Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 3

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 3
M U N I N N .‘55 SVEINN SKORRI: Og sólin skein Sólin skein, og flugurnar suðuðu. Það var blæjalogn sunnan undir veggnum. Hann var lieitur af sólskin- inu, og rifurnar í gráum, veðruðum borðunum glenntust á móti sólskin- inu. Flugurnar iðuðu, þær þutu upp, skelltu sér síðan á vegginn aftur, svo að small í. Þetta voru bústnar og sæl- legar maðkaflugur. Börnin sátu þarna í sólheitu skjólinu. Þau þögðu, þau voru hætt leiknum. Telpan sat í gras- inu. í gráum sokkunum og ógreiddu hárinu sátu mosi og rusl. Hún reytti grasið með hendinni, lítilli, óhreinni hendi með moldbrúnum handarbök- um og kreisti það, svo að grænn safi þrýstist út um greiparnar, svo fleygði hún því frá sér. Drengurinn lá á bakinu, þyril- hrokkið hárið lafði niður í augun. Hann dinglaði öðru hnénu fram og aftur. Hann liarfði út í bláinn. Dökk augun sýndust svört, þegar hann kipr- aði þau saman á móti sólskininu. — Hvers vegna var sólin svona heit og björt, að maður þoldi ekki að horfa á hana? Skyndilega settist fluga á ennið á honum. Hann ætlaði að grípa hana, en hún var horfin. Hann velti sér við. Hann lá stundarkorn og athugaði ið- andi skordýrin. Svo reis liann liægt á fætur. Hann fikraði sig að veggnum. Þarna settist ein bústin. Nei — hún fór aftur. Þarna-----hann skellti hend- inni yfir staðinn, síðan lyfti liann henni varlega. Nei — hún liafði sloppið. Við smellinn þutu flugurnar frá, en þær komu fljótt aftur. Telpan fylgdist með veiðinni í Jrögulli eftirtekt. um. Úti æpir múgurinn. — Frelsi — frelsi. Það rignir á götuna. Svo skín sólin. En alla vantar frelsi. Svch't bifreið þýtur um götuna. — Frelsi, æpir lýðurinn. Hleyptu okkur inn, frelsi. Einu sinni sagði einhver maður. — Sælir eru einfaldir. Sveinn Skorri. Loksins — loksins, þarna hafði liann eina. Kvikindið datt niður í giasið. Drengurinn greiddi stráin varlega sundur.. Hvert hafði hún lent? Jú, þarna skreiddist luin. Hann tók liana milli gómanna og liélt í fæturna. Hún suð- aði ofsalega, hún sneri upp á sig, yfir nöglina, út á hörundið. O — hún gæti bitið. Hann sleppti. Aftur leitaði hann hana uppi og tók í annan vænginn. Hann tók fjöl og lagði hana þar á. Hún lá um stund afvelta og suðaði, síðan komst hún á réttan kjöl. Hún tók til fótanna. Henni miðaði áfram. Annar vængurinn Iafði beint út frá bolnum, hinn lá eðlilega aftur yfir bakið. Drengurinn settist með fjölina, og börnin horfðu á kvikindið skreiðast áfram. Hún staðnæmdist. Með öftustu fótunum greip- hún upp yfir bolinn, eins og hún vildi strjúka af sér óhrein- indi. Drengurinn greip fluguna. Hann sleit vænginn, sem lafði. Svo sleppti hann henni. Nú trítlaði kvikindið áfram. Hún var víst léttari á sér svona. Það væri nógu gaman að sjá hana alveg vængjalausa. Hinn vængurinn fór sömu leiðina og sá fyrri. Flugan trítlaði enn af stað. Svo valt hún um. Hún lá og baðaði fótunum upp í loftið. Drengurinn brosti. Hann bjóst til að skerða skepnuna frekar að líkams- hlutum. Hann tók í einn fótinn. Smellur. Telpan sló flötum lófanum beint í andlit drengsins. — ÓJrokki. Með storkandi brosi horfði hún litlum tindrandi augum á hann. Það er sárt að vera sleginn beint í andlitið af jafnöldru sinni. Augu hans urðu rennvot,.ef til vill af sársauka, ef til vill af reiði. Blóðið Jraut fram í andlitið á hon- um. Hann var fokvondur. Þau voru bæði risin á lætur. Augu hans brunnu af heift. Hún horfði nístandi á hann. — Ræfillinn þinn, Jrú ert slæmur. Þú ert miklu verri en Nonni í Koti. Drengurinn rauk á hana. Þau velt- ust í grasinu. Brátt hafði hann yfir- höndina og kraup á hnjánum yfir lienni. Hann þrýsti örmum hennar að sverðinum. — Nú skaltu. . . . — Slepptu mér, slepptu mér, annars skal ég segja pabba Jrínum allt, og Jrá verðurðu flengdur. Hún lagði áherzlu á síðustu orðin. Pabba! — Hann hikaði. Óljós kennd skaut upp kollinum. Flengdur, það var eins og moigunandvari sveipaði Jjoku frá í hugarheimi hans. — Slepptu, eða ég kalla á hjálp. — Ætlarðu að sleppa? — Hún opnaði munninn ogglennti upp augun. Hann sleppti. Hann varð skömmustulegur. Sólin liellti geislum sínum yfir þau. Þau voru heit af reiði og sársauka- fullri gremju. Hún reis á fætur, káfaði eitthvað í pilsið, líkt og fullorðin stúlka myndi hafa gert til að laga Jrað. Hún togaði peysuna niður og strauk yfir brjóst sitt til að slétta hana. Svo horfði hún storkandi á drenginn. Hann lá á hliðinni, studdist við oln- Ijogann og horfði niður í bælt grasið og tók að bora með vísifingri vinstri handar niður í moldina. Hann beit á jaxlinn. Hann langaði til að gráta af reiði. Hann gæti barið Jressa stelpu. Hún hafði haft eins gaman af flugunni og Jiann. Þau Jrögðu. Drengurinn var sárgramur. Enginn skildi hann. Engum þótti vænt um liann. Verri en Nonni í Koti. Gat það verið? Hann skyldi Irerjast. Berjast við- berjast við Nonna. Hann skyldi------- liann skyldi falla með sæmd, hann skyldi falla eins og hetja, eins og Kjartan. Skyldi hún Jrá segja. „Þeim var ég verst, sem ég unni mest“? Nei, svo yrðu þau Nonni kannske lijón. Nei — nei. Sjóðheit tilfinning læst- ist um drenginn. Hann skyldi berjast við bolann, láta bolann tæta sig sund- ur, láta gulhvít hornin litast í blóði sínu, láta kjöttætlur sitja eftir á hvöss- um stiklunum. Ogsvo myndi hún gráta, Jregar hann yrði jarðaður, gráta ylir Jrví, hvað hún

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.