Muninn - 01.05.1959, Blaðsíða 4
vistinni og skólalít'inu. Hann á að kenna
mönnum (þ. e. nemöndum) að hvílast
lieilsusamlega í vikulokin, teygja þá út úr
bæjarrykinu og úr Bótinni og lélegum
danskrám upp í fjallaloft og fjalladýrð, vera
ósýnileg og listfeng lögregla skólans, laða
nemendur til vasklegra fjallgangna og leika
undir beru lofti. Þangað á að safna íslend-
ingasögum, þjóðsögum Jóns Árnasonar,
kvæðabókum og heilnæmum fræðum, og
þar á að endurreisa íslenzkar kvöldvökur.
Þær eiga aðeins að vera í æðra veldi en
áður.“
Eg vil minna á orð þessara vitru manna.
Þau eru ábyggilega enn í fullu gildi og
verða alltaf haldbetri rök, heldur en nart
einhverra nafnlausra huldumanna.
Nemendur M. A. munu aldrei sætta sig
við að leggja Útgarð niður og leita upp í
skíðahótel Akureyringa. Útgarður er annað
heimili M. A., því hlutverki getur skíða-
liótelið aldrei gegnt. En nú vantar Útgarð
vaska menn.
Húla-hoppið getur verið útrætt mál. All-
ir, meira að segja Gambra-menn, viður-
kenna, að félagið, sem stofnað var gegn því,
hafi unnið þarft verk. Annars mun Femina
Iðunn vera fulikomlega fær um að halda
uppi vörnum fyrir félagið. Það væri því eigi
annað en bjarnargreiði við hana að revna
að bæta þar nokkru um.
U. f. F. telur sig færan um að halda því
fram, „að í eitt þúsund ár hafi þjóðir Ev-
rópu myrt menn í milljónavís með guðs-
blessuðum vígtólum.“ Ætli þau séu mörg
malarbörnin, sem trúa þessu?
Það er til lítils að trúa í orði kveðnu.
Hugur verður að fylgja máli.
Hefðu þessar þjóðir lifað eftir kenning-
um Kristninnar, mundi a'ldrei til neinna
styrjalda hafa komið.
Ég vil svo minna greinarhöfund á þessi
orð þjóðskáldsins:
„Guði gleyma
glapráðir menn,
dýrka sjálfa sig,
en svíkja þó.“
Vegna þess, að greinarhöfundur vitnar í
orð, sem ég viðhafði um íslenzka stjórn-
málamenn í ræðu, er ég flutti á árshátíð M.
A„ þykir mér rétt að birta þennan kafla
ræðunnar.
Er ég hafði reynt að gera nokkurn saman-
burð á ástandi og lífsviðhorfum íslenzku
þjóðarinnar á Sturlungaöld og nú á 20. öld,
sagði ég svo:
„Ég held, að stjórnmálamennirnir séu yf-
irleitt ekki nógu hreinlyndir og eigi all
gruggugt blóð. Sundurlyndi foringjanna
getur orðið hættulegt fyrir sjálfstæði og
hamingju landsins, ekki síður en á Sturl-
ungaöld. Það eru enn þá til erlendir valda-
menn, sem sitja um smáþjóðirnar og vilja
hremma þær köldum klóm.
Stjórnmálaforingjarnir þurfa að takast í
hendur og vinna samstilltir og með sáttfús-
um höndum að hamingju þjóðar sinnar.“
U. f. F. er mótfallinn þessu, en treystist
ekki til að færa nein rök fyrir máli sínu.
Ekki veit ég, hvort það er vegna hans eigin
blóðs eða af öðrum ástæðum.
Greinarhöfundur fer lofsverðum og rétt-
um orðum um aldamótamennina, en hann
virðist ekki lifa í samræmi við hugsjónir
þeirra. Ég vil minna á það, að aldamóta-
mennirnir þurftu ekki að fela sig af ótta við
það, sem inni fyrir bjó. Þeir þorðu að
nema staðar og leita móti straumnum, er
þeim sýndist svo.
Þeir niðurníddu ekki rímnakveðskap og
vikivaka eða annað, sem var þjóðlegt og
hollt, heldur hófu það til vegs. Þeir voru
menn, sem stigu á stokk og strengdu þess
heit að vinna þjóð sinni og að framgangi
allra göfugra og góðra mála. Tilgangsleysi
og efi voru ekki uppistaðan og ívafið í lífi
þeirra, heldur trúin á landið og trúin á sig-
ur hins góða.
Stefna þeirra var andóf gegn vélrænum
hugsanagangi og múgmennsku. Djarfhuga
80 M tl N I N N