Muninn - 01.11.1949, Qupperneq 2
2
M U N I N N
Ávarp §IIMAR
Skólasystkin góð.
llnn á ný flýgur Muninn á vit yk.kar.
Ef rita œtti sögu M. A. og rarínsaka
þróunarferil þeirra kynslóða, er geng-
ið liafa menntabrautina hér, yrði
skólablaðið Muninn sú heimilcl, er ör-
uggast vitni bœri um hugsanir nem-
enda, hugmyndaauðgi, hugsjónir og
þroska.
Það er vilji okkar, er um útgáfu
blaðsins sjáum í vetur, að það megi
bera okkur, sem .nú sitjum þennan
skóla, vitni sem hugsandi ungmenn-
um.
Því heitum við á ykkur til stuðn-
ings.
Minnizt þess, að sómi Munins er
sómi ykkar sjálfra, að tómleiki hans
ber vott um andlega fátækt ykkar
sjálfra.
Ritið þvi hugsanir ykkar, sþreytið
huga ykkar á þeim málefnum, sem á
baugi eru, látið hugsjónir ykkar kotna
i Ijós, yrkið, svo sem innblásturinn
býður ykkur, sendið okkur árangur
ykkkar andlegu iðju.
Látið ekki Munin skorta efni til
birtingar.
Ef ykkur finnst hann lélegur, þá
beetið um og gerið hann góðan.
Hugsið, hve miklu snauðara skóla-
lifið yrði, ef Muninh hœtti útkomu
sakir skorts á birtingarheefu efni.
Látið slíkt eigi bera að hendi.
Muninn er ekki flokksnýttur i þágu
neinnar þólitiskrar stefnu eins og
þorri blaða þessa lands. í honum á hið
andlega Ijós að skína án þess að falla
gegnurn litað gler.
Látið Munin i vetur bera ykkur
vitni sem heilbrigðri., islenzkri skóla-
eesku.
Eyrir hönd ritstjórnar Munins.
S x> e i n n S k o r r i.
Ég var í kaupavinnu hjá prestshjón-
unum á Hofi, mesta myndarbúi í fall-
egri sveit á Norðurlandi. Nóg var að
gera við heyskapinn, en mér þótti
vinnan skemmtileg, og ekki var sam-
verkafólkið síðra.
Oft var glatt á hjalla, þegar við
kepptumst við að snúa heyinu í glaða
sólskini og þurrki, og mér fannst vinn-
an leikur. Allra mest gaman var þó,
þegar ég var í flekk með Ásgeiri, prests-
syninum. Ég óskaði oft, að flekkirnir
væru helmingi fleiri, þegar við höfð-
um lokið snúningnum. Ásgeir var svo
fallegur og f jörugur og sagði svo margt
skemmtilegt.
Einu sinni var óvenju mikið að gerá.
Öllu heyinu hafði verið ýtt saman í
stórar kássur, og við Ásgeir gengum
nú saman að einni þeirra 'og lögðumst
aftur á bak í dúnmjúkt heyið til þess
að livíla lúin bein.
Sunnangolan blés hlý og ilmrík yfir
landið, heyið var svo mjúkt og ég
þægilega þreytt eftir raksturinn.
Ég teygði úr mér, en þá rákust liend-
ur okkar Ásgeirs saman, og áður en ég
vissi, hafði hann tekið utan um mína
og þrýsti hana þétt.
,,Ó, Þóra,“ sagði hann. „Hefðir þú
nokkuð á móti því að liggja hér um
alla eilífð, aðeins liggja í heyinu og
liorfa upp í himininn?"
SÆMUNDUR HELGASON:
Á villigötum
Ég ólst uþþ á götunni öðrum þreeði,
á sumrin i sveit.
Enginn mig þekkti, enginn vcit,
livernig auðmannssonur á lifið leit.
Eg át.ti mér þrá, sem var helg og há,
en hugurinn hvarf mér frá.
Eg fékk að ráða og velja vini,
vini, sem kvöldin þrá.
Ég fékk að ráða og velja vini
og villtist frá minni þrá.
Var kallaður róni. og drykkjudóni.
Vinir mér fóru frá_
og átti ég ekkert þá.
Svo var mér bent að velja að nýju,
visuð leiðin að fyrri þrá.
„Nei!“ sagði ég brosandi og bætti
við í huganum: „og lialda í höndina á
þér.“
Svo varð það ekkert meira. En mér
fannst lífið dásamlegt, og ég sveif í
draumi, það sem eftir var dagsins.
Samt var ég ekki alvarlega ástfangin af
honum. Ég vissi vel, að þetta var aðeins
smáskot, sem ef til vill yrði lokið, um
leið og ég færi heim. En samt. . . .
Samt var eitthvað, sem gaf öllu meiri
fylling og lit.
Svo var það sunnudag nokkurn, að
við kaupakonurnar ákváðum að fara
til grasa. Þegar það barst litlu krökk-
unum til eyrna, vildu þau óð og upp-
væg fara með, og var þeim gefið leyfi
til þess. Ásgeir hafði farið í útreið, og
þótti mér mjög leitt, að hann skvldi
ekki fara með, en ég bar þann harm í
hljóði.
Við lögðum af stað gangandi lausl
eftir hádegi, ogvar ferðinni heitið upp
í Seljadal, en hann er hinum megin
við fjallið upp af bænurn.
Ferðin sóttist vel upp fjallshlíðina.
Við vorum öll ung og létt á fæti, og
ilmurinn úr lynginu ásamt rammri
angan úr mosanum, sem óx meðfram
hjalandi lækjunum, hleypti ólgu í
blóð okkar.
Á fjallsbrúninni settumst við niður
og liorfðum yfir sveitina. Áin liðaðist
í mörgum kvíslum eftir iðgrænum og
sléttum engjum, og hér og þar kúrðu
bæirnir í túnunum, sem voru enn
grænni en landið í kring.
En áfram varð að halda, og þegar við
snerum baki við byggðinni, blasti við
okkur sjón, sem ekki var síðri en hin
fyrri.
Aldrei hefi ég séð jalnfagurlita og
marglita fjallshlíð og hlíðina hinum
megin við Seljadal. Grænir grashjallar
skiptust á við rauðbrúna mela, og voru
þeir sundurskornir af fossandi smá-
lækjum, sem steyptust niður hlíðina í
sterkgrænum mosabreiðum. Þá lang-
aði mig ,eins og svo ótal oft áður, til að
vera málari og geta fest þessa dvrð á
léreftið og sýnt hana öðrum, því að
orðin ein fá svo litlu áorkað.
Þegar kom niður í dalinn, tókum
við til óspilltra málanna og tíndum