Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 5

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 5
MUNINN 37 undanteknum. Þó gefur hann oft oi: íasta knetti. Fyrirliði var Axel Kvaran. Það er rétt að geta þess hér, að fyrsti leikur þessa liðs, er var gegn.2. B, var allsögulegur og skennntilegur. Til leiks mættu aðeins tveir úr liði 4. M, •en til þess að mega hefja leik þurfa fjórir að vera mættir. Var því það ráð tekið, að tveir nýliðar voru settir inn .á völlinn. Voru það „risarnir" Anton Jóhannsson og Pétur Gautur. Stærð- ina notuðu þeir eftir beztu getu, eink- um Pétur, sem einnig var mjög tekn- iskur en setti knöttinn bara öfugu megin við netið! Leikinn vann 4. M ■eftir harðan bardaga, og má því þakka þeim Pétri og Antoni það, að nokkrui leyti, að 4. M varð í 3.-4. sæti. 4. S. Liðið í heild var nokkuð jafnt. P>ezti maður liðsins var Hreggviður, og er hann einn bezti mið-bakvörður skólans. Addi tók miklum framförum .sem miðframvörður. Með góðri æf- ingu mun þetta lið kornast langt. Fyr- irliði liðsins var Olafur Ásgeirsson. 3. A. Þetta lið á efnilegum rnönn- um á að skipa. Þeir eru allir mjög jafnir, og með góðri æfingu kornast þeir langt. Hættulegasti maður liðsins ^ar Haukur, en því miður naut hans •ekki við sem skyldi, sökum veikinda. Jón getur orðið mjög skæður, en verð- ur þá að gæta netsins betur. Fyrirliði liðsins var Jóhannes G. Sölvason. 3. C. í þessu liði voru finnn nýliðar, og má því segja, að þeir hafi staðið .sig með prýði. Jón miðframvörður er mjög efnilegur, en stoð liðsins var Raln, sem „reddar" oft mjög vel, en •er ekki eins öruggur að gefa upp. Fyr- irliði liðsins var Rafn Hjaltalín. 3. B. Liðið í heild var allt of sund- urlaust, og vegna sífelldra manna- skipta tókst þeirn aldrei að fá Jrað eins .samstillt og æskilegt hefði verið. Þor- steinn var bezti maður liðsins. Hinir ■vel í meðallagi. Fyrirliði var Þorsteinn Jónsson. 2. B. l.iðið var ósamstillt, en sýndi íþó oft góðan leik. Sveinn var bezti maður liðsins. Óli er einnig allgóður. Með sama áhuga og góðri æfingu munu þeir geta náð góðum árangri. Fyrirliði var Ólafur Gíslason. 1. bekkur. Ekki var búizt við miklu af þessu liði, en þeir sýndu ])ó ótvírætt, að í þeim býr mikið. Stefán mið-fram- vörður þeirra er mjög efnilegur. Þess vegna skora ég á þá að æfa vel og sýna áhuga. Það er eina leiðin að meistara- tigninni. Fyrirliði var Stefán Her- mannsson. Kennarastofan. í liðinu voru Jressir lærifeður: Ottó Jónsson (fyrirliði), Páll Árdal, Guðmundur Björnsson, Jóhann Hlíðar, Jón Þorsteinsson, Ármann Dalmannsson. Auk þess léku með í forföllum þeir Einar Pálsson, inspector scholae, konr í stað Jóhanns, sem sökum meinsemd- ar í fæti gat ekki leikið síðustu leikina, og Lárus Helgason „árgali“, sem lék í forföllum Jóns. Liðið í heild nrátti kallast gott, eftir ekki fleiri æfingar en það fékk, og tók það miklum framförum. Það er rétt að geta Jress, að þeir voru æfðir af „speci- alistum". Að mínu áliti skaraði eng- inn einn fram úr hinum. Allir góðir á sinn hátt og reyndar slæmir líka. Ottó er mjög lipur og duglegur leik- maður, tekur knöttinn með höfði, bol og útlimum, en gefur oft of fasta knetti. Páll tók miklum framförum og gaf oft mjög góða knetti, en hopp- aði ekki nógu liátt. Má þar víst um kenna of miklum vöðvum. Guðmundur var einna hættulegast- ur. Gaf hann oft mjög snögga knetti, enda er hann gamall „uppgjafa blak- meistari". Jóhann var góður að verja mjúku knettina, en vildi missa liina, encla hefir hann æft hið ameríska blak, eins og það er nú. Jón var mjög duglegur og gat verið hættulegur, en óð of mikið um völl- inn, svipað og riddari á taflborði. Mun það hafa runnið mjög í skap þeim Ottó og Páli, að sögn áhorfenda. Var hann þó áhorfendum oft til óbland- innar ánægju. Ármann var allra öruggasti „upp- gjafarinn" á mótinu. Það er ekki hægt að ljúka jressari grein án þess að þakka blaknefnd Í.M.A. fyrir ágæta stjórn, sem sést bezt á því, að mótinu lauk fyrir jól, og mun það vera einsdæmi í sögu skólans. — Mætti Jrað vera hvatning til næstu blaknefndar, að hún verði ekki síðri í starfi sínu. Að lokum vil eg svo þakka öllum „blökunum" lyrir þátttöku Jreirra og drengilegan leik. Einnig áhorfendum fyrir góða framkomu. Megi blakið verða skólaíþrótt vor sem lengst. Blakunnandi. Handknattleiksmótið Töluvert fjör hefir verið í íþrótta- lífi skólans í vetur. Þó virðist áhugi rninni fyrir útiíþróttum og skíðaferð- unt en verið hefir undanfarna vetur. Hins vegar fer áhuginn vaxandi fyrir innanhússíþróttunum, blaki og hand- knattleik. Hafa nú verið háð skólamót bæði í baki og handknattleik. Allar bekks- agnir skólans sendu menn í blakið, nerna VI. M. Eins og flestum mun kunnugt, sigr- aði V: M blakmótið mjög glæsilega. Sigruðu jreir alla anclstæðinga sína og hlutu 18 stig. Kennarastofan sendi lið til þátttöku í mótinu. Skemmtu áhorf- endur sér konunglega við að sjá kenni- feður sína ,,gata“ þarna hálfnakta. Annars stóðu lærifeður vorir sig sæmi- lega, eftir því sem við var að búast. Þegar þetta er skrifað, er handknatt- leiksmótinu enn ekki að fullu lokið. Eltir eru úrslitaleikirnir bæði í karla- og kvennaflokki. Allir bekkir, nema VI. bekkur tóku þátt í handknattleiksmótinu, og III. bekkur sendi tvö lið. Standa nú leikar þannig: 1.—2. V. b. 8 stig. IV. b. 8 stig. Lið V.-bekkinga er að mestu sam- sett af meistaraflokksmönnum, sem undanfarið hafa sigrað Akureyrarfé- lögin, svo að ekki er að búast við öðru en góðum árangri. Er liðið mjög lieil- steypt og sterkt, hefir sýnt hraðan og ágætan leik. Mestur skotmaður liðsins er Knútur, en Jón Ben. er beztur í vörninni. I.ið IV. bekkinga hefir yfirleitt sýnt góðan leik, er mikill hraði í leiknum. Þó mega IV.-bekkingar laga ýmislegt hjá sér, séu þeir að hugsa um að sigra á mótinu. Sigurður er mesta skyttan, en ætti að temja sér að reyna að halda knettinum, þangað til öruggt skotfæri gefst. Vórnin hefir verið sæmileg, en þarf að vera miklu skipulegri, ef hún á að standast áhlaup V.-bekkinga.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.