugi. Þar rjeð gagn- kvæmur skilningur og góðvild, og ekki síður af hálfu bóksalans. Er það til marks um vinsældir Gunn- laugs meðal stúdenta, að þeir voru vanir að bjóða honum sem heiðurs- gesti (einum utan hópsins) í kveðju- sumbl sitt á vorin. Svo mikil ítök átti (Tramhald á 7. síðu).

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.