Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1959, Page 7

Muninn - 01.05.1959, Page 7
doktorsnafnbót fyrir að sýna fram á, livað Reykvíkingar séu merkilegar menn. Ann- ars skal ég láta Jón Einarsson og Reykvík- inga eina um þetta mál. Eg sé ekki ástæðu til að elta nánar ólar við það, sem fram kemur í oftnefndri grein Jóns Einarssonar, enda margt þar svo barna- legt, að furðu sætir (sbr. gljápússaða víkur- drengi o. fl.). Að öllu samanlögðu virðist greinin í Gambra hafa komið miklu róti á sálarlíf J. E. og jafnvel hafa haft örlítil „pedagóg- ísk“ áhrif, og fullviss þykist ég um, að þessi grein muni hafa einhver áhrif líka. Veit ég, að Jón Einarsson mun sæta fyrsta lagi að svara henni og þá af þeim röskleik og al- vöruþunga, sem honum er laginn. Þar sem við Jón hverfum nú báðir af braut úr þessum skóla, þá vil ég nota þetta síðasta tækifæri til að benda nemendum hans og öllum öðrum lesendum Munins á, að ekki mun völ á ákjósanlegri sálusorgara í náinni framtíð en Jóni Einarssyni. Með þökk fyrir birtinguna, M. A. 14. maí 1959, Björn Friðfinnsson. Opinberun Bjarnar. Síðan ég reit athugasemd mína við grein U. f. F., hefur ritstjóri Gambra beðið okk- ur að koma því á framfæri í Munin, að höfundur greinarinnar sé Björn Friðfinns- son. Fyrir nokkrum dögum kom svo „Björn sjálfur“ að máli við mig og fór þess á leit, að hann fengi að svara athugasemd minni. Kvaðst hann mundu svara málefnalega, hvað hann hefur eigi efnt, en fer nú jafn- vel enn frjálslegar með sannleikann en áð- ur. Ég taldi rétt að verða við tilmælum Bjarnar, einkunr vegna þess, að trúverðug- asti ritnefndarmaður Gambra hafði þá ný- lega tjáð mér, að fengi Björn ekki að svara, mundi „hann sitja uppi með alla skömm- ina". Þótti nrér þetta hreinskilnislega mælt og viturlegt að viðurkenna, að skömm væri að skrifum Bjarnar. Það virtist því arengilegt að leyfa Birni að bæta fyrir „skömm sína“. Það er rétt, að ábyrgðarmaður Gambra tjáði nrér, Irver væri höfundur greinarinnar, en hann sagði það ekki í unrboði ritnefndar eða höfundar hennar, og því tók ég það sem algjört trúnaðarnrál af hans hálfu. Ritnefnd Gambra hafði forðazt að nrinnast á þetta við mig og „Ursus sjálfur“ ekki lraft þor til þess. Að þessu athuguðu taldi ég nrig ekki geta skrifað svar nritt til Bjarnar Friðfinns- sonar, en verða að nriða það við U. f. F. Annars hefur „Björn sjálfur“ sagt mér, að þetta hafi ekki verið neitt dulnefni, heldur fangamark hans latneska heitis, senr hann kveður vera: „Ursus filius Friðfinni.“ Ekki gat ég lesið þetta úr stöfunum, og eigi er mér kunnugt um, að nokkur lrafi skilið þá svo. Og menn geta naumast láð mér það, þótt mér dytti enginn Ursus í hug í sambandi við Björn Friðfinnsson. Lesend- ur dæma svo um það, hvort það hafi verið „af einskærri vangá og vanrækslu ritnefnd- ar“ og höfundar, að greinin var ekki birt undir nafni, eða hvort þar átti af ásettu ráði og vitandi vits að vega aftan að úr launsátri. í grein sinni gefst Björn algjörlega upp við málefnin, en bætir við sínar fyrri „glós- ur og hártoganir“. Ef til vill á það rætur sínar að rekja til sálarástands og „falsraka Javamannsins sáluga“, sem hann vitnar í í Gambragrein sinni. Loksins gerir þó Björn nokkra grein fyr- ir skoðunum sínum um Utgarð, en lætur um leið að því liggja, að hugur muni ekki fylgja máli, þar sem ég á hlut vegna þess, að ég hafi ekki haft ástæður til að dveljast þar á þessu skólaári. Ég spyr, er þessu ekki eins háttað um Björn? Getum við ekki báð- m u n i N n 83

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.